Deilihagkerfið í miklum blóma Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2019 19:30 Rakel Garðarsdóttir segir deilihagkerfi vera það sem þurfi að koma á á Íslandi. Vísir/Valgarður Rakel Garðarsdóttir hefur fjallað mikið um umhverfismál og þá sérstaklega matarsóun á Facebooksíðu sem heitir Vakandi. Á síðunni birtist reglulega umfjöllun eða fréttir um umhverfismál auk hagnýtra ráða til að auka nýtingu matvæla. Rakel er mikill talsmaður svokallaðs deilihagkerfis en hún ræddi það í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Deilihagkerfi er svona aftur til fortíðar kannski og það er akkúrat það sem þarf að gerast, við þurfum aðeins að breyta því hvernig við neytum og hvernig við framleiðum,“ sagði Rakel. „Þegar ég var lítil og kom að öskudegi þá fórum við og leigðum búninga, það var aldrei keypt, það voru bara búningaleigur Þetta er farið að dúkka upp aftur, stóru tískurisarnir eru farnir að vera með útleigu á fatnaði.“ Sem dæmi um álíka þjónustu sem finnst hér á landi hér á landi nefndi Rakel Trendport, Extraloppuna og Barnaloppuna en það eru allt þjónustur sem bjóða fólki upp á að leigja bás þar sem það getur selt föt án þess að þurfa að vera á staðnum. Rakel nefndi einnig dæmi um snjallsímaforritið Olio, sem notað er í Bretlandi, þar sem hægt er að deila mat með fólki. Hægt er að deila afgöngum eða mat sem ekki verður nýttur. „Þegar maður var fátækur námsmaður þá var maður svo úrræðagóður. Þá leigði maður alltaf með einhverjum og deildi öllu með einhverjum. Það fór einn í búðina kannski aðra hverja viku og keypti klósettpappír og öllu var deilt,“ sagði Rakel. „Þetta er eiginlega eina systemið sem gengur upp. Við erum alltaf að verða fleiri og fleiri og þessi offramleiðsla gengur ekki.“ Bítið Neytendur Umhverfismál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Rakel Garðarsdóttir hefur fjallað mikið um umhverfismál og þá sérstaklega matarsóun á Facebooksíðu sem heitir Vakandi. Á síðunni birtist reglulega umfjöllun eða fréttir um umhverfismál auk hagnýtra ráða til að auka nýtingu matvæla. Rakel er mikill talsmaður svokallaðs deilihagkerfis en hún ræddi það í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Deilihagkerfi er svona aftur til fortíðar kannski og það er akkúrat það sem þarf að gerast, við þurfum aðeins að breyta því hvernig við neytum og hvernig við framleiðum,“ sagði Rakel. „Þegar ég var lítil og kom að öskudegi þá fórum við og leigðum búninga, það var aldrei keypt, það voru bara búningaleigur Þetta er farið að dúkka upp aftur, stóru tískurisarnir eru farnir að vera með útleigu á fatnaði.“ Sem dæmi um álíka þjónustu sem finnst hér á landi hér á landi nefndi Rakel Trendport, Extraloppuna og Barnaloppuna en það eru allt þjónustur sem bjóða fólki upp á að leigja bás þar sem það getur selt föt án þess að þurfa að vera á staðnum. Rakel nefndi einnig dæmi um snjallsímaforritið Olio, sem notað er í Bretlandi, þar sem hægt er að deila mat með fólki. Hægt er að deila afgöngum eða mat sem ekki verður nýttur. „Þegar maður var fátækur námsmaður þá var maður svo úrræðagóður. Þá leigði maður alltaf með einhverjum og deildi öllu með einhverjum. Það fór einn í búðina kannski aðra hverja viku og keypti klósettpappír og öllu var deilt,“ sagði Rakel. „Þetta er eiginlega eina systemið sem gengur upp. Við erum alltaf að verða fleiri og fleiri og þessi offramleiðsla gengur ekki.“
Bítið Neytendur Umhverfismál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira