Þarf að útrýma staðalímyndum um fíkla Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 22:47 Fimmtíu prósent þeirra sem sóttu meðferð á sjúkrahúsinu Vogi árið 2018 áttu börn undir lögaldri. Yfirlæknir á Vogi segir að útrýma þurfi staðalímyndum um fíkla, þeir sem fari í meðferð séu líka fjölskyldufólk og uppalendur og börn þeirra þurfi aukin stuðning í samfélaginu. Árið 2018 komu 1247 einstaklingar á aldrinum 20 til 55 ára á Vog. 624 þeirra, eða um helmingur, áttu börn undir 18 ára aldri þegar þeir komu til innlagnar. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi áætlar því að um 1000 börn á Íslandi hafi átt foreldra sem fóru í meðferð árið 2018. Börn í þessari stöðu séu í erfðafræðilegri áhættu með að þróa með sér fíknisjúkdóm en einnig sé það félagslegi þátturinn sem spili mikið inn í. „Þau eru í áhættu fyrir margskonar áhrif, andleg áhrif og félagsleg áhrif umfram önnur börn ef þau eru í þessari stöðu. Það er mikilvægt að það sé tekið eftir því og þeim sé sinnt meira kannski heldur en þeim sem eru með betra og stöðugra umhverfi,“ segir hún. Enn bíða rúmlega 600 manns eftir plássi á Vogi og segir Valgerður það alltaf áhyggjuefni. Tölfræðin sýni að þar á meðal séu margir uppalendur. Foreldrar sem sækja í meðferð séu ekki hópur sem stendur utan samfélagsins, þau og börnin þeirra eru partur af því. „Þetta er fólk sem á börn í grunnskólum hérna á Íslandi. Þess vegna skiptir miklu máli hvernig við tölum um vandamálið. Að við séum ekki að úthrópa þetta sem eitthvað annað fólk. Heldur er þetta mál sem þarf að tala um á þann hátt að þetta sé uppbyggilegt og ekki særandi fyrir börn sem eiga aðstandendur í þessari stöðu,“ segir hún. Hún bendir á að umræðan í samfélaginu skipti máli. „Ef við byrjum bara hvað fjölmiðlar geta gert er að passa hvernig talað er um þetta, líka foreldrar og í foreldrafélögum og foreldrasamstarfi að passa hvernig talað er um þá sem hafa fíknisjúkdóm. Fara varlega og vita það að það eru einhver börn þarna í hópnum sem eru í stöðunni,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Fimmtíu prósent þeirra sem sóttu meðferð á sjúkrahúsinu Vogi árið 2018 áttu börn undir lögaldri. Yfirlæknir á Vogi segir að útrýma þurfi staðalímyndum um fíkla, þeir sem fari í meðferð séu líka fjölskyldufólk og uppalendur og börn þeirra þurfi aukin stuðning í samfélaginu. Árið 2018 komu 1247 einstaklingar á aldrinum 20 til 55 ára á Vog. 624 þeirra, eða um helmingur, áttu börn undir 18 ára aldri þegar þeir komu til innlagnar. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi áætlar því að um 1000 börn á Íslandi hafi átt foreldra sem fóru í meðferð árið 2018. Börn í þessari stöðu séu í erfðafræðilegri áhættu með að þróa með sér fíknisjúkdóm en einnig sé það félagslegi þátturinn sem spili mikið inn í. „Þau eru í áhættu fyrir margskonar áhrif, andleg áhrif og félagsleg áhrif umfram önnur börn ef þau eru í þessari stöðu. Það er mikilvægt að það sé tekið eftir því og þeim sé sinnt meira kannski heldur en þeim sem eru með betra og stöðugra umhverfi,“ segir hún. Enn bíða rúmlega 600 manns eftir plássi á Vogi og segir Valgerður það alltaf áhyggjuefni. Tölfræðin sýni að þar á meðal séu margir uppalendur. Foreldrar sem sækja í meðferð séu ekki hópur sem stendur utan samfélagsins, þau og börnin þeirra eru partur af því. „Þetta er fólk sem á börn í grunnskólum hérna á Íslandi. Þess vegna skiptir miklu máli hvernig við tölum um vandamálið. Að við séum ekki að úthrópa þetta sem eitthvað annað fólk. Heldur er þetta mál sem þarf að tala um á þann hátt að þetta sé uppbyggilegt og ekki særandi fyrir börn sem eiga aðstandendur í þessari stöðu,“ segir hún. Hún bendir á að umræðan í samfélaginu skipti máli. „Ef við byrjum bara hvað fjölmiðlar geta gert er að passa hvernig talað er um þetta, líka foreldrar og í foreldrafélögum og foreldrasamstarfi að passa hvernig talað er um þá sem hafa fíknisjúkdóm. Fara varlega og vita það að það eru einhver börn þarna í hópnum sem eru í stöðunni,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira