Verstappen fékk staðfestan sigurinn eftir þriggja tíma bið Anton Ingi Leifsson skrifar 30. júní 2019 18:04 Verstappen fagnar sigrinum. vísir/getty Max Verstappen kom, sá og sigraði í austurríska kappakstrinum sem fór fram í dag en mikil dramatík var í kringum kappaksturinn. Verstappen kom fyrstur í mark en umdeilt atvik átti sér stað er Verstappen tók fram úr forystusauðnum, Charles Leclerc, á 69. hringnum. Charles, sem ekur fyrir Ferrari, var ekki sáttur með framúraksturinn og var atvikið kært. Verstappen kom einungis þremur sekúndum á undan Charles í mark svo víti hefði kostað hann sigurinn.SPY: It's like the longest VAR decision ever... #RBspy#AustrianGPpic.twitter.com/zq4AkM3wEd — Aston Martin Red Bull Racing (@redbullracing) June 30, 2019 Eftir mikið japl, jaml og fuður var ljóst að alþjóðlega formúlusambandið ákvað að refsa ekki Verstappen sem stóð að endingu uppi sem sigurvegari.The wait is over... @Max33Verstappen *officially* wins the #AustrianGP! #F1pic.twitter.com/lfjZ3DKc99 — Aston Martin Red Bull Racing (@redbullracing) June 30, 2019 Valtteri Bottast frá Mercedes endaði í þriðja sætinu og Sebastian Vettel frá Ferrari í því fjórða. Heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, endaði í fimmta sætinu. Eftir sigurinn er Verstappen kominn með 126 í heimsmeistarakeppni ökuþóra en Valtteri Bottas er í öðru sætinu með 166. Heimsmeistarinn, Hamilton, er á toppnum með 197 stig. Mercedes er í sérflokki í flokki bílasmiða. Þeir eru með 363 stig, Ferrari er í öðru með 228 stig og í þriðja sætinu er Red Bull með 169 stig. Austurríki Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Max Verstappen kom, sá og sigraði í austurríska kappakstrinum sem fór fram í dag en mikil dramatík var í kringum kappaksturinn. Verstappen kom fyrstur í mark en umdeilt atvik átti sér stað er Verstappen tók fram úr forystusauðnum, Charles Leclerc, á 69. hringnum. Charles, sem ekur fyrir Ferrari, var ekki sáttur með framúraksturinn og var atvikið kært. Verstappen kom einungis þremur sekúndum á undan Charles í mark svo víti hefði kostað hann sigurinn.SPY: It's like the longest VAR decision ever... #RBspy#AustrianGPpic.twitter.com/zq4AkM3wEd — Aston Martin Red Bull Racing (@redbullracing) June 30, 2019 Eftir mikið japl, jaml og fuður var ljóst að alþjóðlega formúlusambandið ákvað að refsa ekki Verstappen sem stóð að endingu uppi sem sigurvegari.The wait is over... @Max33Verstappen *officially* wins the #AustrianGP! #F1pic.twitter.com/lfjZ3DKc99 — Aston Martin Red Bull Racing (@redbullracing) June 30, 2019 Valtteri Bottast frá Mercedes endaði í þriðja sætinu og Sebastian Vettel frá Ferrari í því fjórða. Heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, endaði í fimmta sætinu. Eftir sigurinn er Verstappen kominn með 126 í heimsmeistarakeppni ökuþóra en Valtteri Bottas er í öðru sætinu með 166. Heimsmeistarinn, Hamilton, er á toppnum með 197 stig. Mercedes er í sérflokki í flokki bílasmiða. Þeir eru með 363 stig, Ferrari er í öðru með 228 stig og í þriðja sætinu er Red Bull með 169 stig.
Austurríki Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira