Stuðningur við breska Verkamannaflokkinn ekki minni í tíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2019 12:19 Corbyn hefur undanfarið krafist nýrra kosninga til að greiða úr Brexit-flækjunni. Óvíst er að flokkur hans kæmi vel út úr þeim ef marka má stöðuna nú. Vísir/EPA Verkamannaflokkur Jeremys Corbyn mælist nú aðeins fjórði stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands í nýrri skoðanakönnun Yougov og dagblaðsins The Times. Tæplega fimmti hver svarandi segist ætla að kjósa flokkinn og hefur fylgi hans ekki mælst minna frá því að hann var í ríkisstjórn og glímdi við fjármálakreppuna. Þrátt fyrir mánaðalangan vandræðagang á ríkisstjórn Íhaldsflokksins vegna útgöngunnar úr Evrópusambandinu hefur stuðningur við Verkamannaflokkinn dregist verulega saman. Íhaldsflokkurinn mælist með 24% stuðning í könnuninni og nýstofnaði Brexit-flokkurinn fær 23%. Frjálslyndir demókratar mælast með 20% fylgi, tveimur prósentustigum meira en Verkamannaflokkur Corbyn. Fylgi Verkamannaflokksins hefur aðeins einu sinni mælst 18%. Það var í maí árið 2009 þegar flokkurinn hafði verið við völd í tólf ár og ríkisstjórn Gordons Brown glímdi við fjármálakreppuna sem þá gekk yfir heimsbyggðina. Jon Ashworth, skuggaheilbrigðisráðherra Verkmannaflokksins, segir að yrði niðurstöður næstu kosninga í samræmi við könnunina yrði það stóráfall fyrir flokkinn. „Ég trúi ekki að þetta yrðu úrslitin í þingkosningum,“ segir hann.Innan við fjórðungur telur Corbyn hæfan leiðtoga Í tíð Corbyn leiðtoga hefur flokknum mistekist að nýta sér vandræðagang ríkisstjórnarinnar í kringum fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í könnun Yougov kemur fram að 57% þeirra sem kusu flokkinn í þingkosningunum árið 2017 ætli sér að kjósa aðra flokka næst. Corbyn hefur neitað að setja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna á stefnuskrána þrátt fyrir þrýsting margra úr eigin flokki. Þá hefur flokkurinn verið plagaður af ásökunum um gyðingaandúð í tíð hans. Um fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði með því að Bretland yrði um kyrrt í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 segjast nú styðja Verkamannaflokkinn. Hlutfallið hefur hríðlækkað úr 40% í apríl og 48% í byrjun árs. Aðeins 8% þeirra sem kusu með útgöngunni styðja flokkinn.Fréttastofa Sky-sjónvarpsstöðvarinnar segir að önnur skoðanakönnun sem gerð var fyrir Evening Standard í vikunni hafi leitt í ljós að Corbyn njóti minni persónufylgis en báðir frambjóðendurnir í leiðtogavali Íhaldsflokksins, Boris Johnson og Jeremy Hunt, og Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins. Innan við fjórðungur svarenda taldi Corbyn hæfan leiðtoga. Bretland Brexit Tengdar fréttir Corbyn vill kosningar Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Theresu May, forsætisráðherra, hafa tekið rétta ákvörðun. Hún tilkynnti í morgun að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní og að nýr leiðtogi yrði valinn. 24. maí 2019 12:26 Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30 Corbyn kallar eftir rannsókn á tildrögum fréttar um heilsufar sitt Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir opinberri rannsókn á tildrögum fréttar sem birtist í dagblaðinu The Times um að hann sé of veikburða til að gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. 2. júlí 2019 07:48 Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Verkamannaflokkur Jeremys Corbyn mælist nú aðeins fjórði stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands í nýrri skoðanakönnun Yougov og dagblaðsins The Times. Tæplega fimmti hver svarandi segist ætla að kjósa flokkinn og hefur fylgi hans ekki mælst minna frá því að hann var í ríkisstjórn og glímdi við fjármálakreppuna. Þrátt fyrir mánaðalangan vandræðagang á ríkisstjórn Íhaldsflokksins vegna útgöngunnar úr Evrópusambandinu hefur stuðningur við Verkamannaflokkinn dregist verulega saman. Íhaldsflokkurinn mælist með 24% stuðning í könnuninni og nýstofnaði Brexit-flokkurinn fær 23%. Frjálslyndir demókratar mælast með 20% fylgi, tveimur prósentustigum meira en Verkamannaflokkur Corbyn. Fylgi Verkamannaflokksins hefur aðeins einu sinni mælst 18%. Það var í maí árið 2009 þegar flokkurinn hafði verið við völd í tólf ár og ríkisstjórn Gordons Brown glímdi við fjármálakreppuna sem þá gekk yfir heimsbyggðina. Jon Ashworth, skuggaheilbrigðisráðherra Verkmannaflokksins, segir að yrði niðurstöður næstu kosninga í samræmi við könnunina yrði það stóráfall fyrir flokkinn. „Ég trúi ekki að þetta yrðu úrslitin í þingkosningum,“ segir hann.Innan við fjórðungur telur Corbyn hæfan leiðtoga Í tíð Corbyn leiðtoga hefur flokknum mistekist að nýta sér vandræðagang ríkisstjórnarinnar í kringum fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í könnun Yougov kemur fram að 57% þeirra sem kusu flokkinn í þingkosningunum árið 2017 ætli sér að kjósa aðra flokka næst. Corbyn hefur neitað að setja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna á stefnuskrána þrátt fyrir þrýsting margra úr eigin flokki. Þá hefur flokkurinn verið plagaður af ásökunum um gyðingaandúð í tíð hans. Um fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði með því að Bretland yrði um kyrrt í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 segjast nú styðja Verkamannaflokkinn. Hlutfallið hefur hríðlækkað úr 40% í apríl og 48% í byrjun árs. Aðeins 8% þeirra sem kusu með útgöngunni styðja flokkinn.Fréttastofa Sky-sjónvarpsstöðvarinnar segir að önnur skoðanakönnun sem gerð var fyrir Evening Standard í vikunni hafi leitt í ljós að Corbyn njóti minni persónufylgis en báðir frambjóðendurnir í leiðtogavali Íhaldsflokksins, Boris Johnson og Jeremy Hunt, og Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins. Innan við fjórðungur svarenda taldi Corbyn hæfan leiðtoga.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Corbyn vill kosningar Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Theresu May, forsætisráðherra, hafa tekið rétta ákvörðun. Hún tilkynnti í morgun að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní og að nýr leiðtogi yrði valinn. 24. maí 2019 12:26 Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30 Corbyn kallar eftir rannsókn á tildrögum fréttar um heilsufar sitt Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir opinberri rannsókn á tildrögum fréttar sem birtist í dagblaðinu The Times um að hann sé of veikburða til að gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. 2. júlí 2019 07:48 Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Corbyn vill kosningar Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Theresu May, forsætisráðherra, hafa tekið rétta ákvörðun. Hún tilkynnti í morgun að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní og að nýr leiðtogi yrði valinn. 24. maí 2019 12:26
Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30
Corbyn kallar eftir rannsókn á tildrögum fréttar um heilsufar sitt Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir opinberri rannsókn á tildrögum fréttar sem birtist í dagblaðinu The Times um að hann sé of veikburða til að gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. 2. júlí 2019 07:48
Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26