Bolli í 17 segir sig úr Sjálfstæðisflokknum Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2019 10:47 Bolli Kristinsson segir flokkinn vera að liðast í sundur og forystan sé í tómu tjóni. Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum var kenndur við verslunina 17, hefur sagt sig úr Sjálfstæðismönnum. Hann sendi forystunni úrsagnarbréf og notaði tækifærið og hellti sér yfir hana. Orkupakkamálið ætlar að reynast Sjálfstæðisflokknum afar erfitt. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið í fréttaskýringum og þá einkum harða gagnrýni Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins en hann hefur verið óvæginn í garð forystunnar. Svo mjög að nú er svo komið að Morgunblaðið telst ekki lengur málgagn flokksins, sem sætir í sjálfu sér stórtíðindum.Telur Sjálfstæðiflokkinn gjalda afhroð yrði kosið Vísir hefur reynt að nálgast upplýsingar um hvort um fjöldauppsagnir úr flokknum sé að ræða en án árangurs, Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri flokksins einn getur svara til um það samkvæmt upplýsingum frá Valhöll en hann er í fríi og svarar ekki síma. Bolli var ómyrkur í máli í útvarpsþættinum Bítið, sem hefur fjallað um málið. Hann bendir á að fyrir um tíu til fimmtán árum hafi flokkurinn verið að mælast í 36 prósentum en sé nú að mælast í 21 prósenti. Bolli segist sannfærður um að ef gengið yrði til kosninga nú myndi flokkurinn gjalda afhroð og fá um 15 prósenta fylgi.Bolli segir flokkinn á algjörum villigötum, kominn óralangt frá stefnu sinni og á því hljóti forystan að bera ábyrgð. En hún hlusti ekki.Bolli lætur ekki bjóða sér þetta „Á síðasta Landsfundi var samþykkt að samþykkja ekki orkupakkann. Nú hafa þeir fundið einhverjar töfralausnir til að sniðganga þessa samþykkt Landsfundarins og telja sig ekki vera að svíkja hana. En, ég segi, Sjálfstæðisflokkurinn verður að boða til nýs Landsfundar, bera þetta undir landsfundagesti og fá hana samþykkta þar. Því þetta gengur ekki.“ Bolli hefur alla tíð verið í Sjálfstæðisflokknum, gegnt þar trúnaðarstörfum og verið í fjáröflunarnefnd flokksins. „Ég vil ekkert frekar en að ganga í flokkinn minn aftur. En, ég geri það ekki undir þessum forsendum. Ég er að senda skýr skilaboð: Ég læt ekki bjóða mér þetta. Þeir eru farnir langt í burtu frá öllum helstu stefnumálum flokksins.“ Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum var kenndur við verslunina 17, hefur sagt sig úr Sjálfstæðismönnum. Hann sendi forystunni úrsagnarbréf og notaði tækifærið og hellti sér yfir hana. Orkupakkamálið ætlar að reynast Sjálfstæðisflokknum afar erfitt. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið í fréttaskýringum og þá einkum harða gagnrýni Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins en hann hefur verið óvæginn í garð forystunnar. Svo mjög að nú er svo komið að Morgunblaðið telst ekki lengur málgagn flokksins, sem sætir í sjálfu sér stórtíðindum.Telur Sjálfstæðiflokkinn gjalda afhroð yrði kosið Vísir hefur reynt að nálgast upplýsingar um hvort um fjöldauppsagnir úr flokknum sé að ræða en án árangurs, Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri flokksins einn getur svara til um það samkvæmt upplýsingum frá Valhöll en hann er í fríi og svarar ekki síma. Bolli var ómyrkur í máli í útvarpsþættinum Bítið, sem hefur fjallað um málið. Hann bendir á að fyrir um tíu til fimmtán árum hafi flokkurinn verið að mælast í 36 prósentum en sé nú að mælast í 21 prósenti. Bolli segist sannfærður um að ef gengið yrði til kosninga nú myndi flokkurinn gjalda afhroð og fá um 15 prósenta fylgi.Bolli segir flokkinn á algjörum villigötum, kominn óralangt frá stefnu sinni og á því hljóti forystan að bera ábyrgð. En hún hlusti ekki.Bolli lætur ekki bjóða sér þetta „Á síðasta Landsfundi var samþykkt að samþykkja ekki orkupakkann. Nú hafa þeir fundið einhverjar töfralausnir til að sniðganga þessa samþykkt Landsfundarins og telja sig ekki vera að svíkja hana. En, ég segi, Sjálfstæðisflokkurinn verður að boða til nýs Landsfundar, bera þetta undir landsfundagesti og fá hana samþykkta þar. Því þetta gengur ekki.“ Bolli hefur alla tíð verið í Sjálfstæðisflokknum, gegnt þar trúnaðarstörfum og verið í fjáröflunarnefnd flokksins. „Ég vil ekkert frekar en að ganga í flokkinn minn aftur. En, ég geri það ekki undir þessum forsendum. Ég er að senda skýr skilaboð: Ég læt ekki bjóða mér þetta. Þeir eru farnir langt í burtu frá öllum helstu stefnumálum flokksins.“
Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58
Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32