Upphitun: Er hægt að stoppa Hamilton? Bragi Þórðarson skrifar 27. júní 2019 20:30 Hamilton hefur unnið sex af fyrstu átta keppnum tímabilsins Getty Níunda umferðin í Formúlu 1 fer fram á Red Bull brautinni í Austurríki um helgina. Fimmfaldi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, gæti með sigri aukið forskot sitt í mótinu í rúm 40 stig. Liðsfélagi Hamilton, Valtteri Bottas, er annar og þarf því engan að undra að Mercedes er langefst í keppni bílasmiða. ,,Það kom mér mjög á óvart hversu langt á undan við erum’’ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, eftir fyrstu keppnir tímabilsins. ,,Ferrari var sterkara liðið í æfingum fyrir tímabilið, því kom þetta okkur verulega á óvart’’.Mercedes ökumennirnir hafa endaði í fyrsta og öðru sæti í sex af átta keppnum sumarsins.Getty,,Lewis sá allra besti’’Nú í vikunni hefur Wolff hrósað aðal ökumanni sínum hástert. ,,Lewis fær ekki þá virðingu sem hann á skilið, sérstaklega í Bretlandi. Þegar hann hættir verður hans minnst sem einn besti ökuþór allra tíma’’. Á pappírum vantar Hamilton tvö met, fjöldi titla og fjöldi sigra. Michael Schumacer vann alls 7 titla og 91 keppni, Bretanum vantar því tvo titla og tólf sigra. Samningur Hamilton hjá Mercedes lýkur eftir næsta tímabil, því gæti það vel gerst að magnaði Bretinn jafni eða jafnvel slái þessi met til að gerast sá allra besti. Sæti Pierre Gasly hjá Red Bull gæti verið í hættuGettyRed Bull á heimavelliAusturríska liðið stefnir á góð úrslit á Red Bull brautinni um helgina. Líklegt er að Max Verstappen verði í slagnum um verðlaunasæti en liðsfélagi hans, Pierre Gasly, verður að bæta sig. Frakkinn kom nýr inn í liðið fyrir þetta tímabil en lítið hefur gengið hjá Gasly til þessa. Til að mynda endaði hann tíundi í heimakeppni sinni í Frakklandi um síðustu helgi. Red Bull er þekkt fyrir að hafa litla þolinmæði gagnvart ökumönnum sínum og margoft hefur liðið rekið ökumenn um mitt tímabil. Að vanda verða æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Kappaksturinn byrjar klukkan 12:50 á sunnudaginn. Formúla Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Níunda umferðin í Formúlu 1 fer fram á Red Bull brautinni í Austurríki um helgina. Fimmfaldi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, gæti með sigri aukið forskot sitt í mótinu í rúm 40 stig. Liðsfélagi Hamilton, Valtteri Bottas, er annar og þarf því engan að undra að Mercedes er langefst í keppni bílasmiða. ,,Það kom mér mjög á óvart hversu langt á undan við erum’’ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, eftir fyrstu keppnir tímabilsins. ,,Ferrari var sterkara liðið í æfingum fyrir tímabilið, því kom þetta okkur verulega á óvart’’.Mercedes ökumennirnir hafa endaði í fyrsta og öðru sæti í sex af átta keppnum sumarsins.Getty,,Lewis sá allra besti’’Nú í vikunni hefur Wolff hrósað aðal ökumanni sínum hástert. ,,Lewis fær ekki þá virðingu sem hann á skilið, sérstaklega í Bretlandi. Þegar hann hættir verður hans minnst sem einn besti ökuþór allra tíma’’. Á pappírum vantar Hamilton tvö met, fjöldi titla og fjöldi sigra. Michael Schumacer vann alls 7 titla og 91 keppni, Bretanum vantar því tvo titla og tólf sigra. Samningur Hamilton hjá Mercedes lýkur eftir næsta tímabil, því gæti það vel gerst að magnaði Bretinn jafni eða jafnvel slái þessi met til að gerast sá allra besti. Sæti Pierre Gasly hjá Red Bull gæti verið í hættuGettyRed Bull á heimavelliAusturríska liðið stefnir á góð úrslit á Red Bull brautinni um helgina. Líklegt er að Max Verstappen verði í slagnum um verðlaunasæti en liðsfélagi hans, Pierre Gasly, verður að bæta sig. Frakkinn kom nýr inn í liðið fyrir þetta tímabil en lítið hefur gengið hjá Gasly til þessa. Til að mynda endaði hann tíundi í heimakeppni sinni í Frakklandi um síðustu helgi. Red Bull er þekkt fyrir að hafa litla þolinmæði gagnvart ökumönnum sínum og margoft hefur liðið rekið ökumenn um mitt tímabil. Að vanda verða æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Kappaksturinn byrjar klukkan 12:50 á sunnudaginn.
Formúla Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira