Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2019 23:10 Val íhaldsmanna stendur á milli þeirra Johnson (t.v.) og Hunt (t.h.). Vísir/EPA Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, þjarmaði að Boris Johnson, forvera sínum í embætti þegar þeir tókust á í fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra í leiðtogavali Íhaldsflokksins. Johnson vék sér undan að svara því hvort hann segði af sér sem forsætisráðherra næði hann ekki að tryggja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir tilskilinn tíma. Val íhaldsmanna stendur á milli þeirra Johnson og Hunt og er sá fyrrnefndi talinn mun sigurstranglegri. Johnson var einn helsti hvatamaður útgöngunnar úr Evrópusambandinu en Hunt barðist fyrir því að Bretar yrðu um kyrrt í því. Í kappræðunum sakaði Hunt mótframbjóðanda sinn um að þora ekki að gefa höggstað á sér með því að lýsa því afdráttarlaust yfir að hann segði af sér tækist honum ekki að ná Brexit í gegn 31. október eins og nú er stefnt að. Johnson skaut á Hunt á móti og sagðist dást að getu hans til að skipta um skoðun. Vísaði hann þar til þess að Hunt styddi nú útgönguna eftir að hafa verið henni andsnúinn áður, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sakaði hann Hunt um að vera úrtölumann sem stefndi ekki heilshugar að útgöngu. Þá vildi Johnson ekki fordæma ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum og Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra. Trump kallaði sendiherrann „mjög heimskan gaur“ og tilraunir May til að ná samningi um útgönguna úr ESB „hörmung“ eftir að sendiráðsskjölum var lekið þar sem sendiherrann lýsti Trump sem „vanhæfum“. Hunt svaraði Trump í dag og sagði ummæli hans „dónaleg“. Sem forsætisráðherra myndi hann halda sendiherranum. Johnson svaraði ekki beint spurningum um stöðu sendiherrans í kappræðunum, sagði aðeins að samband Bandaríkjanna og Bretlands væri einstakt og að hann sem forsætisráðherra réði því einn hverjir væru fulltrúar Bretlands gagnvart Bandaríkjunum. Ummæli Trump á Twitter hefðu þó „ekki endilega verið það rétta í stöðunni“. Upplýst verður um úrslit atkvæðagreiðslu um næsta leiðtoga Íhaldsflokksins 23. júlí. Nýi leiðtoginn tekur jafnframt við embætti forsætisráðherra af May. Bretland Brexit Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, þjarmaði að Boris Johnson, forvera sínum í embætti þegar þeir tókust á í fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra í leiðtogavali Íhaldsflokksins. Johnson vék sér undan að svara því hvort hann segði af sér sem forsætisráðherra næði hann ekki að tryggja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir tilskilinn tíma. Val íhaldsmanna stendur á milli þeirra Johnson og Hunt og er sá fyrrnefndi talinn mun sigurstranglegri. Johnson var einn helsti hvatamaður útgöngunnar úr Evrópusambandinu en Hunt barðist fyrir því að Bretar yrðu um kyrrt í því. Í kappræðunum sakaði Hunt mótframbjóðanda sinn um að þora ekki að gefa höggstað á sér með því að lýsa því afdráttarlaust yfir að hann segði af sér tækist honum ekki að ná Brexit í gegn 31. október eins og nú er stefnt að. Johnson skaut á Hunt á móti og sagðist dást að getu hans til að skipta um skoðun. Vísaði hann þar til þess að Hunt styddi nú útgönguna eftir að hafa verið henni andsnúinn áður, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sakaði hann Hunt um að vera úrtölumann sem stefndi ekki heilshugar að útgöngu. Þá vildi Johnson ekki fordæma ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum og Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra. Trump kallaði sendiherrann „mjög heimskan gaur“ og tilraunir May til að ná samningi um útgönguna úr ESB „hörmung“ eftir að sendiráðsskjölum var lekið þar sem sendiherrann lýsti Trump sem „vanhæfum“. Hunt svaraði Trump í dag og sagði ummæli hans „dónaleg“. Sem forsætisráðherra myndi hann halda sendiherranum. Johnson svaraði ekki beint spurningum um stöðu sendiherrans í kappræðunum, sagði aðeins að samband Bandaríkjanna og Bretlands væri einstakt og að hann sem forsætisráðherra réði því einn hverjir væru fulltrúar Bretlands gagnvart Bandaríkjunum. Ummæli Trump á Twitter hefðu þó „ekki endilega verið það rétta í stöðunni“. Upplýst verður um úrslit atkvæðagreiðslu um næsta leiðtoga Íhaldsflokksins 23. júlí. Nýi leiðtoginn tekur jafnframt við embætti forsætisráðherra af May.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35
Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10