Zinedine Zidane hefur áhyggjur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2019 11:00 Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, fylgist með á æfingu liðsins. Vísir/Getty Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er ekki allt of sáttur með þróun mála á undirbúningstímabilinu þar sem spænska liðið hefur misst þrjá leikmenn í meiðsli. Zinedine Zidane segist hafa áhyggjur af þessu og að þetta vissulega angri hann. Nýi vinstri bakvörðurinn Ferland Mendy er sá síðasti til að meiðast en hann meiddist á kálfa. Áður hafði Marco Asensio slitið krossband í leik á móti Arsenal og Brahim Diaz tognaði aftan í læri. Meiðsli Marco Asensio eru langalvarlegust en hann verður væntanlega frá í níu mánuði.Ojo, Zidane, preocupado por las lesiones que está sufriendo su plantilla https://t.co/MhwTxHZNn3 — MARCA (@marca) July 25, 2019 „Þessi meiðsli leikmanna minna angra mig og ég hef ányggjur af þessu. Meiðsli Ferland eru ekki eins alvarleg og hjá Asensio en hann getur ekki verið með okkur á næstunni. Svona hlutir gerast samt á undirbúningstímabilinu,“ sagði Zinedine Zidane við blaðamann Marca. Zidane vill ekki segja neitt um hvort meiðsli Marco Asensio breyti hans plönum með Real Madrid liðið. „Ég er ekki að hugsa um það hver komi í staðinn fyrir Marco. Við erum eyðilögð vegna meiðsla Marco en við erum að undirbúa þá leikmenn sem við höfum fyrir tímabilið. Svo snúum við aftur til Madrid,“ sagði Zinedine. Real Madrid er líka að missa aðra leikmenn. Dani Ceballos er farinn á lán til Arsenal og James Rodríguez verður væntanlega seldur til Napoli á Ítalíu. Zidane getur samt ekki kvartað mikið enda búinn að kaupa leikmenn fyrir meira en 300 milljónir evra í sumar. Þar á meðal eru menn eins og Eder Militao, Luka Jovic og að sjálfsögðu Eden Hazard Zidane var að sjálfsögðu spurður út í Gareth Bale sem hann hafði áður lýst yfir að væri á förum frá félaginu. Franski stjórinn var ekkert tilbúinn að segja um það hvort langur meiðslalisti kalli á að hann breyti þeirri afstöðu sinni. Real Madrid spilar næsta leik sinn í Bandaríkjaferðinni á morgun laugardag þegar liðið spilar við nágranna sína Atletico Madrid í New Jersey. Nú er bara að vona þeirra vegna að fleiri leikmenn meiðist ekki í þeim leik.Real Madrid's Ferland Mendy joins growing injury listhttps://t.co/oOwr7sLnKy — AS English (@English_AS) July 25, 2019 Spænski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Úr ensku boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Sjá meira
Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er ekki allt of sáttur með þróun mála á undirbúningstímabilinu þar sem spænska liðið hefur misst þrjá leikmenn í meiðsli. Zinedine Zidane segist hafa áhyggjur af þessu og að þetta vissulega angri hann. Nýi vinstri bakvörðurinn Ferland Mendy er sá síðasti til að meiðast en hann meiddist á kálfa. Áður hafði Marco Asensio slitið krossband í leik á móti Arsenal og Brahim Diaz tognaði aftan í læri. Meiðsli Marco Asensio eru langalvarlegust en hann verður væntanlega frá í níu mánuði.Ojo, Zidane, preocupado por las lesiones que está sufriendo su plantilla https://t.co/MhwTxHZNn3 — MARCA (@marca) July 25, 2019 „Þessi meiðsli leikmanna minna angra mig og ég hef ányggjur af þessu. Meiðsli Ferland eru ekki eins alvarleg og hjá Asensio en hann getur ekki verið með okkur á næstunni. Svona hlutir gerast samt á undirbúningstímabilinu,“ sagði Zinedine Zidane við blaðamann Marca. Zidane vill ekki segja neitt um hvort meiðsli Marco Asensio breyti hans plönum með Real Madrid liðið. „Ég er ekki að hugsa um það hver komi í staðinn fyrir Marco. Við erum eyðilögð vegna meiðsla Marco en við erum að undirbúa þá leikmenn sem við höfum fyrir tímabilið. Svo snúum við aftur til Madrid,“ sagði Zinedine. Real Madrid er líka að missa aðra leikmenn. Dani Ceballos er farinn á lán til Arsenal og James Rodríguez verður væntanlega seldur til Napoli á Ítalíu. Zidane getur samt ekki kvartað mikið enda búinn að kaupa leikmenn fyrir meira en 300 milljónir evra í sumar. Þar á meðal eru menn eins og Eder Militao, Luka Jovic og að sjálfsögðu Eden Hazard Zidane var að sjálfsögðu spurður út í Gareth Bale sem hann hafði áður lýst yfir að væri á förum frá félaginu. Franski stjórinn var ekkert tilbúinn að segja um það hvort langur meiðslalisti kalli á að hann breyti þeirri afstöðu sinni. Real Madrid spilar næsta leik sinn í Bandaríkjaferðinni á morgun laugardag þegar liðið spilar við nágranna sína Atletico Madrid í New Jersey. Nú er bara að vona þeirra vegna að fleiri leikmenn meiðist ekki í þeim leik.Real Madrid's Ferland Mendy joins growing injury listhttps://t.co/oOwr7sLnKy — AS English (@English_AS) July 25, 2019
Spænski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Úr ensku boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Sjá meira