Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 14:34 E. coli-sýkingu má rekja til ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals II í Bláskógabyggð. Vísir/Magnús Hlynur Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. Barnið hafði einnig umgengist barn með staðfesta E. coli-sýkingu fyrir átta dögum síðan en frá þessu er greint í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Barnið mun fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins en frekari niðurstöður úr rannsóknum og faraldsfræðilegum upplýsingum munu ekki liggja fyrir fyrr en eftir helgi. Í dag voru rannsökuð saursýni frá þremur einstaklingum með tilliti til E. coli-sýkinga, meðal annars úr fyrrnefndu barni sem talið er að sé með sýkinguna. Yfir helgina munu ekki verða gerðar frekari rannsóknir hvað varðar E. coli-sýkingar og því er ekki að vænta frekari tíðinda af faraldrinum fyrr en eftir helgi. Fyrr í dag var greint frá því að ekki hefði tekist að koma í veg fyrir smit og smitleiðir á bænum Efstadal II með þeim aðgerðum sem gripið var til þann 4. júlí síðastliðinn. Því hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur úr úrbætur á bænum. Sala íss skal stöðvuð þar til lþrif og sótthreinsun hafi verið gerð. Framleiðsla íss var stöðvuð 5. júlí síðastliðinn og verður ekki hafin að nýju fyrr en að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá hefur verið lokið við alþrif og sótthreinsun á veitingastað Efstadals II og aðlægum rýmum eins og farið var fram á. Aðgengi að dýrum skal vera lokað þar til að viðunandi hreinlætisaðstaða hefur verið sett upp, aðskilnaður milli veitingasvæða og dýra skal efldur og starfsmenn sem vinna við matvæli þurfa að sýna fram á að þeir séu ekki með bakteríuna STEC E. coli.Fréttin hefur verið uppfærð. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13 Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26 Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. Barnið hafði einnig umgengist barn með staðfesta E. coli-sýkingu fyrir átta dögum síðan en frá þessu er greint í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Barnið mun fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins en frekari niðurstöður úr rannsóknum og faraldsfræðilegum upplýsingum munu ekki liggja fyrir fyrr en eftir helgi. Í dag voru rannsökuð saursýni frá þremur einstaklingum með tilliti til E. coli-sýkinga, meðal annars úr fyrrnefndu barni sem talið er að sé með sýkinguna. Yfir helgina munu ekki verða gerðar frekari rannsóknir hvað varðar E. coli-sýkingar og því er ekki að vænta frekari tíðinda af faraldrinum fyrr en eftir helgi. Fyrr í dag var greint frá því að ekki hefði tekist að koma í veg fyrir smit og smitleiðir á bænum Efstadal II með þeim aðgerðum sem gripið var til þann 4. júlí síðastliðinn. Því hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur úr úrbætur á bænum. Sala íss skal stöðvuð þar til lþrif og sótthreinsun hafi verið gerð. Framleiðsla íss var stöðvuð 5. júlí síðastliðinn og verður ekki hafin að nýju fyrr en að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá hefur verið lokið við alþrif og sótthreinsun á veitingastað Efstadals II og aðlægum rýmum eins og farið var fram á. Aðgengi að dýrum skal vera lokað þar til að viðunandi hreinlætisaðstaða hefur verið sett upp, aðskilnaður milli veitingasvæða og dýra skal efldur og starfsmenn sem vinna við matvæli þurfa að sýna fram á að þeir séu ekki með bakteríuna STEC E. coli.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13 Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26 Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13
Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26
Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35