Segir börnin sýna einkenni áfallastreituröskunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2019 12:30 Zainab með móður sinni Shahnaz og Amir yngri bróður sínum. Vísir/Arnar Lögmaður tveggja afganskra fjölskyldna sem vísa átti úr landi til Grikklands mun skila inn þriðju endurupptökubeiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar í dag. Beiðnin er byggð á því að andlegri heilsu barnanna, Zainab og Amar Safari, hafi hrakað verulega. Þá segir lögmaðurinn að börnin úr báðum fjölskyldum eigi það sameiginlegt að sýna merki áfallastreituröskunar. Annars vegar er um að ræða Sarwari-feðgana, föðurinn Asadullah og syni hans, en brottvísun þeirra var frestað á sunnudag vegna mikils kvíða annars drengsins. Fyrir liggur endurupptökubeiðni í máli þeirra frá 1. júlí sem byggir á breyttum heilsufarsástæðum barnanna. Von er á nýju vottorði í málinu í dag. Hins vegar er um að ræða Safari-fjölskylduna, Zainab, nemanda við Hagaskóla, bróður hennar Amir og móður hennar, Shanhaz. Lögð verður fram endurupptökubeiðni í máli þeirra, þá þriðju síðan þau komu hingað til lands, í dag. Beiðnin er einnig byggð á því að heilsu barnanna hafi hrakað verulega en Safari-systkinin fóru bæði til geðlæknis í gær. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður fjölskyldnanna segir öll börnin þjást af mikilli vanlíðan. „Það sem er sammerkt hjá öllum þessum börnum er að þau þjást af kvíða og þunglyndi. Það eru til staðar einkenni áfallastreituröskunar og þeim líður öllum alveg gríðarlega illa í þessum aðstæðum.“Feðgarnir Ali, Asadullah og Madhi Sarwari.VÍSIR/BALDURMagnús bendir jafnframt á að í ágúst verður liðið eitt ár frá því að Sarwari-feðgarnir komu hingað til lands og september markar ár frá komu Safari-fjölskyldunnar. „Þetta eru börn sem hafa náð að skjóta hér rótum, mynda hér sterk tengsl við aðra sem hér búa og það er auðvitað þyngra en tárum taki að þessi börn þurfi að búa við þessa óvissu og þá tilhugsun að verða mögulega flutt úr landi úr þessum aðstæðum sem þau hafa kynnst hér. Þeim líður vel hér.“ Magnús leyfir sér að vera bjartsýnn á að fallist verði á endurupptöku, með hliðsjón af því hversu alvarleg veikindi barnanna eru. Hann segir að afgreiðsla beiðnanna gæti tekið einhverjar vikur en ekki sé ljóst hvort fjölskyldurnar fái að vera hér á landi á meðan beðið er eftir niðurstöðu. „Á þessu stigi, akkúrat núna, er bara ekkert öruggt hvað það varðar.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39 Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Lögmaður tveggja afganskra fjölskyldna sem vísa átti úr landi til Grikklands mun skila inn þriðju endurupptökubeiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar í dag. Beiðnin er byggð á því að andlegri heilsu barnanna, Zainab og Amar Safari, hafi hrakað verulega. Þá segir lögmaðurinn að börnin úr báðum fjölskyldum eigi það sameiginlegt að sýna merki áfallastreituröskunar. Annars vegar er um að ræða Sarwari-feðgana, föðurinn Asadullah og syni hans, en brottvísun þeirra var frestað á sunnudag vegna mikils kvíða annars drengsins. Fyrir liggur endurupptökubeiðni í máli þeirra frá 1. júlí sem byggir á breyttum heilsufarsástæðum barnanna. Von er á nýju vottorði í málinu í dag. Hins vegar er um að ræða Safari-fjölskylduna, Zainab, nemanda við Hagaskóla, bróður hennar Amir og móður hennar, Shanhaz. Lögð verður fram endurupptökubeiðni í máli þeirra, þá þriðju síðan þau komu hingað til lands, í dag. Beiðnin er einnig byggð á því að heilsu barnanna hafi hrakað verulega en Safari-systkinin fóru bæði til geðlæknis í gær. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður fjölskyldnanna segir öll börnin þjást af mikilli vanlíðan. „Það sem er sammerkt hjá öllum þessum börnum er að þau þjást af kvíða og þunglyndi. Það eru til staðar einkenni áfallastreituröskunar og þeim líður öllum alveg gríðarlega illa í þessum aðstæðum.“Feðgarnir Ali, Asadullah og Madhi Sarwari.VÍSIR/BALDURMagnús bendir jafnframt á að í ágúst verður liðið eitt ár frá því að Sarwari-feðgarnir komu hingað til lands og september markar ár frá komu Safari-fjölskyldunnar. „Þetta eru börn sem hafa náð að skjóta hér rótum, mynda hér sterk tengsl við aðra sem hér búa og það er auðvitað þyngra en tárum taki að þessi börn þurfi að búa við þessa óvissu og þá tilhugsun að verða mögulega flutt úr landi úr þessum aðstæðum sem þau hafa kynnst hér. Þeim líður vel hér.“ Magnús leyfir sér að vera bjartsýnn á að fallist verði á endurupptöku, með hliðsjón af því hversu alvarleg veikindi barnanna eru. Hann segir að afgreiðsla beiðnanna gæti tekið einhverjar vikur en ekki sé ljóst hvort fjölskyldurnar fái að vera hér á landi á meðan beðið er eftir niðurstöðu. „Á þessu stigi, akkúrat núna, er bara ekkert öruggt hvað það varðar.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39 Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39
Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09
Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16