Fá heimili og fyrirtæki til að mæla matarsóun Birna Dröfn Jónasdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júlí 2019 04:00 Matarsóun á Íslandi er gríðarleg og engu minni en í öðrum Evrópulöndum. Vísir/Getty Gríðarlegu magni af matvælum er sóað á hverjum degi. Gert er ráð fyrir að Reykvíkingar hendi mat að andvirði 4,5 milljörðum árlega. Á þessu ári verður leitað til heimila og fyrirtækja til að kanna magn matarúrgangs. Hægt er að koma í veg fyrir matarsóun með góðri skipulagningu ásamt því að fylgjast betur með hvað er til í ísskápnum. Í haust mun Umhverfisstofnun leita til um eitt þúsund heimila og sjö hundruð fyrirtækja til að kanna matarsóun. Sambærileg könnun var framkvæmd árið 2016. Búist er við niðurstöðum snemma á næsta ári og vonast til að þá verði hægt að sjá hvort eitthvað hafi breyst á þessum þremur árum. Árið 2016 var upplýsingum safnað frá bæði heimilum og fyrirtækjum. Niðurstöður úr heimilishluta rannsóknarinnar sýndu að hver íbúi hér á landi hendir að meðaltali 23 kílóum af nýtanlegum mat á ári, 39 kílóum af ónýtanlegum mat, hellir niður 22 kílóum af matarolíu og fitu og 199 kílóum af drykkjum. Þar kom fram að matarsóun var sambærileg því sem mælist í öðrum Evrópulöndum og að ekki hafi verið munur eftir landsvæðum á hversu miklu fólk sóar. „Það eru margir óvissuþættir í þessum mælingum, þannig að það getur verið erfitt að bera saman. En það er eitt markmiðið núna, að þróa mælinguna áfram. Það eru ekki enn til neinar viðurkenndar eða staðlaðar aðferðir til að mæla matarsóun,“ segir Margrét Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Umhverfisstofnun fékk styrk frá Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins, til að framkvæma rannsóknina og segir Margrét að stofnunin hafi kallað sérstaklega eftir svokölluðum forrannsóknum [e. Pilot study] til að fá nánari vísbendingar um hvaða mælingar henti best til að mæla umfang matarsóunar.Skráningin fór síðast fram að vori, en mun nú fara fram að hausti til. Margrét segir að það hafi sýnt sig að heppilegra sé að framkvæma slíka könnun að hausti til að fá raunhæfari niðurstöður. Á vorin séu fleiri frídagar og fólk jafnvel á meira flakki. Fyrirtæki hafi einnig tjáð þeim að betra væri að svara slíkum könnunum að hausti til. „Þetta er tími þar sem er venjuleg rútína. Best væri auðvitað að geta mælt þetta yfir heilt ár, en það er of mikil vinna til að það sé framkvæmanlegt í raun. Þá þarf að finna einhvern „venjulegan“ tíma og áætla út frá honum en við vitum að það eru alltaf einhverjar sveiflur yfir árið sem er erfitt að mæla,“ segir Margrét. Dregið verður tilviljunarkennt úrtak fyrirtækja úr Fyrirtækjaskrá og heimila úr Þjóðskrá og þau fyrirtæki og heimili sem lenda í úrtakinu beðin um að vigta bæði nýtanlegan og ónýtanlegan matarúrgang í nokkra daga og skrá í dagbók. „Það er yfirleitt talin besta leiðin að vera með tilviljanakennd úrtök. Þá tekurðu út tilviljanir sem gætu skekkt niðurstöðurnar eins og að hlutfallslega margir úr einum hópi með svipaðar matarsóunarvenjur veljist í úrtakið en hlutfallslega fáir úr öðrum. Það ætti að styrkja niðurstöðurnar. Það verða rúmlega 1.000 heimili sem lenda í úrtaki. Síðast voru það 700 fyrirtæki og ég reikna með að fjöldinn verði svipaður í ár,“ segir Margrét.Fyrirtækjarannsóknin beinist að þeim fyrirtækjum sem ætla má að sýsli með mat, fyrirtækjum í landbúnaði, fiskvinnslu og annarri matvælaframleiðslu, fyrirtækjum í heildsölu og smásölu matvæla og fyrirtækjum sem framreiða mat, eins og veitingastöðum og opinberum mötuneytum í skólum og sjúkrastofnunum. Síðast þegar rannsóknin var framkvæmd fengust aðeins svör frá 84 fyrirtækjum af þeim 701 sem voru í úrtaki. Í skýrslu sem fylgir niðurstöðunum segir að mikilvægt sé að fá gögn frá fjölbreyttum fyrirtækjum. „Til að mynda fengust ekki gögn frá þeim fiskveiðifyrirtækjum, fiskvinnslufyrirtækjum og fyrirtækjum í mjólkuriðnaði sem lentu í úrtaki. Það skekkir óneitanlega samanburð við niðurstöður annarra landa þegar upplýsingar vantar frá svo stórum og mikilvægum atvinnugreinum,“ segir í skýrslunni. Spurð hvort hún hafi einhverjar tilgátur um niðurstöður segir Margrét að hún vilji, sem rannsakandi, lítið spá um það. „Það eina sem maður getur sagt sér er að það hefur verið mikil umfjöllun um matarsóun síðustu misserin og maður myndi ætla að það myndi hjálpa til að fólk nýti matinn betur. Bæði heimilin og fyrirtækin.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Umhverfismál Tengdar fréttir Öðruvísi matarsóun á sér stað í sumarfríinu Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari hefur látið sig matarsóun varða um árabil og hefur sem dæmi gert fjölda myndskeiða og haldið matreiðslunámskeið þar sem hún fer yfir ýmis atriði til að koma í veg fyrir matarsóun. 18. júlí 2019 07:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Gríðarlegu magni af matvælum er sóað á hverjum degi. Gert er ráð fyrir að Reykvíkingar hendi mat að andvirði 4,5 milljörðum árlega. Á þessu ári verður leitað til heimila og fyrirtækja til að kanna magn matarúrgangs. Hægt er að koma í veg fyrir matarsóun með góðri skipulagningu ásamt því að fylgjast betur með hvað er til í ísskápnum. Í haust mun Umhverfisstofnun leita til um eitt þúsund heimila og sjö hundruð fyrirtækja til að kanna matarsóun. Sambærileg könnun var framkvæmd árið 2016. Búist er við niðurstöðum snemma á næsta ári og vonast til að þá verði hægt að sjá hvort eitthvað hafi breyst á þessum þremur árum. Árið 2016 var upplýsingum safnað frá bæði heimilum og fyrirtækjum. Niðurstöður úr heimilishluta rannsóknarinnar sýndu að hver íbúi hér á landi hendir að meðaltali 23 kílóum af nýtanlegum mat á ári, 39 kílóum af ónýtanlegum mat, hellir niður 22 kílóum af matarolíu og fitu og 199 kílóum af drykkjum. Þar kom fram að matarsóun var sambærileg því sem mælist í öðrum Evrópulöndum og að ekki hafi verið munur eftir landsvæðum á hversu miklu fólk sóar. „Það eru margir óvissuþættir í þessum mælingum, þannig að það getur verið erfitt að bera saman. En það er eitt markmiðið núna, að þróa mælinguna áfram. Það eru ekki enn til neinar viðurkenndar eða staðlaðar aðferðir til að mæla matarsóun,“ segir Margrét Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Umhverfisstofnun fékk styrk frá Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins, til að framkvæma rannsóknina og segir Margrét að stofnunin hafi kallað sérstaklega eftir svokölluðum forrannsóknum [e. Pilot study] til að fá nánari vísbendingar um hvaða mælingar henti best til að mæla umfang matarsóunar.Skráningin fór síðast fram að vori, en mun nú fara fram að hausti til. Margrét segir að það hafi sýnt sig að heppilegra sé að framkvæma slíka könnun að hausti til að fá raunhæfari niðurstöður. Á vorin séu fleiri frídagar og fólk jafnvel á meira flakki. Fyrirtæki hafi einnig tjáð þeim að betra væri að svara slíkum könnunum að hausti til. „Þetta er tími þar sem er venjuleg rútína. Best væri auðvitað að geta mælt þetta yfir heilt ár, en það er of mikil vinna til að það sé framkvæmanlegt í raun. Þá þarf að finna einhvern „venjulegan“ tíma og áætla út frá honum en við vitum að það eru alltaf einhverjar sveiflur yfir árið sem er erfitt að mæla,“ segir Margrét. Dregið verður tilviljunarkennt úrtak fyrirtækja úr Fyrirtækjaskrá og heimila úr Þjóðskrá og þau fyrirtæki og heimili sem lenda í úrtakinu beðin um að vigta bæði nýtanlegan og ónýtanlegan matarúrgang í nokkra daga og skrá í dagbók. „Það er yfirleitt talin besta leiðin að vera með tilviljanakennd úrtök. Þá tekurðu út tilviljanir sem gætu skekkt niðurstöðurnar eins og að hlutfallslega margir úr einum hópi með svipaðar matarsóunarvenjur veljist í úrtakið en hlutfallslega fáir úr öðrum. Það ætti að styrkja niðurstöðurnar. Það verða rúmlega 1.000 heimili sem lenda í úrtaki. Síðast voru það 700 fyrirtæki og ég reikna með að fjöldinn verði svipaður í ár,“ segir Margrét.Fyrirtækjarannsóknin beinist að þeim fyrirtækjum sem ætla má að sýsli með mat, fyrirtækjum í landbúnaði, fiskvinnslu og annarri matvælaframleiðslu, fyrirtækjum í heildsölu og smásölu matvæla og fyrirtækjum sem framreiða mat, eins og veitingastöðum og opinberum mötuneytum í skólum og sjúkrastofnunum. Síðast þegar rannsóknin var framkvæmd fengust aðeins svör frá 84 fyrirtækjum af þeim 701 sem voru í úrtaki. Í skýrslu sem fylgir niðurstöðunum segir að mikilvægt sé að fá gögn frá fjölbreyttum fyrirtækjum. „Til að mynda fengust ekki gögn frá þeim fiskveiðifyrirtækjum, fiskvinnslufyrirtækjum og fyrirtækjum í mjólkuriðnaði sem lentu í úrtaki. Það skekkir óneitanlega samanburð við niðurstöður annarra landa þegar upplýsingar vantar frá svo stórum og mikilvægum atvinnugreinum,“ segir í skýrslunni. Spurð hvort hún hafi einhverjar tilgátur um niðurstöður segir Margrét að hún vilji, sem rannsakandi, lítið spá um það. „Það eina sem maður getur sagt sér er að það hefur verið mikil umfjöllun um matarsóun síðustu misserin og maður myndi ætla að það myndi hjálpa til að fólk nýti matinn betur. Bæði heimilin og fyrirtækin.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Umhverfismál Tengdar fréttir Öðruvísi matarsóun á sér stað í sumarfríinu Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari hefur látið sig matarsóun varða um árabil og hefur sem dæmi gert fjölda myndskeiða og haldið matreiðslunámskeið þar sem hún fer yfir ýmis atriði til að koma í veg fyrir matarsóun. 18. júlí 2019 07:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Öðruvísi matarsóun á sér stað í sumarfríinu Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari hefur látið sig matarsóun varða um árabil og hefur sem dæmi gert fjölda myndskeiða og haldið matreiðslunámskeið þar sem hún fer yfir ýmis atriði til að koma í veg fyrir matarsóun. 18. júlí 2019 07:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum