Bjarkey segir að koma þurfi í veg fyrir stórtæk eignakaup Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2019 22:26 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Vísir/Vilhelm „Það skiptir í raun engu máli hvort aðilinn er erlendur eða innlendur í sjálfu sér heldur fyrst og fremst að það sé ekki bara keypt í kippum hérna,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Bjarkey vakti athygli á mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir á síðasta þingári en hún segir mikla þörf á að veita kaupendum aðhald þegar kemur að kaupum á jörðum í stórum stíl. „Í fyrra skilaði starfshópur, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafði myndað, niðurstöðum í ítarlegri og góðri skýrslu og sú skýrsla var með ansi margar góðar tillögur sem að kannski ganga mest út á það að viðhalda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum og þar var meðal annars líka sagt að það kæmi til greina að festa ábúðarlögin, sem sagt ábúðarskyldu eða skilyrði um að það land sem skipulagt er sem landbúnaðarsvæði sé nýtt.“ Þetta sagði Bjarkey í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Bjarkey segir mál hennar um efnið sem hún lagði fram í fyrrahaust, sem ekki fékk afgreiðslu í nefnd, hafa vantað það að lögin giltu líka yfir innlenda aðila. „Það má auðvitað ekki gleyma því að, sérstaklega á norðaustur horninu og á Vestfjörðum eru eignir komnar í eigu erlendra aðila en það er nú ekki svo langt síðan að Lífsval keypti á fjórða tug jarða, ætli það séu ekki 10-15 ár, eitthvað svoleiðis?“ Í dag greindi RÚV frá því að fjárfestingafélagið Sólarsalir ehf. hafi nýverið fest kaup á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði. Eigandi félagsins, Jim Ratcliff, er breskur auðkýfingur og á hann fjölda eigna í Þistilfirði og Vopnafirði. Eftir þessi nýjustu kaup eiga félög í eigu Ratcliffes meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá en hún er vinsæl laxveiðiá í Þistilfirði. Í kjölfar þess að skýrsla starfshópsins, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kom á, var birt var settur af stað þverfaglegur hópur innan Stjórnarráðsins hvers markmið var að leita leiða til að halda búsetu á jörðum þrátt fyrir að ekki sé hægt að nýta þær til landbúnaðar. „Leitað er leiða til að sporna við íbúafækkun og öðru slíku og að koma í veg fyrir að einhver einn aðili geti eignast svona óheyrilega mikið af jörðum,“ segir Bjarkey. Reykjavík síðdegis Svalbarðshreppur Vopnafjörður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
„Það skiptir í raun engu máli hvort aðilinn er erlendur eða innlendur í sjálfu sér heldur fyrst og fremst að það sé ekki bara keypt í kippum hérna,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Bjarkey vakti athygli á mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir á síðasta þingári en hún segir mikla þörf á að veita kaupendum aðhald þegar kemur að kaupum á jörðum í stórum stíl. „Í fyrra skilaði starfshópur, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafði myndað, niðurstöðum í ítarlegri og góðri skýrslu og sú skýrsla var með ansi margar góðar tillögur sem að kannski ganga mest út á það að viðhalda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum og þar var meðal annars líka sagt að það kæmi til greina að festa ábúðarlögin, sem sagt ábúðarskyldu eða skilyrði um að það land sem skipulagt er sem landbúnaðarsvæði sé nýtt.“ Þetta sagði Bjarkey í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Bjarkey segir mál hennar um efnið sem hún lagði fram í fyrrahaust, sem ekki fékk afgreiðslu í nefnd, hafa vantað það að lögin giltu líka yfir innlenda aðila. „Það má auðvitað ekki gleyma því að, sérstaklega á norðaustur horninu og á Vestfjörðum eru eignir komnar í eigu erlendra aðila en það er nú ekki svo langt síðan að Lífsval keypti á fjórða tug jarða, ætli það séu ekki 10-15 ár, eitthvað svoleiðis?“ Í dag greindi RÚV frá því að fjárfestingafélagið Sólarsalir ehf. hafi nýverið fest kaup á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði. Eigandi félagsins, Jim Ratcliff, er breskur auðkýfingur og á hann fjölda eigna í Þistilfirði og Vopnafirði. Eftir þessi nýjustu kaup eiga félög í eigu Ratcliffes meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá en hún er vinsæl laxveiðiá í Þistilfirði. Í kjölfar þess að skýrsla starfshópsins, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kom á, var birt var settur af stað þverfaglegur hópur innan Stjórnarráðsins hvers markmið var að leita leiða til að halda búsetu á jörðum þrátt fyrir að ekki sé hægt að nýta þær til landbúnaðar. „Leitað er leiða til að sporna við íbúafækkun og öðru slíku og að koma í veg fyrir að einhver einn aðili geti eignast svona óheyrilega mikið af jörðum,“ segir Bjarkey.
Reykjavík síðdegis Svalbarðshreppur Vopnafjörður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira