Segir ótækt að fólk sem vilji hefja búskap skuli vera í samkeppni við auðkýfinga um jarðakaup Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. júlí 2019 14:30 Jim Ratcliffe hefur staðið í stórtækum jarðakaupum hér á landi síðustu ár. vísir/getty Jafna þarf samkeppnisstöðu ungra bænda til að geta keypt jarðir hér á landi að mati formanns ungra bænda. Ótækt sé að fólk sem hefja vilji búskap sé í samkeppni við auðkýfinga um kaupin. Ríkistjórnin boðar herta löggjöf um jarðakaup auðmanna hér á landi og horfa þá sérstakalega til erlendra auðkýfinga. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, bindur vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Þróun síðustu ára sé óviðunandi segir ráðherra í samtali við Morgunblaðið í dag. Í vikunni bárust fregnir af því að félag í eigu Jim Ratcliffes- keypti á dögunum Brúarland 2 sem liggur að Hafralónsá í Þistilfirði. Fyrir eiga félög hans fjölda jarða á Norðausturlandi. Einnig var greint frá í vikunni að íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience hefði keypt jörðina Atlastaði í Svafaðardal. „Ungir bændur hafa ályktað í gegnum með ákveðnum hætti um að það þurfi að endurskoða jarðalögin og jafna samkeppnisstöðu ungra bænda við að geta keypt jarðir. Maður þurfi þá ekki að vera í samkeppni við erlenda auðkýfinga eða íslenska. Ég get alveg tekið undir með Sigurði Inga að það þurfi að endurskoða þetta,“ segir Jóna Björg Hlöðversdóttir, formaður ungra bænda. Vinna er í gangi á vegum stjórnvalda að endurskoða lög um eignarhald á bújörðum og komu meðal annars fram í tillögum starfshóps að þau skilyrði yrðu sett að eigendur jarða byggju sjálfir á jörðinni og að erlendir eigendur þyrftu að hafa þar lögheimili. Skiptar skoðanir eru um málið og bendir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, í skrifum á Eyjunni í dag á að Íslendingar festi kaup á fasteignum í öðrum löndum og það teljist sjálfsagt. Sama eigi að gilda í báðar áttir. Hann telur þetta þjóðernisrembing og veltir fyrir sér hvort eigendur landareigna eigi að bera kostnað af slíkum rembingi. „Það sem kannski okkur unga bændur mestu máli er að það sé byggð í sveitum. Það er það sem fyrst og síðast skiptir máli. Við viljum hafa fólk í sveitunum, við viljum að byggð sé upp þjónusta, skólar, leikskólar og heilbrigðisþjónusta og samgöngur. Það fáum við ekki nema að það sé fólk sem býr á jörðunum,“ segir Jóna Björg. Jarðakaup útlendinga Landbúnaður Tengdar fréttir Bjarkey segir að koma þurfi í veg fyrir stórtæk eignakaup "Það skiptir í raun engu máli hvort aðilinn er erlendur eða innlendur í sjálfu sér heldur fyrst og fremst að það sé ekki bara keypt í kippum hérna,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. 15. júlí 2019 22:26 Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30 Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Jafna þarf samkeppnisstöðu ungra bænda til að geta keypt jarðir hér á landi að mati formanns ungra bænda. Ótækt sé að fólk sem hefja vilji búskap sé í samkeppni við auðkýfinga um kaupin. Ríkistjórnin boðar herta löggjöf um jarðakaup auðmanna hér á landi og horfa þá sérstakalega til erlendra auðkýfinga. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, bindur vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Þróun síðustu ára sé óviðunandi segir ráðherra í samtali við Morgunblaðið í dag. Í vikunni bárust fregnir af því að félag í eigu Jim Ratcliffes- keypti á dögunum Brúarland 2 sem liggur að Hafralónsá í Þistilfirði. Fyrir eiga félög hans fjölda jarða á Norðausturlandi. Einnig var greint frá í vikunni að íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience hefði keypt jörðina Atlastaði í Svafaðardal. „Ungir bændur hafa ályktað í gegnum með ákveðnum hætti um að það þurfi að endurskoða jarðalögin og jafna samkeppnisstöðu ungra bænda við að geta keypt jarðir. Maður þurfi þá ekki að vera í samkeppni við erlenda auðkýfinga eða íslenska. Ég get alveg tekið undir með Sigurði Inga að það þurfi að endurskoða þetta,“ segir Jóna Björg Hlöðversdóttir, formaður ungra bænda. Vinna er í gangi á vegum stjórnvalda að endurskoða lög um eignarhald á bújörðum og komu meðal annars fram í tillögum starfshóps að þau skilyrði yrðu sett að eigendur jarða byggju sjálfir á jörðinni og að erlendir eigendur þyrftu að hafa þar lögheimili. Skiptar skoðanir eru um málið og bendir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, í skrifum á Eyjunni í dag á að Íslendingar festi kaup á fasteignum í öðrum löndum og það teljist sjálfsagt. Sama eigi að gilda í báðar áttir. Hann telur þetta þjóðernisrembing og veltir fyrir sér hvort eigendur landareigna eigi að bera kostnað af slíkum rembingi. „Það sem kannski okkur unga bændur mestu máli er að það sé byggð í sveitum. Það er það sem fyrst og síðast skiptir máli. Við viljum hafa fólk í sveitunum, við viljum að byggð sé upp þjónusta, skólar, leikskólar og heilbrigðisþjónusta og samgöngur. Það fáum við ekki nema að það sé fólk sem býr á jörðunum,“ segir Jóna Björg.
Jarðakaup útlendinga Landbúnaður Tengdar fréttir Bjarkey segir að koma þurfi í veg fyrir stórtæk eignakaup "Það skiptir í raun engu máli hvort aðilinn er erlendur eða innlendur í sjálfu sér heldur fyrst og fremst að það sé ekki bara keypt í kippum hérna,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. 15. júlí 2019 22:26 Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30 Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Bjarkey segir að koma þurfi í veg fyrir stórtæk eignakaup "Það skiptir í raun engu máli hvort aðilinn er erlendur eða innlendur í sjálfu sér heldur fyrst og fremst að það sé ekki bara keypt í kippum hérna,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. 15. júlí 2019 22:26
Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30
Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent