Langaði í nýja og stærri áskorun Hjörvar Ólafsson skrifar 8. júlí 2019 15:00 Haukur Helgi Pálsson í leik með Nanterre á nýloknu tímabili. Getty/Anthony Dibon Haukur Helgi Pálsson verður annar íslenski körfuboltamaðurinn til þess að leika í rússnesku úrvalsdeildinni í körfubolta. Haukur Helgi gekk á dögunum til liðs við Unics Kazan en áður hafði Jón Arnór Stefánsson leikið þar í landi. Síðustu tvær vikur hafa verið vægast sagt viðburðaríkar hjá Hauki Helga Pálssyni landsliðsmanni í körfubolta bæði í einkalífinu og í körfuboltanum. Haukur Helgi trúlofaðist á dögunum Söru Dögg Jónsdóttur og þau skötuhjú eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun þessa mánaðar. Þá gekk Haukur til liðs við rússneska liðið Unics Kazan en þaðan kemur hann frá franska liðinu Nanterre sem hann lék með eitt keppnistímabil. Haukur og félagar hans hjá Nanterre fóru í undanúrslit um franska meistaratitilinn í vor. Þrátt fyrir að vel gengi í Frakklandi voru Haukur og fjölskylda hans staðráðin í að flytja til annars lands í sumar til að hann fengi nýja áskorun í körfuboltanum. „Mér hefur liðið vel í Frakklandi en eftir að hafa verið hérna í þrjú ár langaði mig að prófa eitthvað nýtt og við Sara vorum til í að færa okkur um set. Ég var að pæla í að fara í janúar fyrr á þessu ári en þar sem það gekk svo vel hjá Nanterre og ég vissi að lið myndu sýna mér þolinmæði fram á sumarið þá ákvað ég að klára tímabilið í Frakklandi og ég sé ekki eftir því,“ segir Haukur í samtali við Fréttablaðið.Getty/Pierre Costabadie/IVar kominn með pennann á loft í Jerúsalem „Ég var svo búinn að ákveða að semja við Hapoel Jerúsalem þegar Unics Kazan kom inn í spilið. Ég fékk frest hjá ísraelska liðinu til þess að skoða það sem Rússarnir hefðu að bjóða. Svo voru forráðamann Hapoel orðnir óþolinmóðir og þegar ég fór yfir hlutina þá fannst mér meira spennandi að spila í Rússlandi. Þetta er virkilega sterk deild og ef ég get staðið mig vel þarna gæti þetta verið stökkpallur í allra sterkustu deildirnar. Þeir hafa verið að berjast í toppnum síðustu ár og ég er spenntur fyrir því að taka þátt í toppbaráttu á svona stóru sviði,“ segir landsliðsmaðurinn enn fremur. „Framkvæmdastjórinn hjá liðinu sagðist hafa séð mig fyrst þegar ég spilaði með U-16 ára landsliði Íslands á einhverju móti og svo aftur þegar ég spilaði með U-18 ára liðinu. Þá stýrði þjálfarinn gríska landsliðinu og sá mig spila með íslenska A-landsliðinu. Þeir sögðust hafa fylgst með mér í töluverðan tíma og sögðu að ég hefði átt að vera að spila með stærra liði fyrr en það væri mér til vandræða að íslenskir leikmenn væru ekki nógu hátt skrifaðir í körfuboltaheiminum,“ segir þessi öflugi leikmaður um aðdraganda þess að hann væri orðinn leikmaður Unics Kazan.Getty/Pierre CostabadieTel mig geta bætt mig enn frekar „Nú hef ég spilað á Spáni með smá stoppi í Svíþjóð og fór svo aftur upp tröppuganginn með því að spila í Frakklandi. Þetta er töluvert sterkari deild og lið sem hefur gert sig gildandi í Evrópukeppnum í gegnum tíðina. Þeir fóru í undanúrslit í Evrópubikarnum í vor og markmiðið er að komast langt bæði í Rússlandi og í Evrópubikarnum á næstu leiktíð. Ég er sjálfur á besta aldri og tel mig enn geta bætt mig töluvert. Þetta er góður staður til þess að bæta leik minn enn frekar. Þeir létu mig vita að ég fengi aðlögunartíma til þess að koma mér inn í hlutina þarna og þó ég fengi nokkuð stórt hlutverk væri ekki mikil pressa á mér. Þjálfarinn benti mér á nokkra hluti í leik mínum sem ég gæti hæglega bætt og ég er spenntur fyrir samstarfinu við hann,“ segir Haukur um þróunina á ferli sínum. „Kazan er svo hugguleg borg, við fórum þarna í æfingabúðir með landsliðinu fyrir nokkrum árum og borgin er falleg. Þetta er háskólaborg og okkur líst vel á að búa þarna. Það er líka góð tilfinning að vera búinn að ganga frá þessu svona snemma og nú get ég einbeitt mér að föðurhlutverkinu sem er geggjað. Lífið gæti ekki verið mikið betra bæði á persónulegum nótum sem og í körfuboltanum,“ segir þessi geðþekki piltur.Getty/Sandra Ruhaut/ Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson verður annar íslenski körfuboltamaðurinn til þess að leika í rússnesku úrvalsdeildinni í körfubolta. Haukur Helgi gekk á dögunum til liðs við Unics Kazan en áður hafði Jón Arnór Stefánsson leikið þar í landi. Síðustu tvær vikur hafa verið vægast sagt viðburðaríkar hjá Hauki Helga Pálssyni landsliðsmanni í körfubolta bæði í einkalífinu og í körfuboltanum. Haukur Helgi trúlofaðist á dögunum Söru Dögg Jónsdóttur og þau skötuhjú eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun þessa mánaðar. Þá gekk Haukur til liðs við rússneska liðið Unics Kazan en þaðan kemur hann frá franska liðinu Nanterre sem hann lék með eitt keppnistímabil. Haukur og félagar hans hjá Nanterre fóru í undanúrslit um franska meistaratitilinn í vor. Þrátt fyrir að vel gengi í Frakklandi voru Haukur og fjölskylda hans staðráðin í að flytja til annars lands í sumar til að hann fengi nýja áskorun í körfuboltanum. „Mér hefur liðið vel í Frakklandi en eftir að hafa verið hérna í þrjú ár langaði mig að prófa eitthvað nýtt og við Sara vorum til í að færa okkur um set. Ég var að pæla í að fara í janúar fyrr á þessu ári en þar sem það gekk svo vel hjá Nanterre og ég vissi að lið myndu sýna mér þolinmæði fram á sumarið þá ákvað ég að klára tímabilið í Frakklandi og ég sé ekki eftir því,“ segir Haukur í samtali við Fréttablaðið.Getty/Pierre Costabadie/IVar kominn með pennann á loft í Jerúsalem „Ég var svo búinn að ákveða að semja við Hapoel Jerúsalem þegar Unics Kazan kom inn í spilið. Ég fékk frest hjá ísraelska liðinu til þess að skoða það sem Rússarnir hefðu að bjóða. Svo voru forráðamann Hapoel orðnir óþolinmóðir og þegar ég fór yfir hlutina þá fannst mér meira spennandi að spila í Rússlandi. Þetta er virkilega sterk deild og ef ég get staðið mig vel þarna gæti þetta verið stökkpallur í allra sterkustu deildirnar. Þeir hafa verið að berjast í toppnum síðustu ár og ég er spenntur fyrir því að taka þátt í toppbaráttu á svona stóru sviði,“ segir landsliðsmaðurinn enn fremur. „Framkvæmdastjórinn hjá liðinu sagðist hafa séð mig fyrst þegar ég spilaði með U-16 ára landsliði Íslands á einhverju móti og svo aftur þegar ég spilaði með U-18 ára liðinu. Þá stýrði þjálfarinn gríska landsliðinu og sá mig spila með íslenska A-landsliðinu. Þeir sögðust hafa fylgst með mér í töluverðan tíma og sögðu að ég hefði átt að vera að spila með stærra liði fyrr en það væri mér til vandræða að íslenskir leikmenn væru ekki nógu hátt skrifaðir í körfuboltaheiminum,“ segir þessi öflugi leikmaður um aðdraganda þess að hann væri orðinn leikmaður Unics Kazan.Getty/Pierre CostabadieTel mig geta bætt mig enn frekar „Nú hef ég spilað á Spáni með smá stoppi í Svíþjóð og fór svo aftur upp tröppuganginn með því að spila í Frakklandi. Þetta er töluvert sterkari deild og lið sem hefur gert sig gildandi í Evrópukeppnum í gegnum tíðina. Þeir fóru í undanúrslit í Evrópubikarnum í vor og markmiðið er að komast langt bæði í Rússlandi og í Evrópubikarnum á næstu leiktíð. Ég er sjálfur á besta aldri og tel mig enn geta bætt mig töluvert. Þetta er góður staður til þess að bæta leik minn enn frekar. Þeir létu mig vita að ég fengi aðlögunartíma til þess að koma mér inn í hlutina þarna og þó ég fengi nokkuð stórt hlutverk væri ekki mikil pressa á mér. Þjálfarinn benti mér á nokkra hluti í leik mínum sem ég gæti hæglega bætt og ég er spenntur fyrir samstarfinu við hann,“ segir Haukur um þróunina á ferli sínum. „Kazan er svo hugguleg borg, við fórum þarna í æfingabúðir með landsliðinu fyrir nokkrum árum og borgin er falleg. Þetta er háskólaborg og okkur líst vel á að búa þarna. Það er líka góð tilfinning að vera búinn að ganga frá þessu svona snemma og nú get ég einbeitt mér að föðurhlutverkinu sem er geggjað. Lífið gæti ekki verið mikið betra bæði á persónulegum nótum sem og í körfuboltanum,“ segir þessi geðþekki piltur.Getty/Sandra Ruhaut/
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira