Segir gagnrýni á áttundu þáttaröð Game of Thrones kjánalega Andri Eysteinsson skrifar 15. júlí 2019 11:00 Nikolaj Coster-Waldau (hægri) lék hlutverk Jaime Lannister í þáttunum vinsælu. Getty/ Danielle Del Valle Áttunda og jafnframt síðasta þáttaröð HBO þáttanna Game of Thrones, sem sýndir voru á Stöð 2 fyrr á árinu, var harðlega gagnrýnd af aðdáendum víða sem sökuðu mennina að baki þáttunum um áhugaleysi og skemmdarverk. Gengu aðdáendur svo langt að sett var af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað var á HBO að taka þættina úr birtingu, skrifa handritið upp á nýtt og gefa út nýja þætti. Leikarinn Nikolaj Coster-Waldau, sem lék Jaime Lannister, gefur lítið fyrir slíka gagnrýni á þáttaröðina og þá DB Weiss og Dan Benoiff. Daninn Coster-Waldau var gestur á ráðstefnunni Con of Thrones í Nashville í Tennessee á dögunum, ásamt fleiri leikurum úr þáttunum. Um gagnrýni sem þáttaröðin, Weiss og Benioff hafa hlotið sagði Costar-Waldau: „Að nokkur skuli halda að mennirnir sem sköpuðu þættina sé ekki þeir ástríðufyllstu í ferlinu. Að halda að þeir hafi helgað þáttunum 10 ár af sínu lífi án þess að haf leitt hugan að því hvernig þættirnir skyldu enda er kjánalegt,“ sagði Coster-Waldau og bætti við að allir sem unnu að þáttunum hafi gefið allt sitt í verkefnið, til þess að búa til eins góða þætti og mögulegt var.Sjá má umræður Coster-Waldau, Jerome Flynn (Bronn), Hönnuh Murray (Gilly), og Miltos Yerolemou (Syrio Forel), í spilaranum hér að neðan. Ummælin sem vísað er til í fréttinni heyrast eftir rúma 21 mínútu. Game of Thrones Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Áttunda og jafnframt síðasta þáttaröð HBO þáttanna Game of Thrones, sem sýndir voru á Stöð 2 fyrr á árinu, var harðlega gagnrýnd af aðdáendum víða sem sökuðu mennina að baki þáttunum um áhugaleysi og skemmdarverk. Gengu aðdáendur svo langt að sett var af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað var á HBO að taka þættina úr birtingu, skrifa handritið upp á nýtt og gefa út nýja þætti. Leikarinn Nikolaj Coster-Waldau, sem lék Jaime Lannister, gefur lítið fyrir slíka gagnrýni á þáttaröðina og þá DB Weiss og Dan Benoiff. Daninn Coster-Waldau var gestur á ráðstefnunni Con of Thrones í Nashville í Tennessee á dögunum, ásamt fleiri leikurum úr þáttunum. Um gagnrýni sem þáttaröðin, Weiss og Benioff hafa hlotið sagði Costar-Waldau: „Að nokkur skuli halda að mennirnir sem sköpuðu þættina sé ekki þeir ástríðufyllstu í ferlinu. Að halda að þeir hafi helgað þáttunum 10 ár af sínu lífi án þess að haf leitt hugan að því hvernig þættirnir skyldu enda er kjánalegt,“ sagði Coster-Waldau og bætti við að allir sem unnu að þáttunum hafi gefið allt sitt í verkefnið, til þess að búa til eins góða þætti og mögulegt var.Sjá má umræður Coster-Waldau, Jerome Flynn (Bronn), Hönnuh Murray (Gilly), og Miltos Yerolemou (Syrio Forel), í spilaranum hér að neðan. Ummælin sem vísað er til í fréttinni heyrast eftir rúma 21 mínútu.
Game of Thrones Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira