Spila Williams og Murray saman á Wimbledon? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2019 12:00 Andy Murray og Serena Williams unnu bæði Wimbledon risatitla í einliðaleik árið 2016. Taka þau saman höndum í tvenndarleik þremur árum síðar? vísir/getty Serena Williams og Andy Murray gætu spilað saman í tvenndarleik á Wimbledon risamótinu í tennis í næstu viku. Murray er að koma til baka eftir aðgerð á mjöðm og ætlar hann bara að taka þátt í tvenndar- og tvíliðaleik á Wimbledonmótinu, ekki spila einliðaleik. Murray er búinn að skrá sig til leiks í tvíliðaleik en hann vill líka taka þátt í tvenndarleik og vantar þar félaga. Wimbledonmótið hefst á morgun en skráningarfrestur í tvenndarleik er á miðvikudaginn. Williams, sem hefur unnið 23 risamót á ferlinum, er einnig að jafna sig á meiðslum. Hún er þó á meðal keppenda í einliðaleik. Hún var spurð út í möguleikann á að spila með Murray um helgina og svaraði: „Ég er á lausu.“ Hún er þó ekki búin að ákveða á að taka þátt í tvenndarleiknum, þar sem hún vill ekki fá bakslag í hnéð. Murray setti einnig fyrirvara á möguleikann á þessu ofurpari þar sem Serena er meðal keppenda í einliðaleik. „Ef maður tekur þátt í tvenndarleik, sem er planið hjá mér, þá viltu vera að spila með einhverjum sem verður til staðar allt mótið og er að keppa til þess að vinna,“ sagði Murray. „Ég veit, og skil það vel, að hjá þeim sem eru líka í einliðaleik er þetta ekki alltaf þannig.“ „Augljóslega er hægt að færa rök fyrir því að Serena sé besti leikmaður sögunnar. Hún væri nokkuð öruggur félagi,“ sagði Murray og glotti. Andy Murray spilar með Frakkanum Pierre-Hugues Herbert í tvíliðaleiknum og mæta þeir Marius Copil og Ugo Humbert í fyrstu umferð. Andy gæti mætt bróður sínum Jamie, og félaga hans Neal Skupski, í þriðju umferðinni komist bæði lið þangað. Serena Williams mætir hinni ítölsku Giulia Gatto-Monticone í fyrstu umferð einliðaleiksins. Tennis Tengdar fréttir Murray snýr aftur eftir aðgerð sem breytti lífi hans Tenniskappinn Andy Murray segir að mjaðmaaðgerðin sem hann gekkst undir hafa breytt lífi sínu. 17. júní 2019 06:00 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Serena Williams og Andy Murray gætu spilað saman í tvenndarleik á Wimbledon risamótinu í tennis í næstu viku. Murray er að koma til baka eftir aðgerð á mjöðm og ætlar hann bara að taka þátt í tvenndar- og tvíliðaleik á Wimbledonmótinu, ekki spila einliðaleik. Murray er búinn að skrá sig til leiks í tvíliðaleik en hann vill líka taka þátt í tvenndarleik og vantar þar félaga. Wimbledonmótið hefst á morgun en skráningarfrestur í tvenndarleik er á miðvikudaginn. Williams, sem hefur unnið 23 risamót á ferlinum, er einnig að jafna sig á meiðslum. Hún er þó á meðal keppenda í einliðaleik. Hún var spurð út í möguleikann á að spila með Murray um helgina og svaraði: „Ég er á lausu.“ Hún er þó ekki búin að ákveða á að taka þátt í tvenndarleiknum, þar sem hún vill ekki fá bakslag í hnéð. Murray setti einnig fyrirvara á möguleikann á þessu ofurpari þar sem Serena er meðal keppenda í einliðaleik. „Ef maður tekur þátt í tvenndarleik, sem er planið hjá mér, þá viltu vera að spila með einhverjum sem verður til staðar allt mótið og er að keppa til þess að vinna,“ sagði Murray. „Ég veit, og skil það vel, að hjá þeim sem eru líka í einliðaleik er þetta ekki alltaf þannig.“ „Augljóslega er hægt að færa rök fyrir því að Serena sé besti leikmaður sögunnar. Hún væri nokkuð öruggur félagi,“ sagði Murray og glotti. Andy Murray spilar með Frakkanum Pierre-Hugues Herbert í tvíliðaleiknum og mæta þeir Marius Copil og Ugo Humbert í fyrstu umferð. Andy gæti mætt bróður sínum Jamie, og félaga hans Neal Skupski, í þriðju umferðinni komist bæði lið þangað. Serena Williams mætir hinni ítölsku Giulia Gatto-Monticone í fyrstu umferð einliðaleiksins.
Tennis Tengdar fréttir Murray snýr aftur eftir aðgerð sem breytti lífi hans Tenniskappinn Andy Murray segir að mjaðmaaðgerðin sem hann gekkst undir hafa breytt lífi sínu. 17. júní 2019 06:00 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Murray snýr aftur eftir aðgerð sem breytti lífi hans Tenniskappinn Andy Murray segir að mjaðmaaðgerðin sem hann gekkst undir hafa breytt lífi sínu. 17. júní 2019 06:00