Keppast um Íslandsmet og gull á hverju móti en eru bestu vinkonur Anton Ingi Leifsson skrifar 5. júlí 2019 19:30 Hlaupararnir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tíana Ósk Whitworth fóru á kostum á sterku unglingamóti í Þýskalandi á dögunum. Þær hlupu fjórum sinnum undir Íslandsmeti sem hafði ekki verið slegið í fimmtán ár. Á mótinu í Þýskalandi byrjaði Tíana Ósk á því að slá Íslandsmetið í undanrásunum með því að hlaupa á 11,57 sekúndum. Það liðu ekki nema tveir tímar er Guðbjörg Jóna var búin að slá það met er hún kom sú fyrsta í mark í úrslitahlaupinu. Guðbjörg hljóp þá á 11,56 sekúndum. Júlíana Þóra Hálfdánardóttir ræddi við stelpurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og þær segja frábært að æfa með hvor annarri. „Ég held að það haldi mjög margir að við séum ekki vinkonur en við æfum saman á hverjum einasta degi og erum bestu vinkonur,“ sagði Tíana Ósk og hélt áfram: „Það er ótrúlega þægilegt að geta verið að keppa við hvor aðra á hverri einustu æfingu. Þannig að maður sé alltaf að fá þessa keppni. Þetta virkar mjög vel fyrir okkur að hafa hvor aðra. Ég veit ekki hvort ég væri að bæta mig svona mikið ef ég væri ekki alltaf að æfa með Guðbjörgu.“ Guðbjörg Jóna tekur í svipaðan streng og segir keppnisskapið mikið. Þær keyri hvor aðra algjörlega út. „Við ýtum hvor annari áfram á öllum æfingum. Meira að segja lyftingaræfingum. Ef hún nær sinni bestu lyftu, þá þarf ég einnig að bæta mig. Þetta er ógeðslega gott,“ bætti Guðbjörg við. Framundan er Evrópumót unglinga og ef litið er á listann fyrir mótið er ljóst að okkar stelpur eiga mikinn möguleika á að næla í verðlaun þar. „Ég ætla að komast í úrslit. Miðað við Evrópulistann þá erum við báðar mjög ofarlega, í 100 metra og 200 metra. Mig langar að komast í úrslit og það er markmiðið. Allt betra en það er geggjað,“ sagði Guðbjörg en ætlar Tíana að bæta Íslandsmet Guðbjargar úti? „Maður veit aldrei. Auðvitað er Íslandsmetið alltaf markmiðið og ég stefni auðvitað að því en maður veit aldrei hvað gerist í hlaupunum. Það getur allt gerst. Ég stefni á að hlaupa mitt besta hlaup og gera mitt besta,“ sagði Tíana. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Sjá meira
Hlaupararnir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tíana Ósk Whitworth fóru á kostum á sterku unglingamóti í Þýskalandi á dögunum. Þær hlupu fjórum sinnum undir Íslandsmeti sem hafði ekki verið slegið í fimmtán ár. Á mótinu í Þýskalandi byrjaði Tíana Ósk á því að slá Íslandsmetið í undanrásunum með því að hlaupa á 11,57 sekúndum. Það liðu ekki nema tveir tímar er Guðbjörg Jóna var búin að slá það met er hún kom sú fyrsta í mark í úrslitahlaupinu. Guðbjörg hljóp þá á 11,56 sekúndum. Júlíana Þóra Hálfdánardóttir ræddi við stelpurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og þær segja frábært að æfa með hvor annarri. „Ég held að það haldi mjög margir að við séum ekki vinkonur en við æfum saman á hverjum einasta degi og erum bestu vinkonur,“ sagði Tíana Ósk og hélt áfram: „Það er ótrúlega þægilegt að geta verið að keppa við hvor aðra á hverri einustu æfingu. Þannig að maður sé alltaf að fá þessa keppni. Þetta virkar mjög vel fyrir okkur að hafa hvor aðra. Ég veit ekki hvort ég væri að bæta mig svona mikið ef ég væri ekki alltaf að æfa með Guðbjörgu.“ Guðbjörg Jóna tekur í svipaðan streng og segir keppnisskapið mikið. Þær keyri hvor aðra algjörlega út. „Við ýtum hvor annari áfram á öllum æfingum. Meira að segja lyftingaræfingum. Ef hún nær sinni bestu lyftu, þá þarf ég einnig að bæta mig. Þetta er ógeðslega gott,“ bætti Guðbjörg við. Framundan er Evrópumót unglinga og ef litið er á listann fyrir mótið er ljóst að okkar stelpur eiga mikinn möguleika á að næla í verðlaun þar. „Ég ætla að komast í úrslit. Miðað við Evrópulistann þá erum við báðar mjög ofarlega, í 100 metra og 200 metra. Mig langar að komast í úrslit og það er markmiðið. Allt betra en það er geggjað,“ sagði Guðbjörg en ætlar Tíana að bæta Íslandsmet Guðbjargar úti? „Maður veit aldrei. Auðvitað er Íslandsmetið alltaf markmiðið og ég stefni auðvitað að því en maður veit aldrei hvað gerist í hlaupunum. Það getur allt gerst. Ég stefni á að hlaupa mitt besta hlaup og gera mitt besta,“ sagði Tíana. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Sjá meira