Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júlí 2019 22:16 Helgi Steinsson og dæturnar Jónína og Gunnþórunn á Syðri-Bægisá settust niður stutta stund með fréttamanni til að spjalla um heyskapinn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. Rætt var við bændur í Öxnadal í fréttum Stöðvar 2. Herdeildir heyvinnuvéla hafa verið á túnum á Norðurlandi í veðurblíðunni að undanförnu. Sjá mátti fólk í heyskap nánast á hverjum bæ í sveitum Eyjafjarðar þegar við fórum þar um í vikunni.Frá heyskap á Þverá í Öxnadal í vikunni. Hraundrangi í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er liðnar yfir sex vikur frá því fyrstu fregnir bárust af heyskap sunnanlands. En hvernig skyldi ganga hjá bændum norðanlands? Á Þverá í Öxnadal var Þorsteinn Rútsson að ljúka fyrsta slætti og Arnar Ingi Tryggvason var að snúa en þeir hófu heyskap um miðjan júní. Þorsteinn Rútsson og Arnar Ingi Tryggvason, bændur á Þverá.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það gekk náttúrulega bara mjög illa með sprettu vegna þurrka. Það er einstakt hvað það er búið að vera þurrt í vor og kalt um tíma,“ segir Þorsteinn. „Verið frekar dræmt,“ bætir Arnar við. „Þannig að það er minni heyfengur í ár bara yfirleitt held ég á svæðinu hér norðanlands heldur en verið hefur undanfarið,“ segir Þorsteinn.Á Syðri-Bægisá var verið að rúllubinda.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Syðri Bægisá var Helgi Steinsson að rúllubinda með dætrum sínum, þeim Gunnþórunni og Jónínu, meðan húsmóðirin, Ragnheiður Þorsteinsdóttir, sá um að loka rúllunum. „Það hefur gengið nokkuð vel en þurrkurinn er búinn að há okkur verulega hérna. Síðustu rigningar komu hérna 12. maí og síðan kom eiginlega ekkert fyrr en bara núna. Túnin eru farin að brenna og engin spretta að ráði,“ segir Helgi.Bændum í Öxnadal finnst uppskeran rýr af túnunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Syðri-Bægisá hófu þau slátt 20. júní og finnst uppskeran rýr. „Yfirleitt hefur það ekki verið mikið verra en þetta. Það er þá frekar í seinni slætti. Fyrri sláttur hefur yfirleitt verið nokkuð góður en brunnið þá í seinni slætti,“ segir Helgi.Syðri-Bægisá telst neðsti bær í Öxnadal. Séð niður Hörgárdal í átt til Eyjafjarðar. Fjallið Kaldbakur fjærst fyrir miðju.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En hvernig horfir þá með seinni slátt? „Við fengum góða dembu núna í síðustu viku. Ef að það kannski bleytir eitthvað meira aftur þá lítur bara vel út með hann,“ svarar Helgi.Pabbinn og dæturnar ræða við fréttamann. Þriðja dóttirin var í vinnu í sundlauginni á Þelamörk.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Meðan við sátum á spjalli með feðginunum var húsmóðirin farin að sækja kýrnar til mjalta. Og dæturnar láta ekki sitt eftir liggja í heyskapnum. „Þetta er bara það skemmtilegasta sem maður gerir,“ segir Jónína og Gunnþórunn tekur undir. Pabbinn segir þær mjög áhugasamar og kunni vel til verka, eins og heyra má hér í frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Landbúnaður Tengdar fréttir Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. Rætt var við bændur í Öxnadal í fréttum Stöðvar 2. Herdeildir heyvinnuvéla hafa verið á túnum á Norðurlandi í veðurblíðunni að undanförnu. Sjá mátti fólk í heyskap nánast á hverjum bæ í sveitum Eyjafjarðar þegar við fórum þar um í vikunni.Frá heyskap á Þverá í Öxnadal í vikunni. Hraundrangi í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er liðnar yfir sex vikur frá því fyrstu fregnir bárust af heyskap sunnanlands. En hvernig skyldi ganga hjá bændum norðanlands? Á Þverá í Öxnadal var Þorsteinn Rútsson að ljúka fyrsta slætti og Arnar Ingi Tryggvason var að snúa en þeir hófu heyskap um miðjan júní. Þorsteinn Rútsson og Arnar Ingi Tryggvason, bændur á Þverá.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það gekk náttúrulega bara mjög illa með sprettu vegna þurrka. Það er einstakt hvað það er búið að vera þurrt í vor og kalt um tíma,“ segir Þorsteinn. „Verið frekar dræmt,“ bætir Arnar við. „Þannig að það er minni heyfengur í ár bara yfirleitt held ég á svæðinu hér norðanlands heldur en verið hefur undanfarið,“ segir Þorsteinn.Á Syðri-Bægisá var verið að rúllubinda.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Syðri Bægisá var Helgi Steinsson að rúllubinda með dætrum sínum, þeim Gunnþórunni og Jónínu, meðan húsmóðirin, Ragnheiður Þorsteinsdóttir, sá um að loka rúllunum. „Það hefur gengið nokkuð vel en þurrkurinn er búinn að há okkur verulega hérna. Síðustu rigningar komu hérna 12. maí og síðan kom eiginlega ekkert fyrr en bara núna. Túnin eru farin að brenna og engin spretta að ráði,“ segir Helgi.Bændum í Öxnadal finnst uppskeran rýr af túnunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Syðri-Bægisá hófu þau slátt 20. júní og finnst uppskeran rýr. „Yfirleitt hefur það ekki verið mikið verra en þetta. Það er þá frekar í seinni slætti. Fyrri sláttur hefur yfirleitt verið nokkuð góður en brunnið þá í seinni slætti,“ segir Helgi.Syðri-Bægisá telst neðsti bær í Öxnadal. Séð niður Hörgárdal í átt til Eyjafjarðar. Fjallið Kaldbakur fjærst fyrir miðju.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En hvernig horfir þá með seinni slátt? „Við fengum góða dembu núna í síðustu viku. Ef að það kannski bleytir eitthvað meira aftur þá lítur bara vel út með hann,“ svarar Helgi.Pabbinn og dæturnar ræða við fréttamann. Þriðja dóttirin var í vinnu í sundlauginni á Þelamörk.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Meðan við sátum á spjalli með feðginunum var húsmóðirin farin að sækja kýrnar til mjalta. Og dæturnar láta ekki sitt eftir liggja í heyskapnum. „Þetta er bara það skemmtilegasta sem maður gerir,“ segir Jónína og Gunnþórunn tekur undir. Pabbinn segir þær mjög áhugasamar og kunni vel til verka, eins og heyra má hér í frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Landbúnaður Tengdar fréttir Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01