Vinstri græn eiga leik Logi Einarsson skrifar 8. júlí 2019 07:00 Nýjar yfirlýsingar um að setja eigi meira fé í málaflokk flóttafólks og rýmka reglur um efnismeðferð eru í sjálfu sér ánægjulegar en fela ekki í sér varanlega lausn á málefnum flóttabarna. Til þess þarf meiriháttar stefnubreytingu, en ekki bara flýta málsmeðferð og afgreiða börn svo hratt, til baka út úr tilveru okkar, að þau komi ekki róti á tilfinningar landans. Samkvæmt reglugerð um útlendinga er t.d. enn, þrátt fyrir nýjustu breytingar, heimilt að senda börn til óöruggra landa. En alvarlegast er líklega að börn fá ekki sjálfstæða málsmeðferð. Tekin er afstaða til umsókna foreldra um vernd og síðan dregin sú ályktun að það sé barninu fyrir bestu að fylgja foreldrum. Krafan er að staða barna sé metin sérstaklega og þau fái þannig notið eigin mannréttinda. Við þinglokasamning haustið 2017 gerðu formenn flokka samkomulag um að strax á nýju kjörtímabili yrði ráðist í endurskoðun útlendingalaga og framkvæmd þeirra. Meðal annars með tilliti til stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu. Ríkisstjórnin hefur setið í eitt og hálft ár og ber því fulla ábyrgð á að árangur af þverpólitískri þingmannanefnd er enginn. Ekki er nóg með að þetta sleifarlag hafi verið látið viðgangast, heldur afgreiddi ríkisstjórnin nýtt frumvarp um útlendingalög þann 2. apríl, sem lagt var fram á Alþingi nokkrum dögum síðar. Í því er jafnvel gengið enn lengra í átt að ómannúðlegri stefnu og liðkað fyrir brottvísun barna. Auknir fjármunir og allur heimsins fagurgali duga því skammt ef meiningin er að herða enn á ómannúðlegri stefnu. Ég geri mér grein fyrir því að hjónaband VG og Sjálfstæðisflokksins byggir frekar á hagkvæmnissjónarmiðum en ástríðu og eldheitri ást. En það þvingaði þau enginn í þetta samband og þau bera því fulla ábyrgð á þeim slæmu málamiðlunum sem í því eru gerð. VG á því tvo leiki í stöðunni: Að knýja fram manneskjulegar úrbætur á málefnum flóttafólks eða gera stefnu VG í málaflokkum fullkomlega marklausa.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Logi Einarsson Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýjar yfirlýsingar um að setja eigi meira fé í málaflokk flóttafólks og rýmka reglur um efnismeðferð eru í sjálfu sér ánægjulegar en fela ekki í sér varanlega lausn á málefnum flóttabarna. Til þess þarf meiriháttar stefnubreytingu, en ekki bara flýta málsmeðferð og afgreiða börn svo hratt, til baka út úr tilveru okkar, að þau komi ekki róti á tilfinningar landans. Samkvæmt reglugerð um útlendinga er t.d. enn, þrátt fyrir nýjustu breytingar, heimilt að senda börn til óöruggra landa. En alvarlegast er líklega að börn fá ekki sjálfstæða málsmeðferð. Tekin er afstaða til umsókna foreldra um vernd og síðan dregin sú ályktun að það sé barninu fyrir bestu að fylgja foreldrum. Krafan er að staða barna sé metin sérstaklega og þau fái þannig notið eigin mannréttinda. Við þinglokasamning haustið 2017 gerðu formenn flokka samkomulag um að strax á nýju kjörtímabili yrði ráðist í endurskoðun útlendingalaga og framkvæmd þeirra. Meðal annars með tilliti til stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu. Ríkisstjórnin hefur setið í eitt og hálft ár og ber því fulla ábyrgð á að árangur af þverpólitískri þingmannanefnd er enginn. Ekki er nóg með að þetta sleifarlag hafi verið látið viðgangast, heldur afgreiddi ríkisstjórnin nýtt frumvarp um útlendingalög þann 2. apríl, sem lagt var fram á Alþingi nokkrum dögum síðar. Í því er jafnvel gengið enn lengra í átt að ómannúðlegri stefnu og liðkað fyrir brottvísun barna. Auknir fjármunir og allur heimsins fagurgali duga því skammt ef meiningin er að herða enn á ómannúðlegri stefnu. Ég geri mér grein fyrir því að hjónaband VG og Sjálfstæðisflokksins byggir frekar á hagkvæmnissjónarmiðum en ástríðu og eldheitri ást. En það þvingaði þau enginn í þetta samband og þau bera því fulla ábyrgð á þeim slæmu málamiðlunum sem í því eru gerð. VG á því tvo leiki í stöðunni: Að knýja fram manneskjulegar úrbætur á málefnum flóttafólks eða gera stefnu VG í málaflokkum fullkomlega marklausa.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar