Að leiða eða fylgja Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 22. júní 2019 08:45 Fátt getur komið í veg fyrir að Boris Johnson verði kjörinn leiðtogi breska Íhaldsflokksins og setjist á stól forsætisráðherra um miðjan næsta mánuð. Johnson hefur haft yfirburðastöðu í valferli flokksins, en eftir að hafa sigtað frambjóðendur út einn af öðrum hafa þingmenn nú komið sér saman um þá tvo sem almennir flokksmenn velja á milli: Boris Johnson, og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra. Frambjóðendurnir tveir halda nú í fundaferð um landið, en um 160 þúsund flokksmenn hafa kosningarétt í kjörinu. Þið lásuð rétt, 160 þúsund manns velja nú forsætisráðherra fyrir 60 milljóna þjóð. Talandi um að valdefla grasrótina. Ljóst er að Hunt mun eiga á brattann að sækja því Johnson nýtur vinsælda meðal flokksmanna. Hunt mun hamra á meintum óáreiðanleika og tækifærismennsku keppinautarins. Ekki skortir dæmin til að nefna. Sem borgarstjóri í London var Johnson þekktur fyrir uppátæki sín og kæruleysislegt fas frekar en stjórnvisku. Í borgarstjóratíð sinni sagðist hann frekar myndu hlekkja sig við flugbraut en að heimila byggingu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow flugvelli. Þegar síðar kom að því að kjósa um málið er hann var orðinn þingmaður, skrópaði hann í atkvæðagreiðslunni. Í Brexit málinu er Johnson legið á hálsi fyrir að láta eigin frama ráða ferð en ekki almannahag. Hunt þykir hins vegar traustur. Hann hefur reynslu af viðskiptum og byggði upp eigið fyrirtæki frá grunni. Hann þótti ágætur heilbrigðisráðherra, og hefur farnast mun betur en Johnson eftir að hann tók við af honum sem utanríkisráðherra. Málflutningur hans í Brexit málinu er sömuleiðis jarðtengdari en klisjukennt tal Johnson. Ljóst er að Johnson nýtur hylli hins almenna flokksmanns og mun því að öllum líkindum standa uppi sem sigurvegari. Staðan í Brexit málinu er hins vegar slík að nánast ómögulegt mun verða fyrir hann að þóknast fylgismönnum sínum. Gallinn við Johnson er nefnilega sá að þegar allt kemur til alls reynir hann, eins og aðrir popúlistar að elta almenningsálitið í stað þess að móta það. Í þessu krystallast að mörgu leyti vandamál stjórnmála síðustu ára, þar sem stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga að slá ódýrar pólitískar keilur virðast helst líklegar til árangurs. Þetta þekkjum við hér á landi og okkar eigin íhaldsflokkur virðist við það að liðast í sundur af sömu ástæðu. En í því hljóta að felast tækifæri. Alvöru leiðtogar lýsa stefnumálum og reyna að fá kjósendur til fylgilags, en elta ekki tiktúrur háværrar grasrótar sem ekkert merkilegra virðist hafa við tímann að gera en lemja lyklaborðið móð og másandi. Stefnumál hægri flokka eru ekki úrelt. Skynsamlegar markaðsáherslur, alþjóðahyggja og agi í fjármálum. Þau vantar sannfærandi málsvara sem þora að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Í þessu krystallast að mörgu leyti vandamál stjórnmála síðustu ára, þar sem stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga að slá ódýrar pólitískar keilur virðast helst líklegar til árangurs.Þessi pistill birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Fátt getur komið í veg fyrir að Boris Johnson verði kjörinn leiðtogi breska Íhaldsflokksins og setjist á stól forsætisráðherra um miðjan næsta mánuð. Johnson hefur haft yfirburðastöðu í valferli flokksins, en eftir að hafa sigtað frambjóðendur út einn af öðrum hafa þingmenn nú komið sér saman um þá tvo sem almennir flokksmenn velja á milli: Boris Johnson, og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra. Frambjóðendurnir tveir halda nú í fundaferð um landið, en um 160 þúsund flokksmenn hafa kosningarétt í kjörinu. Þið lásuð rétt, 160 þúsund manns velja nú forsætisráðherra fyrir 60 milljóna þjóð. Talandi um að valdefla grasrótina. Ljóst er að Hunt mun eiga á brattann að sækja því Johnson nýtur vinsælda meðal flokksmanna. Hunt mun hamra á meintum óáreiðanleika og tækifærismennsku keppinautarins. Ekki skortir dæmin til að nefna. Sem borgarstjóri í London var Johnson þekktur fyrir uppátæki sín og kæruleysislegt fas frekar en stjórnvisku. Í borgarstjóratíð sinni sagðist hann frekar myndu hlekkja sig við flugbraut en að heimila byggingu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow flugvelli. Þegar síðar kom að því að kjósa um málið er hann var orðinn þingmaður, skrópaði hann í atkvæðagreiðslunni. Í Brexit málinu er Johnson legið á hálsi fyrir að láta eigin frama ráða ferð en ekki almannahag. Hunt þykir hins vegar traustur. Hann hefur reynslu af viðskiptum og byggði upp eigið fyrirtæki frá grunni. Hann þótti ágætur heilbrigðisráðherra, og hefur farnast mun betur en Johnson eftir að hann tók við af honum sem utanríkisráðherra. Málflutningur hans í Brexit málinu er sömuleiðis jarðtengdari en klisjukennt tal Johnson. Ljóst er að Johnson nýtur hylli hins almenna flokksmanns og mun því að öllum líkindum standa uppi sem sigurvegari. Staðan í Brexit málinu er hins vegar slík að nánast ómögulegt mun verða fyrir hann að þóknast fylgismönnum sínum. Gallinn við Johnson er nefnilega sá að þegar allt kemur til alls reynir hann, eins og aðrir popúlistar að elta almenningsálitið í stað þess að móta það. Í þessu krystallast að mörgu leyti vandamál stjórnmála síðustu ára, þar sem stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga að slá ódýrar pólitískar keilur virðast helst líklegar til árangurs. Þetta þekkjum við hér á landi og okkar eigin íhaldsflokkur virðist við það að liðast í sundur af sömu ástæðu. En í því hljóta að felast tækifæri. Alvöru leiðtogar lýsa stefnumálum og reyna að fá kjósendur til fylgilags, en elta ekki tiktúrur háværrar grasrótar sem ekkert merkilegra virðist hafa við tímann að gera en lemja lyklaborðið móð og másandi. Stefnumál hægri flokka eru ekki úrelt. Skynsamlegar markaðsáherslur, alþjóðahyggja og agi í fjármálum. Þau vantar sannfærandi málsvara sem þora að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Í þessu krystallast að mörgu leyti vandamál stjórnmála síðustu ára, þar sem stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga að slá ódýrar pólitískar keilur virðast helst líklegar til árangurs.Þessi pistill birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar