Segir ótækt að fólk sem vilji hefja búskap skuli vera í samkeppni við auðkýfinga um jarðakaup Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. júlí 2019 14:30 Jim Ratcliffe hefur staðið í stórtækum jarðakaupum hér á landi síðustu ár. vísir/getty Jafna þarf samkeppnisstöðu ungra bænda til að geta keypt jarðir hér á landi að mati formanns ungra bænda. Ótækt sé að fólk sem hefja vilji búskap sé í samkeppni við auðkýfinga um kaupin. Ríkistjórnin boðar herta löggjöf um jarðakaup auðmanna hér á landi og horfa þá sérstakalega til erlendra auðkýfinga. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, bindur vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Þróun síðustu ára sé óviðunandi segir ráðherra í samtali við Morgunblaðið í dag. Í vikunni bárust fregnir af því að félag í eigu Jim Ratcliffes- keypti á dögunum Brúarland 2 sem liggur að Hafralónsá í Þistilfirði. Fyrir eiga félög hans fjölda jarða á Norðausturlandi. Einnig var greint frá í vikunni að íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience hefði keypt jörðina Atlastaði í Svafaðardal. „Ungir bændur hafa ályktað í gegnum með ákveðnum hætti um að það þurfi að endurskoða jarðalögin og jafna samkeppnisstöðu ungra bænda við að geta keypt jarðir. Maður þurfi þá ekki að vera í samkeppni við erlenda auðkýfinga eða íslenska. Ég get alveg tekið undir með Sigurði Inga að það þurfi að endurskoða þetta,“ segir Jóna Björg Hlöðversdóttir, formaður ungra bænda. Vinna er í gangi á vegum stjórnvalda að endurskoða lög um eignarhald á bújörðum og komu meðal annars fram í tillögum starfshóps að þau skilyrði yrðu sett að eigendur jarða byggju sjálfir á jörðinni og að erlendir eigendur þyrftu að hafa þar lögheimili. Skiptar skoðanir eru um málið og bendir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, í skrifum á Eyjunni í dag á að Íslendingar festi kaup á fasteignum í öðrum löndum og það teljist sjálfsagt. Sama eigi að gilda í báðar áttir. Hann telur þetta þjóðernisrembing og veltir fyrir sér hvort eigendur landareigna eigi að bera kostnað af slíkum rembingi. „Það sem kannski okkur unga bændur mestu máli er að það sé byggð í sveitum. Það er það sem fyrst og síðast skiptir máli. Við viljum hafa fólk í sveitunum, við viljum að byggð sé upp þjónusta, skólar, leikskólar og heilbrigðisþjónusta og samgöngur. Það fáum við ekki nema að það sé fólk sem býr á jörðunum,“ segir Jóna Björg. Jarðakaup útlendinga Landbúnaður Tengdar fréttir Bjarkey segir að koma þurfi í veg fyrir stórtæk eignakaup "Það skiptir í raun engu máli hvort aðilinn er erlendur eða innlendur í sjálfu sér heldur fyrst og fremst að það sé ekki bara keypt í kippum hérna,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. 15. júlí 2019 22:26 Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30 Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Jafna þarf samkeppnisstöðu ungra bænda til að geta keypt jarðir hér á landi að mati formanns ungra bænda. Ótækt sé að fólk sem hefja vilji búskap sé í samkeppni við auðkýfinga um kaupin. Ríkistjórnin boðar herta löggjöf um jarðakaup auðmanna hér á landi og horfa þá sérstakalega til erlendra auðkýfinga. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, bindur vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Þróun síðustu ára sé óviðunandi segir ráðherra í samtali við Morgunblaðið í dag. Í vikunni bárust fregnir af því að félag í eigu Jim Ratcliffes- keypti á dögunum Brúarland 2 sem liggur að Hafralónsá í Þistilfirði. Fyrir eiga félög hans fjölda jarða á Norðausturlandi. Einnig var greint frá í vikunni að íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience hefði keypt jörðina Atlastaði í Svafaðardal. „Ungir bændur hafa ályktað í gegnum með ákveðnum hætti um að það þurfi að endurskoða jarðalögin og jafna samkeppnisstöðu ungra bænda við að geta keypt jarðir. Maður þurfi þá ekki að vera í samkeppni við erlenda auðkýfinga eða íslenska. Ég get alveg tekið undir með Sigurði Inga að það þurfi að endurskoða þetta,“ segir Jóna Björg Hlöðversdóttir, formaður ungra bænda. Vinna er í gangi á vegum stjórnvalda að endurskoða lög um eignarhald á bújörðum og komu meðal annars fram í tillögum starfshóps að þau skilyrði yrðu sett að eigendur jarða byggju sjálfir á jörðinni og að erlendir eigendur þyrftu að hafa þar lögheimili. Skiptar skoðanir eru um málið og bendir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, í skrifum á Eyjunni í dag á að Íslendingar festi kaup á fasteignum í öðrum löndum og það teljist sjálfsagt. Sama eigi að gilda í báðar áttir. Hann telur þetta þjóðernisrembing og veltir fyrir sér hvort eigendur landareigna eigi að bera kostnað af slíkum rembingi. „Það sem kannski okkur unga bændur mestu máli er að það sé byggð í sveitum. Það er það sem fyrst og síðast skiptir máli. Við viljum hafa fólk í sveitunum, við viljum að byggð sé upp þjónusta, skólar, leikskólar og heilbrigðisþjónusta og samgöngur. Það fáum við ekki nema að það sé fólk sem býr á jörðunum,“ segir Jóna Björg.
Jarðakaup útlendinga Landbúnaður Tengdar fréttir Bjarkey segir að koma þurfi í veg fyrir stórtæk eignakaup "Það skiptir í raun engu máli hvort aðilinn er erlendur eða innlendur í sjálfu sér heldur fyrst og fremst að það sé ekki bara keypt í kippum hérna,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. 15. júlí 2019 22:26 Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30 Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Bjarkey segir að koma þurfi í veg fyrir stórtæk eignakaup "Það skiptir í raun engu máli hvort aðilinn er erlendur eða innlendur í sjálfu sér heldur fyrst og fremst að það sé ekki bara keypt í kippum hérna,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. 15. júlí 2019 22:26
Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30
Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51