Doktor Ásgeir Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 27. júlí 2019 10:45 Val á nýjum Seðlabankastjóra hlaut alltaf að verða umdeilt. Starfið er mjög mikilvægt og miklu skiptir að sá sem í þeim stól situr hafi vit og festu til að taka mikilvægar ákvarðanir á ögurstundum í efnahagsmálum þjóðarinnar. Ekki er annað að sjá en að staðið hafi verið mjög fagmannlega að valinu á dr. Ásgeiri Jónssyni. Hæfisnefnd taldi hann einn fjögurra sem best væru hæfir til að gegna embættinu og eftir viðtöl og yfirferð forsætisráðherrans var hann valinn seðlabankastjóri. Gott mál. Einhverjir hafa stigið fram og talið það mjög óeðlilegt að einstaklingur sem hafði unnið í bankakerfinu fyrir hrun tæki við slíku embætti. Eins og vanalega eru stór orð látin falla í kommentakerfunum og margir reiðir og æstir. Ég er mjög ósammála slíku tali. Embætti sérstaks saksóknara var sett á laggirnar til að rannsaka þau brot sem hugsanlega voru framin í aðdraganda hrunsins eða í hamförunum sem því fylgdu. Það var nauðsynlegt að gera, en hugmyndin var ekki sú að allir þeir sem höfðu unnið á fjármálamarkaði fyrir árið 2008 og ekki brotið af sér, ættu aldrei að koma aftur að slíkum störfum. Þvert á móti má ætla að ýmsir þeir sem voru í hringiðu þeirra atburða hafi þar öðlast mjög dýrmæta reynslu. Er ekki einmitt skynsamlegt að þjóðfélagið nýti sér reynslu þessara einstaklinga, fremur en að byggja eingöngu á þeim sem litla reynslu hafa og eru þar með jafnvel líklegri til að endurtaka mistökin sem leiddu til hrunsins? Reyndar segja menn að fjármálakreppur komi öllum alltaf á óvart, nema snillingunum sem sáu þær fyrir eftirá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Val á nýjum Seðlabankastjóra hlaut alltaf að verða umdeilt. Starfið er mjög mikilvægt og miklu skiptir að sá sem í þeim stól situr hafi vit og festu til að taka mikilvægar ákvarðanir á ögurstundum í efnahagsmálum þjóðarinnar. Ekki er annað að sjá en að staðið hafi verið mjög fagmannlega að valinu á dr. Ásgeiri Jónssyni. Hæfisnefnd taldi hann einn fjögurra sem best væru hæfir til að gegna embættinu og eftir viðtöl og yfirferð forsætisráðherrans var hann valinn seðlabankastjóri. Gott mál. Einhverjir hafa stigið fram og talið það mjög óeðlilegt að einstaklingur sem hafði unnið í bankakerfinu fyrir hrun tæki við slíku embætti. Eins og vanalega eru stór orð látin falla í kommentakerfunum og margir reiðir og æstir. Ég er mjög ósammála slíku tali. Embætti sérstaks saksóknara var sett á laggirnar til að rannsaka þau brot sem hugsanlega voru framin í aðdraganda hrunsins eða í hamförunum sem því fylgdu. Það var nauðsynlegt að gera, en hugmyndin var ekki sú að allir þeir sem höfðu unnið á fjármálamarkaði fyrir árið 2008 og ekki brotið af sér, ættu aldrei að koma aftur að slíkum störfum. Þvert á móti má ætla að ýmsir þeir sem voru í hringiðu þeirra atburða hafi þar öðlast mjög dýrmæta reynslu. Er ekki einmitt skynsamlegt að þjóðfélagið nýti sér reynslu þessara einstaklinga, fremur en að byggja eingöngu á þeim sem litla reynslu hafa og eru þar með jafnvel líklegri til að endurtaka mistökin sem leiddu til hrunsins? Reyndar segja menn að fjármálakreppur komi öllum alltaf á óvart, nema snillingunum sem sáu þær fyrir eftirá.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar