Hugmyndir eru uppi um að byggja Latabæjargarð í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júlí 2019 22:29 Latabæjarsafn er að finna í Borgarnesi. Vísir/MHH Hugmyndir eru uppi um að byggja upp Latabæjargarð í Borgarnesi en hugmyndasmiður verkefnisins, Magnús Scheving er úr Borgarnesi. Nú þegar hefur verið komið upp Latabæjarsafni í bæjarfélaginu, sem vekur verðskuldaða athygli. Í Borgarnesi er líka stærsta lögregluhúfu safn landsins. Latabæjarsafnið er í einu skoti í húsnæði Fornbílaklúbbs Borgarfjarðar í Brákarey í Borgarnesi þar sem einnig er samgöngusafn og lögregluhúfusafn. Allar þekktustu persónurnar úr Latabæ og leikmunir úr þáttunum eru á safninu. „Við sjáum að sumar af þessum persónum eru einfaldlega úr bæjarlífinu í Borgarnesi, Stíma símalína er til dæmis tekin beint upp úr einni starfsstúlkunni á símstöðinni, eins bæjarstjórinn okkar, þetta var samtímafólk Magga hérna í æsku, hann hljóp með póstskeytin og var mikið inn í þessu,“ segir Guðmundur Skúli Halldórsson, sem á sæti í sýningarnefnd safnsins „Það sem er eiginlega skemmtilegast við þetta er að Maggi kom og setti þetta upp sjálfur, hann er náttúrulega hörku smiður og setti upp þessa skemmtilegu sýningu,“ bætir Guðmundur Skúli við. Guðmundur Skúli segir að mikið af útlendingum komi í safnið til að skoða Latabæ og þá séu Íslendingar líka mjög áhugasamir um safnið, ekki síst yngri kynslóðin, sem þekkir allar persónurnar. „Þetta er rosalegur heiður sem Maggi sýndi okkur og vonandi byrjun af einhverju meiru“. En stendur til að gera eitthvað meira með Latabæ í Borgarnesi? „Já, það eru uppi hugmyndir um það að byggja upp Latabæjargarð hér í Borgarnesi, það er hér fólk, sem stendur að því, meðal annars Maggi sjálfur,“ segir Guðmundur Skúli. Í safninu er líka glæsilegt lögguhúfusafn Tedda löggu, eða Theodórs Þórðarsonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns í Borgarnesi. Á safninu er líka gamalt lögregumóturhjól. Safnið í Borgarnesi er opið alla daga vikunnar yfir sumartímann frá 13:00 til 17:00 þar sem hægt er að skoða Latabæjarsafnið, lögguhúfusafnið og fallega fornbíla. Borgarbyggð Menning Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Hugmyndir eru uppi um að byggja upp Latabæjargarð í Borgarnesi en hugmyndasmiður verkefnisins, Magnús Scheving er úr Borgarnesi. Nú þegar hefur verið komið upp Latabæjarsafni í bæjarfélaginu, sem vekur verðskuldaða athygli. Í Borgarnesi er líka stærsta lögregluhúfu safn landsins. Latabæjarsafnið er í einu skoti í húsnæði Fornbílaklúbbs Borgarfjarðar í Brákarey í Borgarnesi þar sem einnig er samgöngusafn og lögregluhúfusafn. Allar þekktustu persónurnar úr Latabæ og leikmunir úr þáttunum eru á safninu. „Við sjáum að sumar af þessum persónum eru einfaldlega úr bæjarlífinu í Borgarnesi, Stíma símalína er til dæmis tekin beint upp úr einni starfsstúlkunni á símstöðinni, eins bæjarstjórinn okkar, þetta var samtímafólk Magga hérna í æsku, hann hljóp með póstskeytin og var mikið inn í þessu,“ segir Guðmundur Skúli Halldórsson, sem á sæti í sýningarnefnd safnsins „Það sem er eiginlega skemmtilegast við þetta er að Maggi kom og setti þetta upp sjálfur, hann er náttúrulega hörku smiður og setti upp þessa skemmtilegu sýningu,“ bætir Guðmundur Skúli við. Guðmundur Skúli segir að mikið af útlendingum komi í safnið til að skoða Latabæ og þá séu Íslendingar líka mjög áhugasamir um safnið, ekki síst yngri kynslóðin, sem þekkir allar persónurnar. „Þetta er rosalegur heiður sem Maggi sýndi okkur og vonandi byrjun af einhverju meiru“. En stendur til að gera eitthvað meira með Latabæ í Borgarnesi? „Já, það eru uppi hugmyndir um það að byggja upp Latabæjargarð hér í Borgarnesi, það er hér fólk, sem stendur að því, meðal annars Maggi sjálfur,“ segir Guðmundur Skúli. Í safninu er líka glæsilegt lögguhúfusafn Tedda löggu, eða Theodórs Þórðarsonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns í Borgarnesi. Á safninu er líka gamalt lögregumóturhjól. Safnið í Borgarnesi er opið alla daga vikunnar yfir sumartímann frá 13:00 til 17:00 þar sem hægt er að skoða Latabæjarsafnið, lögguhúfusafnið og fallega fornbíla.
Borgarbyggð Menning Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira