Ætla að sjá síldarbræðslu en ramba þá inn í listaverkasali Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júlí 2019 21:29 Gamla síldarverksmiðjan á Hjalteyri við Eyjafjörð. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Gamla síldarbræðslan á Hjalteyri hefur þróast upp í listamiðstöð og þykir nú framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Verksmiðjusalirnir gegna þessar vikurnar hlutverki kvikmyndasala þar sem mynd- og hljóðverk fjölda listamanna birtast áhorfendum í ólíkustu skúmaskotum, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Hún var sögð stærsta síldarverksmiðja Evrópu þegar hún var byggð árið 1937 og starfaði síðan um nærri þrjátíu ára skeið fram til ársins 1966. Lengi var litið á hana sem ljótar verksmiðjurústir en æ fleiri sjá hana núna sem menningarminjar. Hún kallast einfaldlega Verksmiðjan, starfsemin sem myndlistarmaðurinn Gústav Geir Bollason fer fyrir; sem er að nýta húsin sem sýningarsali og vinnustofur fyrir óhefðbundna samtímalist, en verkefnið hófst fyrir liðlega áratug.Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er mjög mikið mynd og hljóð, það er að segja kvikmyndaverk, hljóðverk og slíkir hlutir,“ segir Gústav, sem alinn er upp á kirkjustaðnum Laufási, handan fjarðar. Þegar inn er komið mæta áhorfendum hljóð og myndir úr ýmsum áttum, af hráum veggjum eða mismunandi gömlum skjám. Um þessar mundir er verið að sýna fimmtán verk eftir tíu erlenda listamenn. Innan um gömul mjölsíló rúlla ólík myndverk, sum eru heimildamyndir en ekki endilega í tengslum við raunveruleikann. „Og hafa öll svolitla pólitíska nálgun á kvikmyndafrásögnina,“ segir Gústav.Þegar gengið er um verksmiðjusalina birtast kvikmyndaverk eða vídeólistaverk með tilheyrandi hljóðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir þremur árum hlaut Verksmiðjan á Hjalteyri Eyrarrósina, sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. En sá Gústav eitthvað heillandi við það að nýta gamla síldarverksmiðju með þessum hætti? „Já, bara algjörlega. Mér fannst hún vera alveg tilvalin í það,“ svarar hann og segir húsið fallegt. Gústav segir aðsóknina upp og ofan en hún sé mest í júlí og ágúst. „Það er kannski svolítið gaman að það eru svo margir sem koma hingað fyrir tilviljun. Eru kannski bara á ferðinni, koma hingað niður eftir og uppgötva þetta. Það eru bæði Íslendingar og útlendingar sem voru kannski ekki alveg meðvitaðir um þetta.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Myndlist Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Gamla síldarbræðslan á Hjalteyri hefur þróast upp í listamiðstöð og þykir nú framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Verksmiðjusalirnir gegna þessar vikurnar hlutverki kvikmyndasala þar sem mynd- og hljóðverk fjölda listamanna birtast áhorfendum í ólíkustu skúmaskotum, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Hún var sögð stærsta síldarverksmiðja Evrópu þegar hún var byggð árið 1937 og starfaði síðan um nærri þrjátíu ára skeið fram til ársins 1966. Lengi var litið á hana sem ljótar verksmiðjurústir en æ fleiri sjá hana núna sem menningarminjar. Hún kallast einfaldlega Verksmiðjan, starfsemin sem myndlistarmaðurinn Gústav Geir Bollason fer fyrir; sem er að nýta húsin sem sýningarsali og vinnustofur fyrir óhefðbundna samtímalist, en verkefnið hófst fyrir liðlega áratug.Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er mjög mikið mynd og hljóð, það er að segja kvikmyndaverk, hljóðverk og slíkir hlutir,“ segir Gústav, sem alinn er upp á kirkjustaðnum Laufási, handan fjarðar. Þegar inn er komið mæta áhorfendum hljóð og myndir úr ýmsum áttum, af hráum veggjum eða mismunandi gömlum skjám. Um þessar mundir er verið að sýna fimmtán verk eftir tíu erlenda listamenn. Innan um gömul mjölsíló rúlla ólík myndverk, sum eru heimildamyndir en ekki endilega í tengslum við raunveruleikann. „Og hafa öll svolitla pólitíska nálgun á kvikmyndafrásögnina,“ segir Gústav.Þegar gengið er um verksmiðjusalina birtast kvikmyndaverk eða vídeólistaverk með tilheyrandi hljóðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir þremur árum hlaut Verksmiðjan á Hjalteyri Eyrarrósina, sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. En sá Gústav eitthvað heillandi við það að nýta gamla síldarverksmiðju með þessum hætti? „Já, bara algjörlega. Mér fannst hún vera alveg tilvalin í það,“ svarar hann og segir húsið fallegt. Gústav segir aðsóknina upp og ofan en hún sé mest í júlí og ágúst. „Það er kannski svolítið gaman að það eru svo margir sem koma hingað fyrir tilviljun. Eru kannski bara á ferðinni, koma hingað niður eftir og uppgötva þetta. Það eru bæði Íslendingar og útlendingar sem voru kannski ekki alveg meðvitaðir um þetta.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Myndlist Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira