NFL stjarna hoppaði yfir illvíg naut í Pamplona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2019 23:30 Josh Norman er mikil týpa. Getty/Will Newton Josh Norman er stórstjarna í ameríska fótboltanum enda hefur hann verið í hópi bestu varnarmanna deildarinnar síðustu ár. Josh Norman spilar með liði Washington Redskins eftir að hafa gert fimm ára samning árið 2016 sem skilaði honum 75 milljón dollara eða 9,4 milljarða íslenskra króna. Forráðamenn Washington Redskins eru því að borga honum marga milljarða fyrir næstu ár og mega ekki við því að hann meiðist. NFL-tímabilið hefst í september og það styttist nú í það að leikmenn þurfi að mæta aftur til æfinga. Þess vegna vakti hegðun Josh Norman í nautaati í Pamplona á Spáni talsverða athygli í bandarískum fjölmiðlum. ESPN birti þetta myndband hér fyrir neðan.Redskins CB Josh Norman is out here JUMPING OVER bulls in Pamplona pic.twitter.com/QzZhg02Any — ESPN (@espn) July 11, 2019Josh Norman spilar sem bakvörður (cornerback) í vörn Washington Redskins en hans verkefni er vanalega að dekka besta útherjann í liði mótherjanna. Hann þarf þá að vera eins og skuggi útherjans sem hann valdar og þarf því að búa yfir miklum hraða og sprengikrafti. Norman sýndi þennan hraða og sprengikraft í nautaatinu í Pamplona með því að leika sér að stökkva yfir illvíg naut eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan. Josh Norman er ekki aðeins í hættu á að meiða sig illa við þessa iðju sína en heldur er hann hreinlega í lífshættu enda ekkert grín að fá hornin í sig. NFL Spánn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Josh Norman er stórstjarna í ameríska fótboltanum enda hefur hann verið í hópi bestu varnarmanna deildarinnar síðustu ár. Josh Norman spilar með liði Washington Redskins eftir að hafa gert fimm ára samning árið 2016 sem skilaði honum 75 milljón dollara eða 9,4 milljarða íslenskra króna. Forráðamenn Washington Redskins eru því að borga honum marga milljarða fyrir næstu ár og mega ekki við því að hann meiðist. NFL-tímabilið hefst í september og það styttist nú í það að leikmenn þurfi að mæta aftur til æfinga. Þess vegna vakti hegðun Josh Norman í nautaati í Pamplona á Spáni talsverða athygli í bandarískum fjölmiðlum. ESPN birti þetta myndband hér fyrir neðan.Redskins CB Josh Norman is out here JUMPING OVER bulls in Pamplona pic.twitter.com/QzZhg02Any — ESPN (@espn) July 11, 2019Josh Norman spilar sem bakvörður (cornerback) í vörn Washington Redskins en hans verkefni er vanalega að dekka besta útherjann í liði mótherjanna. Hann þarf þá að vera eins og skuggi útherjans sem hann valdar og þarf því að búa yfir miklum hraða og sprengikrafti. Norman sýndi þennan hraða og sprengikraft í nautaatinu í Pamplona með því að leika sér að stökkva yfir illvíg naut eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan. Josh Norman er ekki aðeins í hættu á að meiða sig illa við þessa iðju sína en heldur er hann hreinlega í lífshættu enda ekkert grín að fá hornin í sig.
NFL Spánn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira