Ríkið þarf að greiða eldri borgurum milljarðana fimm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 12:29 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fagnar vafalítið ákvörðun Hæstaréttar. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað beiðni íslenska ríkisins að mál ellilífeyrisþega gegn Tryggingastofnun ríkisins verði tekið fyrir á æðsta dómstigi. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í maí, ólíkt héraðsdómi, að brotið hefði verið á eldri borgurum með því að skerða greiðslur með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Málið var höfðað í nafni Sigríðar Sæland Jónsdóttur, móður Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, en deilt var um tæplega 42 þúsund krónur sem dregnar voru af lífeyri hennar í janúar og febrúar 2017 vegna greiðslu sem hún naut úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði. Flokkurinn stóð að málsókninni en málið fékk gjafsókn fyrir dómstólum. Krafa Sigríðar byggði á því að í október 2016 hefði Alþingi samþykkt lög um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þau mistök voru gerð við setningu laganna að vísað var í rangan staflið í einu ákvæði laganna. Þau mistök urðu til þess að lögin fólu í sér að skerðing á almannatryggingagreiðslum vegna lífeyrisgreiðslna var ekki lengur heimil. Engu að síður voru greiðslurnar skertar næstu tvo mánuði. Lögin voru í framhaldinu leiðrétt og látin gilda afturvirkt umrædda tvo mánuði. Héraðsdómur sýknaði Tryggingastofnun í málinu sem var áfrýjað á næsta dómstig. Landsréttur var á önverðu máli við héraðsdóm og dæmdi ríkinu í óhag. Lögmenn ríkisins ákváðu að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Með tilkomu Landsréttar fækkaði verulega málum sem fara fyrir Hæstarétt. Þarf raunar að sækja sérstaklega um að fá að flytja mál fyrir Hæstarétti og má almennt segja að einungis mál sem séu á einhvern hátt sérstök eða fordæmisgefandi fái náð fyrir Hæstarétti. Segir í niðurstöðu Hæstaréttar að ekki verði séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til eða formi. Auk þess hafi úrslit í málinu ekki verulegt almennt gildi. Var því áfrýjunarbeiðni íslenska ríkisins hafnað. Talið er að íslenska ríkið þurfi að greiða eldri borgurum samanlagt um fimm milljarða króna. Dómsmál Lífeyrissjóðir Tryggingar Tengdar fréttir „Áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum“ Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. 31. maí 2019 20:15 Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni íslenska ríkisins að mál ellilífeyrisþega gegn Tryggingastofnun ríkisins verði tekið fyrir á æðsta dómstigi. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í maí, ólíkt héraðsdómi, að brotið hefði verið á eldri borgurum með því að skerða greiðslur með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Málið var höfðað í nafni Sigríðar Sæland Jónsdóttur, móður Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, en deilt var um tæplega 42 þúsund krónur sem dregnar voru af lífeyri hennar í janúar og febrúar 2017 vegna greiðslu sem hún naut úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði. Flokkurinn stóð að málsókninni en málið fékk gjafsókn fyrir dómstólum. Krafa Sigríðar byggði á því að í október 2016 hefði Alþingi samþykkt lög um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þau mistök voru gerð við setningu laganna að vísað var í rangan staflið í einu ákvæði laganna. Þau mistök urðu til þess að lögin fólu í sér að skerðing á almannatryggingagreiðslum vegna lífeyrisgreiðslna var ekki lengur heimil. Engu að síður voru greiðslurnar skertar næstu tvo mánuði. Lögin voru í framhaldinu leiðrétt og látin gilda afturvirkt umrædda tvo mánuði. Héraðsdómur sýknaði Tryggingastofnun í málinu sem var áfrýjað á næsta dómstig. Landsréttur var á önverðu máli við héraðsdóm og dæmdi ríkinu í óhag. Lögmenn ríkisins ákváðu að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Með tilkomu Landsréttar fækkaði verulega málum sem fara fyrir Hæstarétt. Þarf raunar að sækja sérstaklega um að fá að flytja mál fyrir Hæstarétti og má almennt segja að einungis mál sem séu á einhvern hátt sérstök eða fordæmisgefandi fái náð fyrir Hæstarétti. Segir í niðurstöðu Hæstaréttar að ekki verði séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til eða formi. Auk þess hafi úrslit í málinu ekki verulegt almennt gildi. Var því áfrýjunarbeiðni íslenska ríkisins hafnað. Talið er að íslenska ríkið þurfi að greiða eldri borgurum samanlagt um fimm milljarða króna.
Dómsmál Lífeyrissjóðir Tryggingar Tengdar fréttir „Áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum“ Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. 31. maí 2019 20:15 Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
„Áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum“ Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. 31. maí 2019 20:15
Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59