Munaðarlaus andarungi lifir lúxuslífi í sveitinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júlí 2019 20:00 Andarunginn Tísti, sem lifir lúxuslífi í sveitinni á bænum Borgareyri í Rangárþingi eystra. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Munaðarlaus andarungi lætur nú fara vel um sig í sveitinni á bænum Borgareyri undir Vestur Eyjafjöllum. Mamma ungans er týnd og keyrt var yfir þrjú systkini hans. Unginn hefur fengið nafnið Tísti því hann tístir svo mikið. Á Borgareyri býr Guðmundur Þór Jónsson, ásamt rússneskri eiginkonu og stjúpsyni. Fimm vikna munaðarlaus andarungi hefur nú bæst við fjölskylduna og lætur hann fara vel um sig á heimilinu þar sem hann fær fyrsta flokks þjónustu og nóg að éta. Skemmtilegast þykir honum að sulla í vatninu í balanum. „Það var þannig að tengdadóttir mín kom að bílslysi, það var keyrt yfir andafjölskyldu, fjórir ungar lágu eftir og öndin hljóp í burtu með fjóra. Svo þegar hún fer að skoða aðstæður lifnaði Tísti við, hinir voru dauðir. Þannig að hún tók hann að sér í fóstur og var með hann í tvær vikur. Nú er hún að fara að eiga tvíbura þannig að þetta var orðið aðeins og mikið fyrir heimilið svo öndin var send í sveitina“, segir Guðmundur Þór. Slysið varð í Grafarvoginum fyrir fimm vikum. Guðmundur segir að dekrað sé við öndina alla daga enda lifi hún lúxuslífi. „Hún vill mest vera inni hjá stráknum, svo syndir hún hér í tjörninni. Hann fór með hana niður á læk í gær, þá hljóp hún á vatninu, hún vildi alls ekki fara á lækinn“.Arsenij Kaganskij er vakinn og sofandi yfir andarunganum og hafa þeir Tísti orðið bestur félagar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Á nóttunni sefur Tísti í plastkassa inn í herbergi hjá Arsenjij Kaganskij. En hvað fær hann helst að éta í sveitinni? „Hann borðar brauð, gras, mjöl og orma“, segir Arsenjij. En hvað verður nú um Tísta? „Við ætlum að ná í einhverja aliönd, einhvern félaga fyrir hana svo hún sé ekki ein“, segir Guðmundur. Dýr Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Munaðarlaus andarungi lætur nú fara vel um sig í sveitinni á bænum Borgareyri undir Vestur Eyjafjöllum. Mamma ungans er týnd og keyrt var yfir þrjú systkini hans. Unginn hefur fengið nafnið Tísti því hann tístir svo mikið. Á Borgareyri býr Guðmundur Þór Jónsson, ásamt rússneskri eiginkonu og stjúpsyni. Fimm vikna munaðarlaus andarungi hefur nú bæst við fjölskylduna og lætur hann fara vel um sig á heimilinu þar sem hann fær fyrsta flokks þjónustu og nóg að éta. Skemmtilegast þykir honum að sulla í vatninu í balanum. „Það var þannig að tengdadóttir mín kom að bílslysi, það var keyrt yfir andafjölskyldu, fjórir ungar lágu eftir og öndin hljóp í burtu með fjóra. Svo þegar hún fer að skoða aðstæður lifnaði Tísti við, hinir voru dauðir. Þannig að hún tók hann að sér í fóstur og var með hann í tvær vikur. Nú er hún að fara að eiga tvíbura þannig að þetta var orðið aðeins og mikið fyrir heimilið svo öndin var send í sveitina“, segir Guðmundur Þór. Slysið varð í Grafarvoginum fyrir fimm vikum. Guðmundur segir að dekrað sé við öndina alla daga enda lifi hún lúxuslífi. „Hún vill mest vera inni hjá stráknum, svo syndir hún hér í tjörninni. Hann fór með hana niður á læk í gær, þá hljóp hún á vatninu, hún vildi alls ekki fara á lækinn“.Arsenij Kaganskij er vakinn og sofandi yfir andarunganum og hafa þeir Tísti orðið bestur félagar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Á nóttunni sefur Tísti í plastkassa inn í herbergi hjá Arsenjij Kaganskij. En hvað fær hann helst að éta í sveitinni? „Hann borðar brauð, gras, mjöl og orma“, segir Arsenjij. En hvað verður nú um Tísta? „Við ætlum að ná í einhverja aliönd, einhvern félaga fyrir hana svo hún sé ekki ein“, segir Guðmundur.
Dýr Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira