Búinn að bíða lengi eftir þessu Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. júní 2019 14:00 Hinn 31 árs gamli Kolbeinn barðist fyrst sem atvinnumaður í hnefaleikum fyrir 5 árum. Fréttablaðið/Valli Kolbeinn Kristinsson snýr aftur inn í hnefaleikahringinn um helgina þegar hann mætir heimamanninum Gyorgy Kutasi í Búdapest í Ungverjalandi. Bardaginn var staðfestur fyrr í vikunni og fær Kolbeinn því afar stuttan undirbúningstíma en kærkomin bardaga eftir langa fjarveru. Þetta verður fyrsti bardagi Kolbeins í þrettán mánuði og aðeins annar bardagi hans í rúm tvö ár. Til þessa á atvinnumannsferlinum hefur Kolbeinn unnið alla tíu bardaga sína. Eftir bardaga gegn Gennadi Mentsikainen síðasta vor tók Kolbeinn sér hlé frá keppni til að skipta um þjálfara. Þegar það var komið á hreint á síðasta ári gekk illa að finna bardaga því Kolbeinn kom oft að lokuðum dyrum. Kolbeinn var nýkominn til Ungverjalands þegar Fréttablaðið náði í hann eftir að hann hafði æft í Finnlandi undanfarnar vikur. „Þetta er búið að vera þrautaganga, við erum búin að leita að bardaga lengi og það er léttir að þetta sé komið á hreint og á sama tíma spenna,“ sagði Kolbeinn spurður út í biðina. „Við höfum verið í viðræðum við þá sem skipuleggja bardagakvöldin og það var oftast ekki pláss á kvöldinu. Það þarf að hafa tengsl til að komast inn á þessi kvöld og það vantaði oft aðeins upp á tengslin til að komast að. Ég er búinn að horfa á hverja einustu helgi í langan tíma með það að markmiði að berjast þá. Síðan kemur þetta upp um síðustu helgi og þetta var bara staðfest í þessari viku. Þegar við förum inn í hringinn eru fjórir dagar liðnir síðan bardaginn var staðfestur,“ sagði Kolbeinn léttur um aðdraganda bardagans. Kolbeinn hefur því ekki haft mikinn tíma til að skoða andstæðing sinn, Gyorgy Kutasi. „Ég veit í raun ekki mikið um hann sem bardagamann. Ég veit að hann er 1,83 á hæð og rétthentur en það var ekki til mikið af gögnum um hann. Það ætti samt ekki að skipta mig of miklu máli hversu mikið ég veit um hann sem bardagakappa. Það skiptir mig bara öllu máli að koma hjólunum aftur af stað og fara að berjast á ný.“ Gyorgy hefur unnið fjóra bardaga af fjórtán á níu ára atvinnumannsferli en hefur verið að sækja í sig veðrið. Í síðustu þremur bardögum hefur Gyorgy tekist að vinna tvo með rothöggi. Kolbeinn hóf að vinna með nýjum þjálfara, Javan ‘Sugar’ Hill Steward, fyrir áramót og var í æfingabúðum í Bandaríkjunum eftir áramót. „Það hefur gengið vel, ég æfði undir hans handleiðslu og til stóð að ég myndi berjast í júní í Bandaríkjunum en það féll niður. Ég var búinn að sækja um vegabréfsáritun og allt þegar það féll niður. Þá fór ég heim og var að æfa en var alltaf að æfa eins og næsti bardagi væri handan hornsins. Allt þetta ár er búið að snúast um að komast aftur inn í hringinn og það er léttir að það sé loksins komið á hreint. Ég er í raun búinn að vera tilbúinn að berjast síðan í janúar.“ Aðspurður sagðist Kolbeinn hafa verið tilbúinn að stíga inn í hringinn frá áramótunum. „Ég er búinn að vera að æfa í níu vikur fyrir þetta kvöld og ég er kominn á þann stað sem ég vil vera á. Núna er það bara að viðhalda þessu fyrir bardagann,“ sagði Kolbeinn og hélt áfram: „Ég fór upprunalega til Finnlands til að æfa í nokkra daga og boxa smá áður en ég færi heim til að fá tilfinninguna á ný en þeir báðu mig um að vera lengur svo ég er búinn að vera þar í þrjár vikur að æfa með Robert Helenius,“ sagði Kolbeinn sem kemur beint úr æfingabúðum í Finnlandi í bardagann. „Við komum til Ungverjalands í gær, dagurinn í dag verður nýttur í smá endurhæfingu og svo er vigtun og öll formsatriðin á laugardaginn fyrir bardaga.“ Keppnin fer fram utanhúss í höfuðborg Ungverjalands og má búast við að það verði um 20-25 gráðu hiti í Búdapest þegar bardaginn hefst annað kvöld. „Bardaginn fer fram úti um kvöldið, það verður áhugavert. Vonandi verður ekki of heitt þarna,“ sagði Kolbeinn og tók undir að tuttugu stiga hiti myndi henta honum vel. Birtist í Fréttablaðinu Box Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Yrði móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Sjá meira
Kolbeinn Kristinsson snýr aftur inn í hnefaleikahringinn um helgina þegar hann mætir heimamanninum Gyorgy Kutasi í Búdapest í Ungverjalandi. Bardaginn var staðfestur fyrr í vikunni og fær Kolbeinn því afar stuttan undirbúningstíma en kærkomin bardaga eftir langa fjarveru. Þetta verður fyrsti bardagi Kolbeins í þrettán mánuði og aðeins annar bardagi hans í rúm tvö ár. Til þessa á atvinnumannsferlinum hefur Kolbeinn unnið alla tíu bardaga sína. Eftir bardaga gegn Gennadi Mentsikainen síðasta vor tók Kolbeinn sér hlé frá keppni til að skipta um þjálfara. Þegar það var komið á hreint á síðasta ári gekk illa að finna bardaga því Kolbeinn kom oft að lokuðum dyrum. Kolbeinn var nýkominn til Ungverjalands þegar Fréttablaðið náði í hann eftir að hann hafði æft í Finnlandi undanfarnar vikur. „Þetta er búið að vera þrautaganga, við erum búin að leita að bardaga lengi og það er léttir að þetta sé komið á hreint og á sama tíma spenna,“ sagði Kolbeinn spurður út í biðina. „Við höfum verið í viðræðum við þá sem skipuleggja bardagakvöldin og það var oftast ekki pláss á kvöldinu. Það þarf að hafa tengsl til að komast inn á þessi kvöld og það vantaði oft aðeins upp á tengslin til að komast að. Ég er búinn að horfa á hverja einustu helgi í langan tíma með það að markmiði að berjast þá. Síðan kemur þetta upp um síðustu helgi og þetta var bara staðfest í þessari viku. Þegar við förum inn í hringinn eru fjórir dagar liðnir síðan bardaginn var staðfestur,“ sagði Kolbeinn léttur um aðdraganda bardagans. Kolbeinn hefur því ekki haft mikinn tíma til að skoða andstæðing sinn, Gyorgy Kutasi. „Ég veit í raun ekki mikið um hann sem bardagamann. Ég veit að hann er 1,83 á hæð og rétthentur en það var ekki til mikið af gögnum um hann. Það ætti samt ekki að skipta mig of miklu máli hversu mikið ég veit um hann sem bardagakappa. Það skiptir mig bara öllu máli að koma hjólunum aftur af stað og fara að berjast á ný.“ Gyorgy hefur unnið fjóra bardaga af fjórtán á níu ára atvinnumannsferli en hefur verið að sækja í sig veðrið. Í síðustu þremur bardögum hefur Gyorgy tekist að vinna tvo með rothöggi. Kolbeinn hóf að vinna með nýjum þjálfara, Javan ‘Sugar’ Hill Steward, fyrir áramót og var í æfingabúðum í Bandaríkjunum eftir áramót. „Það hefur gengið vel, ég æfði undir hans handleiðslu og til stóð að ég myndi berjast í júní í Bandaríkjunum en það féll niður. Ég var búinn að sækja um vegabréfsáritun og allt þegar það féll niður. Þá fór ég heim og var að æfa en var alltaf að æfa eins og næsti bardagi væri handan hornsins. Allt þetta ár er búið að snúast um að komast aftur inn í hringinn og það er léttir að það sé loksins komið á hreint. Ég er í raun búinn að vera tilbúinn að berjast síðan í janúar.“ Aðspurður sagðist Kolbeinn hafa verið tilbúinn að stíga inn í hringinn frá áramótunum. „Ég er búinn að vera að æfa í níu vikur fyrir þetta kvöld og ég er kominn á þann stað sem ég vil vera á. Núna er það bara að viðhalda þessu fyrir bardagann,“ sagði Kolbeinn og hélt áfram: „Ég fór upprunalega til Finnlands til að æfa í nokkra daga og boxa smá áður en ég færi heim til að fá tilfinninguna á ný en þeir báðu mig um að vera lengur svo ég er búinn að vera þar í þrjár vikur að æfa með Robert Helenius,“ sagði Kolbeinn sem kemur beint úr æfingabúðum í Finnlandi í bardagann. „Við komum til Ungverjalands í gær, dagurinn í dag verður nýttur í smá endurhæfingu og svo er vigtun og öll formsatriðin á laugardaginn fyrir bardaga.“ Keppnin fer fram utanhúss í höfuðborg Ungverjalands og má búast við að það verði um 20-25 gráðu hiti í Búdapest þegar bardaginn hefst annað kvöld. „Bardaginn fer fram úti um kvöldið, það verður áhugavert. Vonandi verður ekki of heitt þarna,“ sagði Kolbeinn og tók undir að tuttugu stiga hiti myndi henta honum vel.
Birtist í Fréttablaðinu Box Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Yrði móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Sjá meira