Óvenju fáir geitungar í ár Gígja Hilmarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 17:41 Árið í fyrra var mjög slæmt fyrir árferði geitungana. VÍSIR/VILHELM Skordýralífið á Íslandi var til tals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Steinar Malberg Egilsson, meindýraeyðir, spjallaði við þáttarstjórnendur um þau skordýr sem Íslendingar óttast helst.Geitungarnir óvenju fáir „Árið í fyrra var mjög slæmt fyrir árferði geitungana, þá komust færri drottningar á legg sem ættu snemma vors ári síðar að byrja að gera sér bú,“ sagði Steinar. Hann sagði þær hafa byrjað að byggja sér bú talsvert seinna í ár en áður. „Mér finnst eins og það hafi ekki nægilega margar drottningar komist á legg síðast liðið sumar en þetta kemur,“ sagði hann. Steinar hefur þó orðið var við þónokkur bú og er sannfærður um að þeir munu færast í aukana þegar nær dregur haustinu. Hann ráðleggur fólki að heyra frekar í meindýraeyði verði það vart við geitungabú á heimili sínu. „Ef fólk gerir þetta þarf að vera snöggur og ekki hika, hik er sama og stunga,“ segir Steinar.Hunangsflugan látin vera Steinar hvetur fólk til að láta býflugnabúin eiga sig ef fólk kemst upp með það. Hunangsflugan gerir ekki nokkrum manni neitt, það er partur af náttúrunni að hafa hana. „Þær eru breiðþotur sem eru að frjóvga blómin fyrir okkur og gera okkur ekki neitt. Þær geta stungið ef það er verið að ógna þeim á einn eða annan hátt," sagði Steinar.Íslendingar hafa gert úlfalda úr lúsmýflugu Það lá beinast við að spyrja Steinar út í lúsmýið sem hefur herjað á landsmenn í sumar. Hann segir lúsmýið vera eitthvað sem enginn sér en maður finnur fyrir þeim. „Ég er búinn að þvælast mikið í kringum þetta lúsmý. Lúsmý er ekkert sem fólk sér á flugi fyrir framan sig, það er svo smátt, eins og lítið sandkorn,“ sagði Steinar Steinar sagði lúsmýið hafa lítið verið rannsakað hér á landi. Hann sagði fólk gera ráð fyrir því að öll bit séu af völdum lúsmýs en raunin sé hins vegar sú að aðeins brot af þeim eru lúsmýbit. „Við erum búin að gera „míkró-mýflugu“ að stærsta úlfalda „ever“,“ sagði Steinar. Dýr Lúsmý Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Skordýralífið á Íslandi var til tals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Steinar Malberg Egilsson, meindýraeyðir, spjallaði við þáttarstjórnendur um þau skordýr sem Íslendingar óttast helst.Geitungarnir óvenju fáir „Árið í fyrra var mjög slæmt fyrir árferði geitungana, þá komust færri drottningar á legg sem ættu snemma vors ári síðar að byrja að gera sér bú,“ sagði Steinar. Hann sagði þær hafa byrjað að byggja sér bú talsvert seinna í ár en áður. „Mér finnst eins og það hafi ekki nægilega margar drottningar komist á legg síðast liðið sumar en þetta kemur,“ sagði hann. Steinar hefur þó orðið var við þónokkur bú og er sannfærður um að þeir munu færast í aukana þegar nær dregur haustinu. Hann ráðleggur fólki að heyra frekar í meindýraeyði verði það vart við geitungabú á heimili sínu. „Ef fólk gerir þetta þarf að vera snöggur og ekki hika, hik er sama og stunga,“ segir Steinar.Hunangsflugan látin vera Steinar hvetur fólk til að láta býflugnabúin eiga sig ef fólk kemst upp með það. Hunangsflugan gerir ekki nokkrum manni neitt, það er partur af náttúrunni að hafa hana. „Þær eru breiðþotur sem eru að frjóvga blómin fyrir okkur og gera okkur ekki neitt. Þær geta stungið ef það er verið að ógna þeim á einn eða annan hátt," sagði Steinar.Íslendingar hafa gert úlfalda úr lúsmýflugu Það lá beinast við að spyrja Steinar út í lúsmýið sem hefur herjað á landsmenn í sumar. Hann segir lúsmýið vera eitthvað sem enginn sér en maður finnur fyrir þeim. „Ég er búinn að þvælast mikið í kringum þetta lúsmý. Lúsmý er ekkert sem fólk sér á flugi fyrir framan sig, það er svo smátt, eins og lítið sandkorn,“ sagði Steinar Steinar sagði lúsmýið hafa lítið verið rannsakað hér á landi. Hann sagði fólk gera ráð fyrir því að öll bit séu af völdum lúsmýs en raunin sé hins vegar sú að aðeins brot af þeim eru lúsmýbit. „Við erum búin að gera „míkró-mýflugu“ að stærsta úlfalda „ever“,“ sagði Steinar.
Dýr Lúsmý Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira