Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. júlí 2019 20:09 Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. Hagsmunir barnanna séu ekki hafðir að leiðarljósi í málum afganskra barna sem á að vísa aftur til Grikklands á næstu dögum. Stjórnvöld verði að bregðast við. Óhætt er að segja að mikið reiði hafi brotist út í samfélaginu vegna mála afganskra barna sem til stendur að vísa úr landi til Grikklands. Þar á meðal eru afgönsku drengirnir Mahdi og Ali Sarwary sem vísa átti úr landi fyrr í vikunni ásamt föður þeirra en það er vegna þess að þeir hafa nú þegar fengið vernd í Grikklandi. Brottvísun þeirra var frestað vegna mikils kvíða hjá öðrum drengnum. Einnig hefur fyrirhuguð brottvísun Zeinab Safari og fjölskyldu hennar, einnig til Grikklands, vakið hörð viðbrögð. Stjórnvöld hafa fengið það óþvegið á samfélagsmiðlum, ekki síst Vinstri grænir sem sakaðir eru um hræsni. Árið 2010 var tekin pólitísk ákvörðun hér á landi um það að hætta að senda hælisleitendur aftur til Grikklands vegna þess að aðstæður þóttu ekki fullnægjandi. Það sama á hins vegar ekki við um þá sem nú þegar hafa fengið vernd þar í landi. „Það er margt sem að bendir til þess að aðstæður þeirra séu síst betri og jafnvel stundum verri heldur en hælisleitenda af því að þegar að hælismeðferð sleppir þá er sú litla og takmarkaða þjónusta sem var í boði ekki lengur til staðar og það er raunveruleiki flestra að þau lenda bara á götunni,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri mannúðarsviðs Rauða Krossins.Mál séu metin með hagsmuni barnanna að leiðarljósi „Að okkar mati er það ólík aðstaða að vera inni í hæliskerfinu í Grikklandi og vera að sækja um alþjóðlega vernd, eða hafa farið í gegn um kerfið og fengið alþjóðlega vernd og hafa búið um tíma í Grikklandi,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunnar. Hvert mál sé þó metið sérstaklega og alltaf með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. „Við teljum að það hafi ekki verið gert á fullnægjandi hátt. Ef það hefði verið gert þá hefði niðurstaðan verið sú að það hefði verið börnunum fyrir bestu að vera í Íslandi þar sem að þau upplifa öryggi og ekki þá óöryggi og fátækt og heimilisleysi sem þau annars byggju við á Grikklandi,“ segir Atli. „Sé niðurstaðan sú að barnið eigi að snúa aftur með foreldri sínu þá er það augljóslega niðurstaðan að það hafi ekkert verið sem að mælti gegn því,“ segir Þorsteinn. Boðað hefur verið til mótmæla við Hallgrímskirkju á morgun vegna málanna. „Við förum bara eftir þeim lögum sem gilda hverju sinni og eins og staðan er í dag þá eru þetta lögin og þau stjórnvöld sem bera ábyrgð á því að taka þessar ákvarðanir hafa tekið sínar ákvarðanir,“ segir Þorsteinn. „Eðlilegt væri að það yrði tekin ákvörðun um það af hérlendum stjórnvöldum að hætta alfarið endursendingum til Grikklands. Þá ákvörðun væri hægt að taka á mjög skömmum tíma, þess vegna á allra næstu dögum, ef ekki í dag,“ segir Atli. Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. Hagsmunir barnanna séu ekki hafðir að leiðarljósi í málum afganskra barna sem á að vísa aftur til Grikklands á næstu dögum. Stjórnvöld verði að bregðast við. Óhætt er að segja að mikið reiði hafi brotist út í samfélaginu vegna mála afganskra barna sem til stendur að vísa úr landi til Grikklands. Þar á meðal eru afgönsku drengirnir Mahdi og Ali Sarwary sem vísa átti úr landi fyrr í vikunni ásamt föður þeirra en það er vegna þess að þeir hafa nú þegar fengið vernd í Grikklandi. Brottvísun þeirra var frestað vegna mikils kvíða hjá öðrum drengnum. Einnig hefur fyrirhuguð brottvísun Zeinab Safari og fjölskyldu hennar, einnig til Grikklands, vakið hörð viðbrögð. Stjórnvöld hafa fengið það óþvegið á samfélagsmiðlum, ekki síst Vinstri grænir sem sakaðir eru um hræsni. Árið 2010 var tekin pólitísk ákvörðun hér á landi um það að hætta að senda hælisleitendur aftur til Grikklands vegna þess að aðstæður þóttu ekki fullnægjandi. Það sama á hins vegar ekki við um þá sem nú þegar hafa fengið vernd þar í landi. „Það er margt sem að bendir til þess að aðstæður þeirra séu síst betri og jafnvel stundum verri heldur en hælisleitenda af því að þegar að hælismeðferð sleppir þá er sú litla og takmarkaða þjónusta sem var í boði ekki lengur til staðar og það er raunveruleiki flestra að þau lenda bara á götunni,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri mannúðarsviðs Rauða Krossins.Mál séu metin með hagsmuni barnanna að leiðarljósi „Að okkar mati er það ólík aðstaða að vera inni í hæliskerfinu í Grikklandi og vera að sækja um alþjóðlega vernd, eða hafa farið í gegn um kerfið og fengið alþjóðlega vernd og hafa búið um tíma í Grikklandi,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunnar. Hvert mál sé þó metið sérstaklega og alltaf með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. „Við teljum að það hafi ekki verið gert á fullnægjandi hátt. Ef það hefði verið gert þá hefði niðurstaðan verið sú að það hefði verið börnunum fyrir bestu að vera í Íslandi þar sem að þau upplifa öryggi og ekki þá óöryggi og fátækt og heimilisleysi sem þau annars byggju við á Grikklandi,“ segir Atli. „Sé niðurstaðan sú að barnið eigi að snúa aftur með foreldri sínu þá er það augljóslega niðurstaðan að það hafi ekkert verið sem að mælti gegn því,“ segir Þorsteinn. Boðað hefur verið til mótmæla við Hallgrímskirkju á morgun vegna málanna. „Við förum bara eftir þeim lögum sem gilda hverju sinni og eins og staðan er í dag þá eru þetta lögin og þau stjórnvöld sem bera ábyrgð á því að taka þessar ákvarðanir hafa tekið sínar ákvarðanir,“ segir Þorsteinn. „Eðlilegt væri að það yrði tekin ákvörðun um það af hérlendum stjórnvöldum að hætta alfarið endursendingum til Grikklands. Þá ákvörðun væri hægt að taka á mjög skömmum tíma, þess vegna á allra næstu dögum, ef ekki í dag,“ segir Atli.
Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira