Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 12:55 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. Hann bindur vonir við að tillaga Íslands um úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum verði samþykkt en ráðið greiðir atkvæði um tillöguna á fimmtudag. Yfirvöld á Filippseyjum hafa sætt mikilli gagnrýni vegna stöðu mannréttindamála í landinu. Í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International kemur fram að ólöglegar aftökur og misbeiting valds séu orðin hættuleg og viðtekin venja á Filippseyjum. Þá hafa yfir sex þúsund verið drepnir í stjórnartíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum að því er fréttastofa Reuters greindi frá nýverið. Tillaga fulltrúa Íslands um stöðu mannréttinda á Filippseyjum liggur fyrir hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og kveðst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vongóður um að tillagan verði samþykkt. „Hér er um það að ræða að við leggjum fram ályktun þar sem við hvetjum ríkisstjórn Filippseyja til að standa vel að mannréttindamálum því þeir hafa verið ásakaðir um mjög alvarlega hluti og sömuleiðis að þeir veiti heimild fyrir Sameinuðu þjóðirnar til að taka út stöðuna og koma með skýrslu um ástandið,” segir Guðlaugur Þór. Sendiherra Filippseyja hefur lýst vanþóknun sinni á ályktun Íslendinga og hefur sakað Íslendinga um hræsni. „Ég vísa því einfaldlega til föðurhúsanna og mér finnst skrítið að þeir geti ekki tekið undir þessa hluti og ég held að allir séu sammála um það að ganga fram eins og við leggjum til er eitthvað sem að telst alveg sjálfsagt og eðlilegt.“ En hefur þú einhverja hugmynd um til hvers hann var að vísa þar? „Nei, ég hef nákvæmlega enga hugmynd um það. Ég hef einu sinni hitt utanríkisráðherra Filippseyja þar sem við áttum prýðis samtal. Hann vildi að ég kæmi til landsins til að taka út stöðu mannréttindamála en ég tel eðlilegra að það séu alþjóðastofnanir, virtar alþjóðastofnanir sem geri það og ég er ennþá þeirrar skoðunar,“ segir Guðlaugur Þór. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. Hann bindur vonir við að tillaga Íslands um úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum verði samþykkt en ráðið greiðir atkvæði um tillöguna á fimmtudag. Yfirvöld á Filippseyjum hafa sætt mikilli gagnrýni vegna stöðu mannréttindamála í landinu. Í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International kemur fram að ólöglegar aftökur og misbeiting valds séu orðin hættuleg og viðtekin venja á Filippseyjum. Þá hafa yfir sex þúsund verið drepnir í stjórnartíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum að því er fréttastofa Reuters greindi frá nýverið. Tillaga fulltrúa Íslands um stöðu mannréttinda á Filippseyjum liggur fyrir hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og kveðst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vongóður um að tillagan verði samþykkt. „Hér er um það að ræða að við leggjum fram ályktun þar sem við hvetjum ríkisstjórn Filippseyja til að standa vel að mannréttindamálum því þeir hafa verið ásakaðir um mjög alvarlega hluti og sömuleiðis að þeir veiti heimild fyrir Sameinuðu þjóðirnar til að taka út stöðuna og koma með skýrslu um ástandið,” segir Guðlaugur Þór. Sendiherra Filippseyja hefur lýst vanþóknun sinni á ályktun Íslendinga og hefur sakað Íslendinga um hræsni. „Ég vísa því einfaldlega til föðurhúsanna og mér finnst skrítið að þeir geti ekki tekið undir þessa hluti og ég held að allir séu sammála um það að ganga fram eins og við leggjum til er eitthvað sem að telst alveg sjálfsagt og eðlilegt.“ En hefur þú einhverja hugmynd um til hvers hann var að vísa þar? „Nei, ég hef nákvæmlega enga hugmynd um það. Ég hef einu sinni hitt utanríkisráðherra Filippseyja þar sem við áttum prýðis samtal. Hann vildi að ég kæmi til landsins til að taka út stöðu mannréttindamála en ég tel eðlilegra að það séu alþjóðastofnanir, virtar alþjóðastofnanir sem geri það og ég er ennþá þeirrar skoðunar,“ segir Guðlaugur Þór.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira