Lummur Arnar Tómas Valgeirsson skrifar 26. júlí 2019 07:00 Lumman er ekki fremst í flokki íslensku flatbakstursfjölskyldunnar. Systur hennar, pönnukakan og vafflan, eru mun vinsælli kostur í fjölskylduboðum, og þrátt fyrir vinsældir orðatiltækisins þá veit ég ekki hvert ég ætti að fara til að kaupa mér heitar lummur þótt ég vildi það. Samt sem áður finnst mér alltaf gaman að vera boðið upp á lummur sem gerist að jafnaði á um það bil fimm ára fresti, þó með nokkrum vikmörkum. Það ætti því að vera auðvelt að áætla hversu oft ég hef borðað lummur á lífsleiðinni og hversu oft ég mun borða lummur áður en ég dey, miðað við meðal lífslíkur Íslendinga. Ef ég næ að lifa til níræðs mun ég því borða lummur um það til tíu sinnum í viðbót áður en ég gef upp öndina. Það er ekki víst hvort þessi ályktun standist því ég get orðið bráðkvaddur eða uppskriftin að lummum gleymst í óeirðum tengdum loftslagshamförum eða Eurovision á næstu árum. Það er því ekki ómögulegt að síðasta skipti sem ég borðaði lummur hafi verið síðasta skipti sem ég borða lummur. Það er frekar ógnvænlegt að hugsa til þess að ég hef líklega gert ótal hluti í síðasta skipti án þess að gera mér grein fyrir því. Ég er ekki viss um að ég muni nokkurn tímann sjá úlfalda aftur í eigin persónu, kaupa mér Hockey Pulver eða setjast upp í Saab. Þótt ég eigi ágætis minningar tengdar þessum hlutum finnst mér þó ólíklegt að ég muni sjá eftir þeim á þar til gerðum dánarbeði mínum. Ég á hins vegar nóg af vandamönnum sem ég hitti á um það bil fimm ára fresti, þó með nokkrum vikmörkum, og myndi sjá eftir – þótt þeir séu pínu lummó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Tómas Valgeirsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Lumman er ekki fremst í flokki íslensku flatbakstursfjölskyldunnar. Systur hennar, pönnukakan og vafflan, eru mun vinsælli kostur í fjölskylduboðum, og þrátt fyrir vinsældir orðatiltækisins þá veit ég ekki hvert ég ætti að fara til að kaupa mér heitar lummur þótt ég vildi það. Samt sem áður finnst mér alltaf gaman að vera boðið upp á lummur sem gerist að jafnaði á um það bil fimm ára fresti, þó með nokkrum vikmörkum. Það ætti því að vera auðvelt að áætla hversu oft ég hef borðað lummur á lífsleiðinni og hversu oft ég mun borða lummur áður en ég dey, miðað við meðal lífslíkur Íslendinga. Ef ég næ að lifa til níræðs mun ég því borða lummur um það til tíu sinnum í viðbót áður en ég gef upp öndina. Það er ekki víst hvort þessi ályktun standist því ég get orðið bráðkvaddur eða uppskriftin að lummum gleymst í óeirðum tengdum loftslagshamförum eða Eurovision á næstu árum. Það er því ekki ómögulegt að síðasta skipti sem ég borðaði lummur hafi verið síðasta skipti sem ég borða lummur. Það er frekar ógnvænlegt að hugsa til þess að ég hef líklega gert ótal hluti í síðasta skipti án þess að gera mér grein fyrir því. Ég er ekki viss um að ég muni nokkurn tímann sjá úlfalda aftur í eigin persónu, kaupa mér Hockey Pulver eða setjast upp í Saab. Þótt ég eigi ágætis minningar tengdar þessum hlutum finnst mér þó ólíklegt að ég muni sjá eftir þeim á þar til gerðum dánarbeði mínum. Ég á hins vegar nóg af vandamönnum sem ég hitti á um það bil fimm ára fresti, þó með nokkrum vikmörkum, og myndi sjá eftir – þótt þeir séu pínu lummó.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar