Kraftaverkið í Bern er 65 ára í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 16:30 Fritz Walter, fyrirliði Vestur-Þýskalands, með heimsmeistarabikarinn. Getty/ Ferdi Hartung Einn óvæntasti sigur knattspyrnusögunnar vannst á þessum degi fyrir 65 árum síðan. Þjóðverjar, þá Vestur-Þjóðverjar, urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn 4. júlí 1954 eftir 3-2 sigur á Ungverjalandi í úrslitaleiknum í Bern í Sviss. Þýska liðið kom þá í veg fyrir að lið, sem margir telja vera eitt besta knattspyrnulandslið sögunnar, náði að verða heimsmeistarar. Ungverjar voru Ólympíumeistarar frá 1952 og höfðu fyrir úrslitaleikinn leikið 32 leiki í röð án þess að tapa. Gulllið Ungverja var kallað „Mighty Magyars“ og í liðinu voru stórkostlegir knattspyrnumenn eins og framherjarnir Sándor Kocsis og Ferenc Puskás, sóknartengiliðurinn Nándor Hidegkuti, miðvörðurinn József Bozsik, kantmaðurinn Zoltán Czibor og markvörðurinn Gyula Grosics. Ungverska landsliðið var líka búið að eiga frábæra heimsmeistarakeppni, hafði unnið alla fjóra leiki sína og skorað í þeim 25 mörk eða 6,3 mörk að meðaltali í leik. Það sem gerði úrslitin í úrslitaleiknum enn ótrúlegri var að Ungverjar höfðu unnið 8-3 sigur á Vestur-Þjóðverjum í riðlakeppninni.Ungverska landsliðið komst líka í 2-0 eftir aðeins átta mínútna leik í úrslitaleiknum og það stefndi því í annan stórsigur. Vestur-Þjóðverjar minnkuðu muninn á 10. mínútu og jöfnuðu metin átta mínútum síðar. Helmut Rahn skoraði jöfnunarmarkið og síðan sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok. Sigur Vestur-Þjóðverja er almennt talinn hafa hjálpað þjóðinni að rífa sig upp eftir hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar. Ungverjar náðu aftur á móti aldrei upp á sama stall. Leikmenn eins og Sándor Kocsis og Ferenc Puskás spiluðu ekki fyrir ungverska landsliðið eftir að uppreisnin í Ungverjalandi braust út árið 1956.Vísir/GettyVísir/Getty HM 2022 í Katar Sviss Þýskaland Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Einn óvæntasti sigur knattspyrnusögunnar vannst á þessum degi fyrir 65 árum síðan. Þjóðverjar, þá Vestur-Þjóðverjar, urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn 4. júlí 1954 eftir 3-2 sigur á Ungverjalandi í úrslitaleiknum í Bern í Sviss. Þýska liðið kom þá í veg fyrir að lið, sem margir telja vera eitt besta knattspyrnulandslið sögunnar, náði að verða heimsmeistarar. Ungverjar voru Ólympíumeistarar frá 1952 og höfðu fyrir úrslitaleikinn leikið 32 leiki í röð án þess að tapa. Gulllið Ungverja var kallað „Mighty Magyars“ og í liðinu voru stórkostlegir knattspyrnumenn eins og framherjarnir Sándor Kocsis og Ferenc Puskás, sóknartengiliðurinn Nándor Hidegkuti, miðvörðurinn József Bozsik, kantmaðurinn Zoltán Czibor og markvörðurinn Gyula Grosics. Ungverska landsliðið var líka búið að eiga frábæra heimsmeistarakeppni, hafði unnið alla fjóra leiki sína og skorað í þeim 25 mörk eða 6,3 mörk að meðaltali í leik. Það sem gerði úrslitin í úrslitaleiknum enn ótrúlegri var að Ungverjar höfðu unnið 8-3 sigur á Vestur-Þjóðverjum í riðlakeppninni.Ungverska landsliðið komst líka í 2-0 eftir aðeins átta mínútna leik í úrslitaleiknum og það stefndi því í annan stórsigur. Vestur-Þjóðverjar minnkuðu muninn á 10. mínútu og jöfnuðu metin átta mínútum síðar. Helmut Rahn skoraði jöfnunarmarkið og síðan sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok. Sigur Vestur-Þjóðverja er almennt talinn hafa hjálpað þjóðinni að rífa sig upp eftir hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar. Ungverjar náðu aftur á móti aldrei upp á sama stall. Leikmenn eins og Sándor Kocsis og Ferenc Puskás spiluðu ekki fyrir ungverska landsliðið eftir að uppreisnin í Ungverjalandi braust út árið 1956.Vísir/GettyVísir/Getty
HM 2022 í Katar Sviss Þýskaland Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira