Sturla Atlas og Auður sameina krafta sína í nýjum poppsmelli Sylvía Hall skrifar 21. júní 2019 16:13 Þessir piltar gleðja landann með nýrri tónlist í dag. Vignir Daði Valtýsson Lagið Just A While kom út á miðnætti og eru það tveir landsþekktir tónlistarmenn sem standa að baki laginu. Um er að ræða Auður og Sturla Atlas, en lagið varð upphaflega til fyrir tveimur árum og hafa margir listamenn sett mark sitt á lagið frá þeim tíma. „Lagið varð til fyrir meira en tveimur árum, ég og Auddi [Auður] og Arnar Ingi [Young Nazareth] tókum sessionið og gerðum grunninn. Lagið var eiginlega alveg tilbúið, það var alveg samið og sat bara ótrúlega lengi,“ segir Sturla Atlas í samtali við Vísi. Hann segir þá kollega ekki alveg hafa vitað hvað þeir ættu að gera við lagið og því hafi það legið í dvala í dágóðan tíma. View this post on InstagramA post shared by Sturla Atlas (@sturlaatlas) on Jun 20, 2019 at 9:22am PDT „Það var ekki fyrr en síðasta desember sem ég og Logi [Pedro] förum eitthvað að skoða þetta lag. Logi endurpródúseraði það smá og við bættum við einum kafla.“ Eftir að lagið öðlaðist nýtt líf var það svo aftur sent til Arnars Inga sem fékk tónlistarmennina Magnús Jóhann Ragnarsson og Guðrúnu Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, til liðs við sig. Magnús Jóhann spilaði hljóma inn á lagið og GDRN sá um bakraddir. Að lokum spilaði Logi Pedro á gítar og bætti upp á „groove-ið“ í laginu. „Þetta er allan tímann búið að vera svona straight forward lag, þetta er bara poppsmellur og er ekkert að reyna að vera neitt annað en það,“ segir Sturla Atlas að lokum. Tónlist Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Lagið Just A While kom út á miðnætti og eru það tveir landsþekktir tónlistarmenn sem standa að baki laginu. Um er að ræða Auður og Sturla Atlas, en lagið varð upphaflega til fyrir tveimur árum og hafa margir listamenn sett mark sitt á lagið frá þeim tíma. „Lagið varð til fyrir meira en tveimur árum, ég og Auddi [Auður] og Arnar Ingi [Young Nazareth] tókum sessionið og gerðum grunninn. Lagið var eiginlega alveg tilbúið, það var alveg samið og sat bara ótrúlega lengi,“ segir Sturla Atlas í samtali við Vísi. Hann segir þá kollega ekki alveg hafa vitað hvað þeir ættu að gera við lagið og því hafi það legið í dvala í dágóðan tíma. View this post on InstagramA post shared by Sturla Atlas (@sturlaatlas) on Jun 20, 2019 at 9:22am PDT „Það var ekki fyrr en síðasta desember sem ég og Logi [Pedro] förum eitthvað að skoða þetta lag. Logi endurpródúseraði það smá og við bættum við einum kafla.“ Eftir að lagið öðlaðist nýtt líf var það svo aftur sent til Arnars Inga sem fékk tónlistarmennina Magnús Jóhann Ragnarsson og Guðrúnu Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, til liðs við sig. Magnús Jóhann spilaði hljóma inn á lagið og GDRN sá um bakraddir. Að lokum spilaði Logi Pedro á gítar og bætti upp á „groove-ið“ í laginu. „Þetta er allan tímann búið að vera svona straight forward lag, þetta er bara poppsmellur og er ekkert að reyna að vera neitt annað en það,“ segir Sturla Atlas að lokum.
Tónlist Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp