„Við þurfum bara að laga okkur að nútímanum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2019 15:20 Páll Winkel segir að vinna þurfi í að bregðast við nýjum lögum um kynrænt sjálfræði innan íslenskra fangelsa. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég efast að við þurfum að breyta miklu. Við erum núna með möguleikann á deildarskiptingu innan nýja fangelsisins á Hólmsheiði þannig að nei, ég held að þetta verði alls ekki vandamál hjá okkur,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í tengslum við nýsamþykkt lög um kynrænt sjálfræði. Rætt var við Pál í Reykjavík síðdegis í gær. Frumvarp um kynrænt sjálfræði var samþykkt á Alþingi fyrr í vikunni sem tryggir sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Fólk getur því farið og breytt kyni sínu í Þjóðskrá og á öllum sínum persónuskilríkjum án þess að fá opinbert samþykki. Einstaklingurinn þarf ekki að gangast undir neina læknismeðferð til að breyta skráningunni. Hægt verður að skrá kyn sitt annað hvort sem karlkyns, kvenkyns eða hlutlausa skráningu, sem táknuð verður með bókstafnum X. Upp hafa komið spurningar um hvernig fangelsi landsins muni bregðast við þessum breytingum og sendi fangelsismálastofnun inn umsögn um frumvarpið á samráðsgáttina en Páll telur það verkefni ekki vera vandamál. „Þetta er bara nýr veruleiki fyrir okkur, við vildum bara vekja athygli á því að gamla löggjöfin gerir beinlínis ráð fyrir tveimur kynjum og það kemur meðal annars fram í þvi´að okkur ber að aðskilja kynin, karlkyn og kvenkyn, að næturlagi í fangelsum.“ Aðspurður um það hvort hætta verði á að fangar misnoti þetta frelsi til að breyta kynskráningu sinni og sleppa þannig t.d. við að sitja inni á Litla hrauni sagði Páll að hann teldi það ekki verða misnotað. „Það sem gerðist í kjölfar þessarar umsagnar okkar var að Trans Ísland og Samtökin ´78 höfðu samband við okkur og ég fundaði með því ágæta fólki og við urðum sammála um að það væri ólíklegt að það myndi reyna mikið á þetta hjá okkur.“ „Þetta er verkefni sem við þurfum að leysa og ég ber fulla virðingu fyrir því góða fólki sem er að berjast fyrir hagsmunum sinna félagsmanna. Við þurfum bara að laga okkur að nútímanum.“ Alþingi Fangelsismál Hinsegin Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Frumvarp um kynrænt sjálfræði samþykkt á þingi Þriðja kynið nú löglegt. 18. júní 2019 16:20 Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
„Ég efast að við þurfum að breyta miklu. Við erum núna með möguleikann á deildarskiptingu innan nýja fangelsisins á Hólmsheiði þannig að nei, ég held að þetta verði alls ekki vandamál hjá okkur,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í tengslum við nýsamþykkt lög um kynrænt sjálfræði. Rætt var við Pál í Reykjavík síðdegis í gær. Frumvarp um kynrænt sjálfræði var samþykkt á Alþingi fyrr í vikunni sem tryggir sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Fólk getur því farið og breytt kyni sínu í Þjóðskrá og á öllum sínum persónuskilríkjum án þess að fá opinbert samþykki. Einstaklingurinn þarf ekki að gangast undir neina læknismeðferð til að breyta skráningunni. Hægt verður að skrá kyn sitt annað hvort sem karlkyns, kvenkyns eða hlutlausa skráningu, sem táknuð verður með bókstafnum X. Upp hafa komið spurningar um hvernig fangelsi landsins muni bregðast við þessum breytingum og sendi fangelsismálastofnun inn umsögn um frumvarpið á samráðsgáttina en Páll telur það verkefni ekki vera vandamál. „Þetta er bara nýr veruleiki fyrir okkur, við vildum bara vekja athygli á því að gamla löggjöfin gerir beinlínis ráð fyrir tveimur kynjum og það kemur meðal annars fram í þvi´að okkur ber að aðskilja kynin, karlkyn og kvenkyn, að næturlagi í fangelsum.“ Aðspurður um það hvort hætta verði á að fangar misnoti þetta frelsi til að breyta kynskráningu sinni og sleppa þannig t.d. við að sitja inni á Litla hrauni sagði Páll að hann teldi það ekki verða misnotað. „Það sem gerðist í kjölfar þessarar umsagnar okkar var að Trans Ísland og Samtökin ´78 höfðu samband við okkur og ég fundaði með því ágæta fólki og við urðum sammála um að það væri ólíklegt að það myndi reyna mikið á þetta hjá okkur.“ „Þetta er verkefni sem við þurfum að leysa og ég ber fulla virðingu fyrir því góða fólki sem er að berjast fyrir hagsmunum sinna félagsmanna. Við þurfum bara að laga okkur að nútímanum.“
Alþingi Fangelsismál Hinsegin Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Frumvarp um kynrænt sjálfræði samþykkt á þingi Þriðja kynið nú löglegt. 18. júní 2019 16:20 Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14