Nærbuxur ekki jafn velkomnar á girðinguna í Brekkukoti Sylvía Hall skrifar 4. júlí 2019 14:51 Það er enginn skortur á brjóstahöldurum við Brekkukot. Vísir/Vilhelm Girðingin við jörðina Brekkukot undir Eyjafjöllum er ólík öðrum girðingum landsins fyrir þær sakir að hún er stútfull af brjóstahöldurum. Sjö ár eru liðin frá því að fyrsti brjóstahaldarinn var hengdur á girðinguna en nú hlaupa þeir á tugum, ef ekki hundruðum. Lilja Georgsdóttir á jörðina Brekkukot ásamt eiginmanni sínum, Þórhalli Birgissyni. Í samtali við Vísi segir hún girðinguna vekja mikla lukku en vinsældir hennar eru orðnar svo miklar að girðingin er við það að sligast undan álaginu.Sjá einnig: Skylda að skilja eftir brjóstahaldara í Brekkukoti Brjóstahaldararnir setja skemmtilegan svip á girðinguna en undanfarið hafa bæst við allskyns aðrar flíkur, til að mynda vettlingar, sokkar, skór og nærbuxur. Þó þau hjónin fagni vinsældum girðingarinnar segja þau nærbuxurnar ekki ákjósanlegustu flíkurnar á girðingunni.Líkt og sést á myndinni er töluvert um að fólk skilji eftir nærbuxur. Ekki er vitað hvort þær séu hreinar eða ekki en þær eru í það minnsta ekki jafn vinsælar og brjóstahaldararnir.Vísir/Vilhelm„Við erum ekki alveg jafn hrifin af því, við reynum að taka þær niður. Það er aðeins smekklegra,“ segir Lilja létt í bragði. Þau séu í það minnsta minna hrifin af nærbuxunum. Hún segir vinsældir girðingarinnar hafa kveikt þá hugmynd af koma upp einhverskonar söfnunarkassa svo þeir sem leggja leið sína að girðingunni gætu þá gefið fjárframlög sem myndu öll renna til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Það sé á planinu að koma því í framkvæmd.Þessi mynd birtist á Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar sumarið 2017. Það má segja að brjóstahaldarasprenging hafi orðið síðustu tvö ár á girðingunni.Anna Fríða JónsdóttirBúið að bætast mikið í undanfarið Það hefur ekki farið fram hjá neinum að júnímánuður bauð upp á sól og sumar og því margir landsmenn sem lögðu land undir fót. Það séu bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn sem staldra við nærri Brekkukoti á degi hverjum.Þessi unga kona nýtti tækifærið og lagði sitt af mörkum þegar ljósmyndara Vísis bar að garði.Vísir/vilhelm„Á hverjum degi eru tíu til tuttugu stopp, það er rosalega mikið verið að stoppa og skoða og fólk er að skilja eftir líka. Það er búið að bætast alveg rosalega í þetta,“ segir Lilja og tekur undir með blaðamanni að veðrið hafi sennilega ýtt undir þá þróun. Ferðamenn séu viljugri til þess að losa sig við eina flík þegar hitinn er mikill. Hún segir fjöldann vera orðin svo mikinn að það kalli á smá tiltekt á girðingunni. Margir haldararnir hafa hangið þarna í einhver ár, líklega orðnir veðurbarðir og muna fífil sinn fegurri. Því sé tilvalið að grisja aðeins til og búa til pláss fyrir aðra haldara sem vilja njóta sín á girðingunni við Brekkukot. Rangárþing eystra Tengdar fréttir Skylda að skilja eftir brjóstahaldara í Brekkukoti Eigandi jarðarinnar Brekkukots undir Eyjafjöllum segir flesta brjóstahaldaranna í eigu ferðalanga sem eiga leið hjá. 6. júlí 2017 12:44 Breyta skipsbrú í heilsárshús með öllum nútíma þægindum Fjölskyldan sem á jörðina Brekkukot undir Eyjafjöllum býr á Selfossi en fer allar helgar og í öllum fríum í sveitina sína. Þau dvelja í hjólhýsi á meðan húsbóndinn gerir upp gömlu skipsbrúna sem verður breytt í heilsárs hús. Þar verður pláss fyrir þrjá með öllum þægindum sem hægt er að hugsa sér. Brúin mun fá nafnið Skarfur VE 128. 15. júlí 2017 21:05 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Sjá meira
Girðingin við jörðina Brekkukot undir Eyjafjöllum er ólík öðrum girðingum landsins fyrir þær sakir að hún er stútfull af brjóstahöldurum. Sjö ár eru liðin frá því að fyrsti brjóstahaldarinn var hengdur á girðinguna en nú hlaupa þeir á tugum, ef ekki hundruðum. Lilja Georgsdóttir á jörðina Brekkukot ásamt eiginmanni sínum, Þórhalli Birgissyni. Í samtali við Vísi segir hún girðinguna vekja mikla lukku en vinsældir hennar eru orðnar svo miklar að girðingin er við það að sligast undan álaginu.Sjá einnig: Skylda að skilja eftir brjóstahaldara í Brekkukoti Brjóstahaldararnir setja skemmtilegan svip á girðinguna en undanfarið hafa bæst við allskyns aðrar flíkur, til að mynda vettlingar, sokkar, skór og nærbuxur. Þó þau hjónin fagni vinsældum girðingarinnar segja þau nærbuxurnar ekki ákjósanlegustu flíkurnar á girðingunni.Líkt og sést á myndinni er töluvert um að fólk skilji eftir nærbuxur. Ekki er vitað hvort þær séu hreinar eða ekki en þær eru í það minnsta ekki jafn vinsælar og brjóstahaldararnir.Vísir/Vilhelm„Við erum ekki alveg jafn hrifin af því, við reynum að taka þær niður. Það er aðeins smekklegra,“ segir Lilja létt í bragði. Þau séu í það minnsta minna hrifin af nærbuxunum. Hún segir vinsældir girðingarinnar hafa kveikt þá hugmynd af koma upp einhverskonar söfnunarkassa svo þeir sem leggja leið sína að girðingunni gætu þá gefið fjárframlög sem myndu öll renna til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Það sé á planinu að koma því í framkvæmd.Þessi mynd birtist á Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar sumarið 2017. Það má segja að brjóstahaldarasprenging hafi orðið síðustu tvö ár á girðingunni.Anna Fríða JónsdóttirBúið að bætast mikið í undanfarið Það hefur ekki farið fram hjá neinum að júnímánuður bauð upp á sól og sumar og því margir landsmenn sem lögðu land undir fót. Það séu bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn sem staldra við nærri Brekkukoti á degi hverjum.Þessi unga kona nýtti tækifærið og lagði sitt af mörkum þegar ljósmyndara Vísis bar að garði.Vísir/vilhelm„Á hverjum degi eru tíu til tuttugu stopp, það er rosalega mikið verið að stoppa og skoða og fólk er að skilja eftir líka. Það er búið að bætast alveg rosalega í þetta,“ segir Lilja og tekur undir með blaðamanni að veðrið hafi sennilega ýtt undir þá þróun. Ferðamenn séu viljugri til þess að losa sig við eina flík þegar hitinn er mikill. Hún segir fjöldann vera orðin svo mikinn að það kalli á smá tiltekt á girðingunni. Margir haldararnir hafa hangið þarna í einhver ár, líklega orðnir veðurbarðir og muna fífil sinn fegurri. Því sé tilvalið að grisja aðeins til og búa til pláss fyrir aðra haldara sem vilja njóta sín á girðingunni við Brekkukot.
Rangárþing eystra Tengdar fréttir Skylda að skilja eftir brjóstahaldara í Brekkukoti Eigandi jarðarinnar Brekkukots undir Eyjafjöllum segir flesta brjóstahaldaranna í eigu ferðalanga sem eiga leið hjá. 6. júlí 2017 12:44 Breyta skipsbrú í heilsárshús með öllum nútíma þægindum Fjölskyldan sem á jörðina Brekkukot undir Eyjafjöllum býr á Selfossi en fer allar helgar og í öllum fríum í sveitina sína. Þau dvelja í hjólhýsi á meðan húsbóndinn gerir upp gömlu skipsbrúna sem verður breytt í heilsárs hús. Þar verður pláss fyrir þrjá með öllum þægindum sem hægt er að hugsa sér. Brúin mun fá nafnið Skarfur VE 128. 15. júlí 2017 21:05 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Sjá meira
Skylda að skilja eftir brjóstahaldara í Brekkukoti Eigandi jarðarinnar Brekkukots undir Eyjafjöllum segir flesta brjóstahaldaranna í eigu ferðalanga sem eiga leið hjá. 6. júlí 2017 12:44
Breyta skipsbrú í heilsárshús með öllum nútíma þægindum Fjölskyldan sem á jörðina Brekkukot undir Eyjafjöllum býr á Selfossi en fer allar helgar og í öllum fríum í sveitina sína. Þau dvelja í hjólhýsi á meðan húsbóndinn gerir upp gömlu skipsbrúna sem verður breytt í heilsárs hús. Þar verður pláss fyrir þrjá með öllum þægindum sem hægt er að hugsa sér. Brúin mun fá nafnið Skarfur VE 128. 15. júlí 2017 21:05