LeBron James verður leikstjórnandi Lakers-liðsins í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2019 09:30 LeBron James mun gera enn meira af því að spila samherjana upp á komandi tímabili. Getty/Harry How Körfuboltamaðurinn LeBron James verður í nýju hlutverki á sínu sautjánda tímabili í NBA-deildinni samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. LeBron James verður nú færður í leikstjórnandastöðu Lakers-liðsins. LeBron James er eins og margir vita 203 sentímetrar á hæð og 113 kíló eða mun stærri og þyngri en hinn hefðbundni leikstjórnandi. Lakers hefur ekki haft svona stóran leikstjórnanda síðan að Earvin „Magic" Johnson réði ríkjum í Forum höllinni í Inglewood á níunda áratug síðustu aldra. LeBron James er á sínu öðru ári með liði Los Angeles Lakers en Lakers-liðið hefur tekið miklum breytingum á milli tímabila. Los Angeles Lakers náði ekki að sannfæra Kawhi Leonard um að koma en fékk Anthony Davis í risa leikmannaskiptum við New Orleans Pelicans.Yahoo Sources: Los Angeles Lakers intend to move LeBron James to the starting point guard position. https://t.co/is6BPo5W0q — Chris Haynes (@ChrisBHaynes) July 8, 2019 James hefur alltaf verið þekktur fyrir fjölhæfni sína, leikskilning og sendingagetu. Hann hefur einnig oft tekið að sér leikstjórn sinna liða inn í leikjunum og á mikilvægum tímapunktum. Lakers er með þrjá leikstjórnendur í sínu liði eða þá Rajon Rondo, Quinn Cook og Alex Caruso. Þeir munu þá væntanlega koma inn af bekknum til að leysa James af.Missing out on the point guard market, LA is reportedly moving LeBron to the backcourt with Danny Green. #NBAhttps://t.co/yHKgYOocdI — FOX Sports PH (@FOXSports_PH) July 9, 2019Það má búast við að LeBron James skori minna á komandi tímabili en stoðsendingarnar ættu að hækka. Hann gaf 8,3 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili en hefur mest gefið 9,1 í leik á tímabili. Nú er spurning hvort hann fari yfir 10 í leik eða jafnvel verið stoðsendingakóngur deildarinnar. Lakers hefur verið að safna að sér góðum skotmönnum að undanförnu og samdi meðal annars við NBA-meistarann Danny Green og miðherjann DeMarcus Cousins, sem getur líka skotið fyrir utan þriggja stiga línuna. Nýjasti leikmaður Lakers er síðan bakvörðurinn Avery Bradley sem sló í gegn hjá Boston Celtics en hefur verið á miklu flakki undanfarin ár. NBA Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Körfuboltamaðurinn LeBron James verður í nýju hlutverki á sínu sautjánda tímabili í NBA-deildinni samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. LeBron James verður nú færður í leikstjórnandastöðu Lakers-liðsins. LeBron James er eins og margir vita 203 sentímetrar á hæð og 113 kíló eða mun stærri og þyngri en hinn hefðbundni leikstjórnandi. Lakers hefur ekki haft svona stóran leikstjórnanda síðan að Earvin „Magic" Johnson réði ríkjum í Forum höllinni í Inglewood á níunda áratug síðustu aldra. LeBron James er á sínu öðru ári með liði Los Angeles Lakers en Lakers-liðið hefur tekið miklum breytingum á milli tímabila. Los Angeles Lakers náði ekki að sannfæra Kawhi Leonard um að koma en fékk Anthony Davis í risa leikmannaskiptum við New Orleans Pelicans.Yahoo Sources: Los Angeles Lakers intend to move LeBron James to the starting point guard position. https://t.co/is6BPo5W0q — Chris Haynes (@ChrisBHaynes) July 8, 2019 James hefur alltaf verið þekktur fyrir fjölhæfni sína, leikskilning og sendingagetu. Hann hefur einnig oft tekið að sér leikstjórn sinna liða inn í leikjunum og á mikilvægum tímapunktum. Lakers er með þrjá leikstjórnendur í sínu liði eða þá Rajon Rondo, Quinn Cook og Alex Caruso. Þeir munu þá væntanlega koma inn af bekknum til að leysa James af.Missing out on the point guard market, LA is reportedly moving LeBron to the backcourt with Danny Green. #NBAhttps://t.co/yHKgYOocdI — FOX Sports PH (@FOXSports_PH) July 9, 2019Það má búast við að LeBron James skori minna á komandi tímabili en stoðsendingarnar ættu að hækka. Hann gaf 8,3 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili en hefur mest gefið 9,1 í leik á tímabili. Nú er spurning hvort hann fari yfir 10 í leik eða jafnvel verið stoðsendingakóngur deildarinnar. Lakers hefur verið að safna að sér góðum skotmönnum að undanförnu og samdi meðal annars við NBA-meistarann Danny Green og miðherjann DeMarcus Cousins, sem getur líka skotið fyrir utan þriggja stiga línuna. Nýjasti leikmaður Lakers er síðan bakvörðurinn Avery Bradley sem sló í gegn hjá Boston Celtics en hefur verið á miklu flakki undanfarin ár.
NBA Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira