Vinnu að nýju Alzheimerlyfi hætt vegna mikilla aukaverkana Andri Eysteinsson skrifar 12. júlí 2019 14:15 Fjölmargir íslendingar greinast með Alzheimer á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. vísir/getty Ákveðið hefur verið að hætta við þróun á nýju lyfi gegn Alzheimer en aukaverkanir sem fylgja lyfinu voru metnar of miklar af sérstakri vísindanefnd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Miklar vonir voru bundnar við tilraunina þar sem Alzheimer sjúkdómurinn er ein af stærstu áskorunum sem heilbrigðisvísindin standa frammi fyrir en allar tilraunir til að þróa lyf gegn sjúkdómnum hafa verið árangurslausar. 130 Íslendingar höfðu tekið lyfin í tilrauninni en að verkefninu störfuðu átta manns, tveir læknar, tveir sálfræðingar og fjórir hjúkrunarfræðingar. Jón Snædal, öldrunarlæknir á Landsspítalanum fór fyrir rannsókninni í samstarfi við þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna. David Reese, yfirmaður þróunar og rannsókna hjá Amgen sem vann að þróun lyfsins ásamt Novartis, segir niðurstöðuna vera mikil vonbrigði, bæði fyrir vísindin og þær milljónir sem Alzheimer hefur áhrif á. Hann segist þó enn trúa því að efnahvatinn sem lyfið átti að hemja sé mikilvægur í ferlinu. Reese segir fyrirtæki sitt enn fremur reiðubúið til þess að deila niðurstöðum sínum með öðrum og þannig leggja lóð sín á vogarskálarnar. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir lyfið hafa haft áhrif á efnahvatann en það hafi ekki nægt til þess að hægja á þróun sjúkdómsins.Haft verður samband við alla þátttakendur verkefnisins og framhaldið rætt. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Ákveðið hefur verið að hætta við þróun á nýju lyfi gegn Alzheimer en aukaverkanir sem fylgja lyfinu voru metnar of miklar af sérstakri vísindanefnd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Miklar vonir voru bundnar við tilraunina þar sem Alzheimer sjúkdómurinn er ein af stærstu áskorunum sem heilbrigðisvísindin standa frammi fyrir en allar tilraunir til að þróa lyf gegn sjúkdómnum hafa verið árangurslausar. 130 Íslendingar höfðu tekið lyfin í tilrauninni en að verkefninu störfuðu átta manns, tveir læknar, tveir sálfræðingar og fjórir hjúkrunarfræðingar. Jón Snædal, öldrunarlæknir á Landsspítalanum fór fyrir rannsókninni í samstarfi við þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna. David Reese, yfirmaður þróunar og rannsókna hjá Amgen sem vann að þróun lyfsins ásamt Novartis, segir niðurstöðuna vera mikil vonbrigði, bæði fyrir vísindin og þær milljónir sem Alzheimer hefur áhrif á. Hann segist þó enn trúa því að efnahvatinn sem lyfið átti að hemja sé mikilvægur í ferlinu. Reese segir fyrirtæki sitt enn fremur reiðubúið til þess að deila niðurstöðum sínum með öðrum og þannig leggja lóð sín á vogarskálarnar. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir lyfið hafa haft áhrif á efnahvatann en það hafi ekki nægt til þess að hægja á þróun sjúkdómsins.Haft verður samband við alla þátttakendur verkefnisins og framhaldið rætt.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00