Nýjar rannsóknir staðfesti virkni þörunga á Psoriasis Sighvatur Jónsson skrifar 22. júní 2019 23:00 Nýjar rannsóknir gefa vísbendingar um að efni sem þörungar í Bláa lóninu framleiða hafi áhrif á ónæmiskerfið og minnki bólgur sóríasis-sjúklinga. Doktor í ónæmisfræði segir þetta gera lyfjaframleiðslu úr þörungunum mögulega. Lyfjafræðingurinn Ása Bryndís Guðjónsdóttir er nýútskrifuð sem doktor í ónæmisfræði. Síðustu ár hefur hún rannsakað áhrif þörunga í Bláa lóninu á frumur sem mynda Psoriasis sjúkdóminn. Ása Bryndís varði á dögunum doktorsverkefnið sitt við læknadeild Háskóla Íslands. Hún segir klínískar rannsóknir liggja fyrir um lækningarmátt Bláa lónsins. Psoriasis sjúklingum vegni betur ef þeir fara í lónið samhliða ljósameðferð vegna sjúkdómsins. „Það hefur aldrei verið sýnt fram á neina ákveðna virkni, hvað það er í lóninu sem hefur þessi áhrif,“ segir Ása. Ása Bryndís einangraði fjölsykru frá þörungunum í Lóninu sem hún hefur prófað á þeim frumugerðum sem valda Psoriasis. „Efnið virðist í rauninni hægja á og róa allt þetta bólgukerfi sem er í gangi og er ofvirkt í þessum sjálfsofnæmissjúkdómi sem Psoriasis er,“ segir Ása sem bætir við að þetta sé í fyrsta sinn sem hægt er að fullyrða að efnin í Bláa lóninu hafi áhrif á sjúkdóminn. „Þetta er gríðarlega spennandi að halda áfram með þetta og koma þessu í lyfjaform,“ segir Ása.En er verkefnið komið á þann stað að hægt er að framleiða lyf eftir niðurstöðunum?„Við erum náttúrulega ekki komin á þann stað en þetta klárlega opnar ný tækifæri og nýjar víddir í okkar rannsóknar- og þróunarstarfi. Vonandi getur þetta skilað sér í þróun á nýjum meðferðarúrræðum fyrir Psoriasis-sjúklinga,“ segir Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa lónsins.Fréttina má sjá í heild sinni hér að neðan. Heilbrigðismál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Nýjar rannsóknir gefa vísbendingar um að efni sem þörungar í Bláa lóninu framleiða hafi áhrif á ónæmiskerfið og minnki bólgur sóríasis-sjúklinga. Doktor í ónæmisfræði segir þetta gera lyfjaframleiðslu úr þörungunum mögulega. Lyfjafræðingurinn Ása Bryndís Guðjónsdóttir er nýútskrifuð sem doktor í ónæmisfræði. Síðustu ár hefur hún rannsakað áhrif þörunga í Bláa lóninu á frumur sem mynda Psoriasis sjúkdóminn. Ása Bryndís varði á dögunum doktorsverkefnið sitt við læknadeild Háskóla Íslands. Hún segir klínískar rannsóknir liggja fyrir um lækningarmátt Bláa lónsins. Psoriasis sjúklingum vegni betur ef þeir fara í lónið samhliða ljósameðferð vegna sjúkdómsins. „Það hefur aldrei verið sýnt fram á neina ákveðna virkni, hvað það er í lóninu sem hefur þessi áhrif,“ segir Ása. Ása Bryndís einangraði fjölsykru frá þörungunum í Lóninu sem hún hefur prófað á þeim frumugerðum sem valda Psoriasis. „Efnið virðist í rauninni hægja á og róa allt þetta bólgukerfi sem er í gangi og er ofvirkt í þessum sjálfsofnæmissjúkdómi sem Psoriasis er,“ segir Ása sem bætir við að þetta sé í fyrsta sinn sem hægt er að fullyrða að efnin í Bláa lóninu hafi áhrif á sjúkdóminn. „Þetta er gríðarlega spennandi að halda áfram með þetta og koma þessu í lyfjaform,“ segir Ása.En er verkefnið komið á þann stað að hægt er að framleiða lyf eftir niðurstöðunum?„Við erum náttúrulega ekki komin á þann stað en þetta klárlega opnar ný tækifæri og nýjar víddir í okkar rannsóknar- og þróunarstarfi. Vonandi getur þetta skilað sér í þróun á nýjum meðferðarúrræðum fyrir Psoriasis-sjúklinga,“ segir Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa lónsins.Fréttina má sjá í heild sinni hér að neðan.
Heilbrigðismál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira