Brynjar sendir Töru tóninn: „Þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess“ Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2019 13:05 Brynjar Níelsson segir þau hjá Landlækni skattafíkla og umræða um sykurskattinn hafi ekkert með útlit feitra að gera. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þeim hjá Samtökum um líkamsvirðingu að umræðan um sykurskattinn hafi ekkert með útlit þeirra að gera. Þá segir hann þau hjá Landlækni skattafíkla. Þetta gerir hann í pistli sem hann birti nýverið á Facebooksíðu sinni. Heit umræða geisar nú um sykurskattinn fyrirhugaða. Vísir hefur rætt málið við Brynjar sem segir það mál aldrei fara í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar er ekki víst að málinu ljúki þar því þó ágreiningur sé milli stjórnarliðsins þá megi alltaf finna annað skip, og annað föruneyti – annan meirihluta. Í gær bar það svo til tíðinda að Samtök um líkamsvirðingu, hvar Tara Margrét Vilhjálmsdóttir er formaður, sendi frá sér harorða yfirlýsingu þar sem Svandís Svavarsdóttir var meðal annars sökuð um að kynda bál fitufordóma með ummælum sínum í tengslum við málið.Sykurskatturinn galinn að mati Brynjars „Sérstakur sykurskattur er í eðli sínu galinn, jafnvel þó hann væri eingöngu hugsaður sem tekjuöflun ríkissjóðs. Hærri og íþyngjandi skattar hafa ekki leitt til betri heilsu nokkurs manns. Sennilega leiðir það til hins gagnstæða, að minnsta kosti hvað andlega heilsu varðar,“ segir Brynjar í pistli sínum. Þingmaðurinn er rétt að hita upp. „Í gamla daga, þegar ég var ungur, voru áfengis- og tóbaksgjöld hækkuð mjög reglulega og langt umfram verðþróun. Hafði það engin áhrif á neysluna en leiddi til aukins smygls þegar verst lét. Þjóðin þambar áfengi sem aldrei fyrr þrátt fyrir heimsmet í skattlagningu en tóbaksneysla hefur breyst, sem hefur ekkert með skattlagninguna að gera.“ Engir fordómar gegn feitu fólki Brynjar segir sykur ekki nýtt fyrirbæri sem hefur gert okkur feit á skömmum tíma. Við erum feitari nú en áður vegna þess að étum meira og hreyfum okkur minna, að sögn Brynjars. „Þetta vita skattafíklarnir hjá Landlækni. Má ekki ætla að þjóð sem glímir við meira þunglyndi, depurð og kvíða en aðrar þjóðir verði feitari en gengur og gerist? Það er nú talsverð huggun i mat og drykk.“ Brynjar segir því ekki að neita að offita sé stórkostleg heilsuvá og ekkert óeðlilegt við að menn leiti allra ráða til að spyrna við fæti. „Í þeirri viðleitni felst engin óvirðing eða fordómar gegn feitu fólki. Vill einhver segja þessum félagsskap um líkamsvirðingu að þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess.“ Alþingi Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15 Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þeim hjá Samtökum um líkamsvirðingu að umræðan um sykurskattinn hafi ekkert með útlit þeirra að gera. Þá segir hann þau hjá Landlækni skattafíkla. Þetta gerir hann í pistli sem hann birti nýverið á Facebooksíðu sinni. Heit umræða geisar nú um sykurskattinn fyrirhugaða. Vísir hefur rætt málið við Brynjar sem segir það mál aldrei fara í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar er ekki víst að málinu ljúki þar því þó ágreiningur sé milli stjórnarliðsins þá megi alltaf finna annað skip, og annað föruneyti – annan meirihluta. Í gær bar það svo til tíðinda að Samtök um líkamsvirðingu, hvar Tara Margrét Vilhjálmsdóttir er formaður, sendi frá sér harorða yfirlýsingu þar sem Svandís Svavarsdóttir var meðal annars sökuð um að kynda bál fitufordóma með ummælum sínum í tengslum við málið.Sykurskatturinn galinn að mati Brynjars „Sérstakur sykurskattur er í eðli sínu galinn, jafnvel þó hann væri eingöngu hugsaður sem tekjuöflun ríkissjóðs. Hærri og íþyngjandi skattar hafa ekki leitt til betri heilsu nokkurs manns. Sennilega leiðir það til hins gagnstæða, að minnsta kosti hvað andlega heilsu varðar,“ segir Brynjar í pistli sínum. Þingmaðurinn er rétt að hita upp. „Í gamla daga, þegar ég var ungur, voru áfengis- og tóbaksgjöld hækkuð mjög reglulega og langt umfram verðþróun. Hafði það engin áhrif á neysluna en leiddi til aukins smygls þegar verst lét. Þjóðin þambar áfengi sem aldrei fyrr þrátt fyrir heimsmet í skattlagningu en tóbaksneysla hefur breyst, sem hefur ekkert með skattlagninguna að gera.“ Engir fordómar gegn feitu fólki Brynjar segir sykur ekki nýtt fyrirbæri sem hefur gert okkur feit á skömmum tíma. Við erum feitari nú en áður vegna þess að étum meira og hreyfum okkur minna, að sögn Brynjars. „Þetta vita skattafíklarnir hjá Landlækni. Má ekki ætla að þjóð sem glímir við meira þunglyndi, depurð og kvíða en aðrar þjóðir verði feitari en gengur og gerist? Það er nú talsverð huggun i mat og drykk.“ Brynjar segir því ekki að neita að offita sé stórkostleg heilsuvá og ekkert óeðlilegt við að menn leiti allra ráða til að spyrna við fæti. „Í þeirri viðleitni felst engin óvirðing eða fordómar gegn feitu fólki. Vill einhver segja þessum félagsskap um líkamsvirðingu að þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess.“
Alþingi Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15 Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
„Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02
Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15
Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30