Giannis valinn bestur | Sjáðu hjartnæma ræðu hans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. júní 2019 07:38 Giannis með tárin í augunum í nótt. vísir/getty Giannis Antetokounmpo var í nótt valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og tilfinningaþrungin ræða hans mun seint gleymast. Þá þakkaði leikmaðurinn fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn og leyndi sér ekki hvað honum þykir vænt um fólkið sitt.Giannis gets emotional as he thanks his family after winning the #KiaMVP trophy. #NBAAwardspic.twitter.com/c2WrHZMB0k — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 Það hefur enginn bætt leik sinn eins mikið og Giannis, eða gríska fríkið eins og hann er kallaður, en það eru aðeins tvö ár síðan hann fékk verðlaun fyrir mestar framfarir í deildinni. Þær framfarir héldu áfram og nú er hann bestur. Margir vilja tengja það við áskorun Kobe Bryant frá því í ágúst 2017. Þá var Kobe að skora á hina og þessa og Giannis bað um áskorun. Hann fékk hana og hún var hnitmiðuð. Verða bestur í deildinni. Hann stóðst þá áskorun. Kobe gladdist mikið með leikmanninum í nótt og sagði að næst væri að vinna titil.My man....M.V.P. Greatness. Next up: Championship. #MambaMentalityhttps://t.co/dhZTFI1Aam — Kobe Bryant (@kobebryant) June 25, 2019 Giannis var með 27,7 stig, 12,5 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik síðasta vetur og sá til þess að Milwaukee Bucks var með besta árangurinn í deildarkeppninni. Liðið tapaði svo í úrslitum Austurdeildarinnar gegn meisturum Toronto Raptors. Frakkinn Rudy Gobert, leikmaður Utah Jazz, var svo valinn besti varnarmaður deildarinnar annað árið í röð. Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas var valinn besti nýliðinn. Ekki slæmt kvöld fyrir Evrópumennina í NBA-deildinni. Lou Williams hjá LA Clippers var valinn besti sjötti maðurinn í þriðja sinn á ferlinum og er það jöfnun á meti í deildinni. Kamerúninn Pascal Siakam hjá Raptors þótti hafa tekið mestum framförum í vetur..@TeamLou23 accepts his third #KiaSixth trophy! #NBAAwardspic.twitter.com/RJYWHjDRvu — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks, var svo valinn þjálfari ársins á kvöldinu stóra.Mike Budenholzer accepts the 2018-19 Coach of the Year trophy! pic.twitter.com/hMDbVlAUfq — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Giannis Antetokounmpo var í nótt valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og tilfinningaþrungin ræða hans mun seint gleymast. Þá þakkaði leikmaðurinn fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn og leyndi sér ekki hvað honum þykir vænt um fólkið sitt.Giannis gets emotional as he thanks his family after winning the #KiaMVP trophy. #NBAAwardspic.twitter.com/c2WrHZMB0k — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 Það hefur enginn bætt leik sinn eins mikið og Giannis, eða gríska fríkið eins og hann er kallaður, en það eru aðeins tvö ár síðan hann fékk verðlaun fyrir mestar framfarir í deildinni. Þær framfarir héldu áfram og nú er hann bestur. Margir vilja tengja það við áskorun Kobe Bryant frá því í ágúst 2017. Þá var Kobe að skora á hina og þessa og Giannis bað um áskorun. Hann fékk hana og hún var hnitmiðuð. Verða bestur í deildinni. Hann stóðst þá áskorun. Kobe gladdist mikið með leikmanninum í nótt og sagði að næst væri að vinna titil.My man....M.V.P. Greatness. Next up: Championship. #MambaMentalityhttps://t.co/dhZTFI1Aam — Kobe Bryant (@kobebryant) June 25, 2019 Giannis var með 27,7 stig, 12,5 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik síðasta vetur og sá til þess að Milwaukee Bucks var með besta árangurinn í deildarkeppninni. Liðið tapaði svo í úrslitum Austurdeildarinnar gegn meisturum Toronto Raptors. Frakkinn Rudy Gobert, leikmaður Utah Jazz, var svo valinn besti varnarmaður deildarinnar annað árið í röð. Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas var valinn besti nýliðinn. Ekki slæmt kvöld fyrir Evrópumennina í NBA-deildinni. Lou Williams hjá LA Clippers var valinn besti sjötti maðurinn í þriðja sinn á ferlinum og er það jöfnun á meti í deildinni. Kamerúninn Pascal Siakam hjá Raptors þótti hafa tekið mestum framförum í vetur..@TeamLou23 accepts his third #KiaSixth trophy! #NBAAwardspic.twitter.com/RJYWHjDRvu — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks, var svo valinn þjálfari ársins á kvöldinu stóra.Mike Budenholzer accepts the 2018-19 Coach of the Year trophy! pic.twitter.com/hMDbVlAUfq — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira