Leita skuli leiða til að hindra að örnefni á ensku festi sig í sessi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2019 17:58 Frá brúnni yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Myndin er úr safni. Vegagerðin Örnefnanefnd hefur sent sveitarfélögum landsins bréf þar sem tilmælum er beint til sveitarstjórna að leita leiða til þess að bregðast við aukinni þýðingu íslenskra örnefna yfir á ensku, og koma þannig í veg fyrir að ensku heitin ryðji þeim íslensku úr vegi. Í bréfinu er vísað til þáttarins Spegilsins á Rás 1 þar sem fjallað var um ensk nöfn yfir íslenska staði. Innslagið bar yfirskriftina „Tók Diamond Beach Breiðamerkursand af Google?“ og vísar til þess að á kortavefnum Google Maps er ekki hægt að finna Breiðamerkursand undir sínu rétta örnefni. Sé Diamond Beach hins vegar slegið inn, blasir Breiðamerkursandur í allri sinni dýrð við þeim sem leitar. Í bréfinu eru tekin fleiri dæmi um íslensk örnefni sem snarað hefur verið yfir á ensku. Til að mynda Whispering Cliffs í stað Hljóðukletta, eða Black Sand Beach í stað Reynisfjöru. „Að skýra íslensk örnefni með því að þýða þau á erlend mál getur í vissu samhengi talist eðlileg miðlun íslensks menningararfs til útlendinga. Hins vegar verður að gæta þess að erlendu nöfnin verði ekki fyrirferðameiri en hin íslensku, svo sem á skiltum og vegvísum,“ segir meðal annars í bréfinu. Nefndin biðlar því til sveitastjórna að bregðast við ef ensk nöfn á íslenskum stöðum eru líkleg til að festast í sessi. Eru sveitarfélög beðin um að hafa frumkvæði að því að gefa stöðum nöfn þegar þörf þykir á og sporna þannig gegn óviðunandi nafni sem fest gæti í sessi. Örnefnanefnd segir eðlilegt að íbúar í nærumhverfi hafi frumkvæði að nafngjöf í tilvikum þar sem þykir vanta ný nöfn, á sama hátt og gert sé ráð fyrir í lögum þegar um er að ræða nöfn á nýjum náttúrufyrirbærum. Nafnatillögur berist síðan nefndinni til umsagnar og að lokum til ráðherra til staðfestingar.Bréfið má nálgast hér. Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Örnefnanefnd hefur sent sveitarfélögum landsins bréf þar sem tilmælum er beint til sveitarstjórna að leita leiða til þess að bregðast við aukinni þýðingu íslenskra örnefna yfir á ensku, og koma þannig í veg fyrir að ensku heitin ryðji þeim íslensku úr vegi. Í bréfinu er vísað til þáttarins Spegilsins á Rás 1 þar sem fjallað var um ensk nöfn yfir íslenska staði. Innslagið bar yfirskriftina „Tók Diamond Beach Breiðamerkursand af Google?“ og vísar til þess að á kortavefnum Google Maps er ekki hægt að finna Breiðamerkursand undir sínu rétta örnefni. Sé Diamond Beach hins vegar slegið inn, blasir Breiðamerkursandur í allri sinni dýrð við þeim sem leitar. Í bréfinu eru tekin fleiri dæmi um íslensk örnefni sem snarað hefur verið yfir á ensku. Til að mynda Whispering Cliffs í stað Hljóðukletta, eða Black Sand Beach í stað Reynisfjöru. „Að skýra íslensk örnefni með því að þýða þau á erlend mál getur í vissu samhengi talist eðlileg miðlun íslensks menningararfs til útlendinga. Hins vegar verður að gæta þess að erlendu nöfnin verði ekki fyrirferðameiri en hin íslensku, svo sem á skiltum og vegvísum,“ segir meðal annars í bréfinu. Nefndin biðlar því til sveitastjórna að bregðast við ef ensk nöfn á íslenskum stöðum eru líkleg til að festast í sessi. Eru sveitarfélög beðin um að hafa frumkvæði að því að gefa stöðum nöfn þegar þörf þykir á og sporna þannig gegn óviðunandi nafni sem fest gæti í sessi. Örnefnanefnd segir eðlilegt að íbúar í nærumhverfi hafi frumkvæði að nafngjöf í tilvikum þar sem þykir vanta ný nöfn, á sama hátt og gert sé ráð fyrir í lögum þegar um er að ræða nöfn á nýjum náttúrufyrirbærum. Nafnatillögur berist síðan nefndinni til umsagnar og að lokum til ráðherra til staðfestingar.Bréfið má nálgast hér.
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira