Boris Kardashian Ólöf Skaftadóttir skrifar 26. júní 2019 08:00 Það er engin leið að sjá það fyrir hvað ríkisstjórn sem Boris Johnson kemur til með að leiða myndi gera, vegna þess að sá sem hyggst taka við stjórnartaumunum hefur ekki enn komist svo langt að velta því einu sinni fyrir sér sjálfur. Svo komst Max Hastings, fyrrverandi ritstjóri þekktra dagblaða í Bretlandi, að orði í pistli í The Guardian í gær. Hastings var yfirmaður Johnsons og vandar fyrrverandi undirmanni sínum ekki kveðjurnar í harðorðri grein þar sem hann kallar Boris veikgeðja og popúlískan ólátabelg. Nú eru tvær vikur þar til kjörseðlar berast flokksmönnum og næsti forsætisráðherra verður kynntur þann 22. júlí. Johnson er enn líklegasti arftaki Theresu May. Hann hefur þó ekki átt sjö dagana sæla eftir að fjölmiðlar komust á snoðir um að lögregla hafi verið kölluð að heimili hans og kærustu vegna háværs rifrildis. Fyrir það hefur hann ekki viljað svara opinberlega. Kappræður tveggja sigurstranglegustu frambjóðendanna í leiðtogakjörinu áttu til að mynda að fara fram á Sky News í gær en ekki varð af því. Boris hafnaði því að taka þátt, þrátt fyrir áeggjan mótframbjóðandans sem biðlaði til Johnsons að „láta af heigulshætti sínum“ í grein í fyrradag. Allt kom fyrir ekki. Nýja forsætisráðherrans bíður allt annað en öfundsvert hlutverk. Hann mun þurfa að vinna í hinu sama þingi og hefur hingað til engu hleypt í gegn. Möguleikarnir, fyrir og eftir Theresu May, eru þeir sömu: samningur um útgöngu, önnur atkvæðagreiðsla eða útganga án samnings – svokallað hart Brexit. Johnson lét hafa eftir sér í gær að útganga án samnings væri versta niðurstaðan. Með öðrum orðum hefur ekkert breyst í vonlausri stöðu þess sem þarf að leiða Bretland út úr Evrópusambandinu. Í fyrrnefndum pistli Hastings segir hann Íhaldsflokkinn bera þunga sök í því að hafa hleypt óútreiknanlegum fúskara allt of nálægt Downing-stræti og fyrir það muni flokkurinn líða í næstu kosningum. Boris ætti betur heima í raunveruleikaþætti en á breska þinginu. Sennilega er það mergur málsins. Ábyrgðin er nefnilega hans. Það voru Boris og félagar hans sem lugu öðru hverju orði í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016. Kannski er mátulegt á hann nú að taka við stólnum og um leið ábyrgðinni á uppdiktaðri draumsýn sem hann og félagar hans héldu að breskum almenningi. Sennilega verður þetta enn annað dæmi þess að popúlisma gengur til skamms tíma að koma mönnum að kjötkötlunum. Meinið er að þegar þarf að fara að huga að efndum er staðan allt að því vonlaus. Bretar eru þekktir fyrir skopskyn sitt – nú spyrja sumir hversu lengi þeir muni hafa húmor fyrir brandaranum sem er Boris Kardashian. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Það er engin leið að sjá það fyrir hvað ríkisstjórn sem Boris Johnson kemur til með að leiða myndi gera, vegna þess að sá sem hyggst taka við stjórnartaumunum hefur ekki enn komist svo langt að velta því einu sinni fyrir sér sjálfur. Svo komst Max Hastings, fyrrverandi ritstjóri þekktra dagblaða í Bretlandi, að orði í pistli í The Guardian í gær. Hastings var yfirmaður Johnsons og vandar fyrrverandi undirmanni sínum ekki kveðjurnar í harðorðri grein þar sem hann kallar Boris veikgeðja og popúlískan ólátabelg. Nú eru tvær vikur þar til kjörseðlar berast flokksmönnum og næsti forsætisráðherra verður kynntur þann 22. júlí. Johnson er enn líklegasti arftaki Theresu May. Hann hefur þó ekki átt sjö dagana sæla eftir að fjölmiðlar komust á snoðir um að lögregla hafi verið kölluð að heimili hans og kærustu vegna háværs rifrildis. Fyrir það hefur hann ekki viljað svara opinberlega. Kappræður tveggja sigurstranglegustu frambjóðendanna í leiðtogakjörinu áttu til að mynda að fara fram á Sky News í gær en ekki varð af því. Boris hafnaði því að taka þátt, þrátt fyrir áeggjan mótframbjóðandans sem biðlaði til Johnsons að „láta af heigulshætti sínum“ í grein í fyrradag. Allt kom fyrir ekki. Nýja forsætisráðherrans bíður allt annað en öfundsvert hlutverk. Hann mun þurfa að vinna í hinu sama þingi og hefur hingað til engu hleypt í gegn. Möguleikarnir, fyrir og eftir Theresu May, eru þeir sömu: samningur um útgöngu, önnur atkvæðagreiðsla eða útganga án samnings – svokallað hart Brexit. Johnson lét hafa eftir sér í gær að útganga án samnings væri versta niðurstaðan. Með öðrum orðum hefur ekkert breyst í vonlausri stöðu þess sem þarf að leiða Bretland út úr Evrópusambandinu. Í fyrrnefndum pistli Hastings segir hann Íhaldsflokkinn bera þunga sök í því að hafa hleypt óútreiknanlegum fúskara allt of nálægt Downing-stræti og fyrir það muni flokkurinn líða í næstu kosningum. Boris ætti betur heima í raunveruleikaþætti en á breska þinginu. Sennilega er það mergur málsins. Ábyrgðin er nefnilega hans. Það voru Boris og félagar hans sem lugu öðru hverju orði í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016. Kannski er mátulegt á hann nú að taka við stólnum og um leið ábyrgðinni á uppdiktaðri draumsýn sem hann og félagar hans héldu að breskum almenningi. Sennilega verður þetta enn annað dæmi þess að popúlisma gengur til skamms tíma að koma mönnum að kjötkötlunum. Meinið er að þegar þarf að fara að huga að efndum er staðan allt að því vonlaus. Bretar eru þekktir fyrir skopskyn sitt – nú spyrja sumir hversu lengi þeir muni hafa húmor fyrir brandaranum sem er Boris Kardashian.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar