Segir Ísland láta til sín taka í mannréttindamálum svo eftir sé tekið Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. júní 2019 17:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. Mynd/Stjórnarráðið „Ísland hefur í raun og veru verið mjög virkt í Mannréttindaráðinu á þessum stutta tíma sem við höfum setið í ráðinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. Ísland tók sæti í ráðinu í fyrra þegar Bandaríkin yfirgáfu ráðið. Katrín er í þriggja daga heimsókn í Genf í tengslum við júnílotu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem jafnréttismál eru í brennidepli. Hún ræddi meðal annars baráttuna gegn kynbundu ofbeldi, launamun kynjanna og réttinn til aðgengis að heilnæmu umhverfi. Í umræðu um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum í morgun miðlaði hún meðal annars reynslu Íslendinga og umræðunni sem hefur átt sér stað hér á landi, til dæmis í tengslum við MeToo hreyfinguna. „Ég var að fara yfir það hvað við höfum verið að gera og mikilvægi þess að vinna bæði með verkalýðshreyfingunni og samtökum atvinnurekenda til að uppræta kynbundið ofbeldi og kynbundið áreiti á vinnustöðum. Þetta er stórmál hér og Alþjóðavinnumálastofnunin er að taka hart á þessum málum sem ég tel fagnaðarefni.“ Síðdegis í dag ræddi Katrín svo kynbundin launamun og launajafnrétti en leggur Ísland fram tillögu í ráðinu þar sem launajafnrétti er viðurkennt sem réttindamál. Hún segir að Ísland hafi látið til sín taka eftir að það tók sæti í Mannréttindaráðinu svo eftir sé tekið. „Við fengum hér auðvitað samþykkta tillögu um stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu sem vakti mikla athygli á alþjóðavettvangi. Hér í þessari fundarlotu Mannréttindaráðsins verður til umræðu tillaga sem Ísland leiðir sömuleiðis um stöðu mannréttinda á Filippseyjum. Það er mín sannfæring að það hafi verið rétt ákvörðun að taka þetta sæti og ég tel að íslenska fastanefndin hér hafi staðið sig gríðarlega vel í að reisa flögg í tilteknum mannréttindamálum. Ég finn það að eftir því hafi verið tekið.“ Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Ísland leggur fram fyrstu ályktanirnar í mannréttindaráðinu Ísland gagnrýnir Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. 24. júní 2019 16:45 Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. 4. desember 2018 17:53 Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
„Ísland hefur í raun og veru verið mjög virkt í Mannréttindaráðinu á þessum stutta tíma sem við höfum setið í ráðinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. Ísland tók sæti í ráðinu í fyrra þegar Bandaríkin yfirgáfu ráðið. Katrín er í þriggja daga heimsókn í Genf í tengslum við júnílotu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem jafnréttismál eru í brennidepli. Hún ræddi meðal annars baráttuna gegn kynbundu ofbeldi, launamun kynjanna og réttinn til aðgengis að heilnæmu umhverfi. Í umræðu um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum í morgun miðlaði hún meðal annars reynslu Íslendinga og umræðunni sem hefur átt sér stað hér á landi, til dæmis í tengslum við MeToo hreyfinguna. „Ég var að fara yfir það hvað við höfum verið að gera og mikilvægi þess að vinna bæði með verkalýðshreyfingunni og samtökum atvinnurekenda til að uppræta kynbundið ofbeldi og kynbundið áreiti á vinnustöðum. Þetta er stórmál hér og Alþjóðavinnumálastofnunin er að taka hart á þessum málum sem ég tel fagnaðarefni.“ Síðdegis í dag ræddi Katrín svo kynbundin launamun og launajafnrétti en leggur Ísland fram tillögu í ráðinu þar sem launajafnrétti er viðurkennt sem réttindamál. Hún segir að Ísland hafi látið til sín taka eftir að það tók sæti í Mannréttindaráðinu svo eftir sé tekið. „Við fengum hér auðvitað samþykkta tillögu um stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu sem vakti mikla athygli á alþjóðavettvangi. Hér í þessari fundarlotu Mannréttindaráðsins verður til umræðu tillaga sem Ísland leiðir sömuleiðis um stöðu mannréttinda á Filippseyjum. Það er mín sannfæring að það hafi verið rétt ákvörðun að taka þetta sæti og ég tel að íslenska fastanefndin hér hafi staðið sig gríðarlega vel í að reisa flögg í tilteknum mannréttindamálum. Ég finn það að eftir því hafi verið tekið.“
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Ísland leggur fram fyrstu ályktanirnar í mannréttindaráðinu Ísland gagnrýnir Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. 24. júní 2019 16:45 Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. 4. desember 2018 17:53 Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51
Ísland leggur fram fyrstu ályktanirnar í mannréttindaráðinu Ísland gagnrýnir Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. 24. júní 2019 16:45
Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. 4. desember 2018 17:53
Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53
Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15