Segir stjórnvöld ekki virða viðmið landlæknis um mönnun á hjúkrunarheimilum Gígja Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 20:45 Áttatíu og sex ára gömlu kona sem dvelur á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu fær ekki viðeigandi aðhlynningu á stofnuninni að sögn dætra hennar. Þær telja það stafa af manneklu. Forstjóri Hrafnistu segir það hins vegar ekki vera vandamálið, heldur virði stjórnvöld ekki viðmið landlæknis um mönnun hjúkrunarheimila. Konan þarf aðstoð við öll dagleg verk. Hún veiktist og lá fyrir fyrstu vikur dvalarinnar á Hrafnistu. Dætur hennar segja líkamlegt ástand hennar hafa verið mjög slæmt eftir það. Hún hafi ekki verið þrifin reglulega og var með brunasár vísvegar um líkamann. Þær hafi setið þrjá fundi með stjórnendum hjúkrunarheimilisins en lítið breytist. „Það er hlustað, það er punktað niður það er sagt við okkur að þetta verði lagað og gengið í þessi mál en það hefur ekkert lagast,“ segir Olga Emilía Ágústsdóttir, dóttir konunnar. Olga segir fleiri starfsmenn vanta á deildina til að veita móður hennar og öðrum sem þar búa viðeigandi aðhlynningu. „Það er mikil umönnun sem þetta fólk þarf. Þær eru yfirleitt ekki nema tvær, og það hefur komið fyrir að það sé bara ein með níu manns,“ segir hún Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir hins vegar manneklu ekki vera vandamálið. „Á Hrafnistu í Laugarási er ekki skortur á starfsfólki sem slíkt en við á Hrafnistu heimilunum, rétt eins flestum öðrum hjúkrunarheimilum myndum gjarnar kjósa að stjórnvöld og alþingismenn virtu viðmið um mönnun á hjúkrunarheimilum,“ segir Pétur. Vísar hann þá í viðmið Embættis landlæknis frá árinu 2015. Olga vill álykta að ekki sé við starfsfólkið að sakast. „Þetta er ekki árás á starfsfólkið því við vitum að þau eru að gera sitt besta og við vitum að stjórn Hrafnistu er að gera sitt besta,“ segir Olga. Hún biðlar til stjórnvalda að gera eitthvað í málunum. „Það er kominn tími til að þið farið að hugsa um gamla fólkið,“ segir Olga. Heilbrigðismál Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Áttatíu og sex ára gömlu kona sem dvelur á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu fær ekki viðeigandi aðhlynningu á stofnuninni að sögn dætra hennar. Þær telja það stafa af manneklu. Forstjóri Hrafnistu segir það hins vegar ekki vera vandamálið, heldur virði stjórnvöld ekki viðmið landlæknis um mönnun hjúkrunarheimila. Konan þarf aðstoð við öll dagleg verk. Hún veiktist og lá fyrir fyrstu vikur dvalarinnar á Hrafnistu. Dætur hennar segja líkamlegt ástand hennar hafa verið mjög slæmt eftir það. Hún hafi ekki verið þrifin reglulega og var með brunasár vísvegar um líkamann. Þær hafi setið þrjá fundi með stjórnendum hjúkrunarheimilisins en lítið breytist. „Það er hlustað, það er punktað niður það er sagt við okkur að þetta verði lagað og gengið í þessi mál en það hefur ekkert lagast,“ segir Olga Emilía Ágústsdóttir, dóttir konunnar. Olga segir fleiri starfsmenn vanta á deildina til að veita móður hennar og öðrum sem þar búa viðeigandi aðhlynningu. „Það er mikil umönnun sem þetta fólk þarf. Þær eru yfirleitt ekki nema tvær, og það hefur komið fyrir að það sé bara ein með níu manns,“ segir hún Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir hins vegar manneklu ekki vera vandamálið. „Á Hrafnistu í Laugarási er ekki skortur á starfsfólki sem slíkt en við á Hrafnistu heimilunum, rétt eins flestum öðrum hjúkrunarheimilum myndum gjarnar kjósa að stjórnvöld og alþingismenn virtu viðmið um mönnun á hjúkrunarheimilum,“ segir Pétur. Vísar hann þá í viðmið Embættis landlæknis frá árinu 2015. Olga vill álykta að ekki sé við starfsfólkið að sakast. „Þetta er ekki árás á starfsfólkið því við vitum að þau eru að gera sitt besta og við vitum að stjórn Hrafnistu er að gera sitt besta,“ segir Olga. Hún biðlar til stjórnvalda að gera eitthvað í málunum. „Það er kominn tími til að þið farið að hugsa um gamla fólkið,“ segir Olga.
Heilbrigðismál Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira