Nei Netflix! Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. júlí 2019 07:00 Við lifum á tímum þar sem æði margir leggja mikið upp úr því að setja alls kyns lög og reglur til að gera samborgara sína að betri þjóðfélagsþegnum. Forsvarsmenn hinnar gríðarlega vinsælu streymisveitu Netflix lögðu sitt lóð á vogarskálar í þessum efnum þegar þeir gerðu kunnugt að veitan myndi draga úr reykingum í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Forsvarsmennirnir segjast gera sér fulla grein fyrir því að reykingar séu af hinu vonda og geti haft slæm áhrif á áhorfendur. Þessi tilraun Netflix til að ala áhorfendur upp í góðum siðum hefur sem betur fer ekki alls staðar fallið í góðan jarðveg. Danskir framleiðendur og leikstjórar hafa til dæmis hæðst að þessu framtaki, kallað það forsjárhyggju, ritskoðun og hræsni – sem það einmitt er. Reykingar eru ekki í tísku í dag en voru það fyrir nokkrum áratugum. Erfitt er að gera kvikmynd eða sjónvarpsþátt sem gerist á þeim árum án þess að fólk, þar á meðal unglingar, sjáist reykja. Þetta voru tímar þegar þeir sem ekki reyktu voru stimplaðir sem ansi sérsinna og jafnvel andfélagslega sinnaðir. Alls staðar var reykt, meira að segja í flugvélum þar sem farþegar gátu valið um það hvort þeir vildu vera í reyklausu farrými eða farrými þar sem reykingar voru leyfðar. Margt bindindisfólk á tóbak valdi reykplássið því þar var venjulega mun skemmtilegra fólk en á reyklausa farrýminu. Það var þá. Nú er blessunarlega minna um reykingar þótt margir stundi þær enn. Kvikmyndagerðarmenn eiga að hafa listrænt frelsi til að velja hvort þeir sýni þær í myndum sínum. Ef setja á höft á reykingar í leiknu efni þá er spurning hvað glögg augu muni næst sjá sem meinsemd. Áfengi kemur samstundis upp í hugann. Í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum er fólk æði oft að fá sér í glas án þess að því verði meint af. Mjög er hætt við að áhrifagjarnir áhorfendur taki þessari drykkju sem næsta sjálfsögðum hlut og átti sig ekki á að áfengisdrykkja getur leitt einstakling í glötun. Martini-drykkja James Bond er einmitt gott dæmi um áratuga upphafningu á drykkjumenningu. Það fer sæluhrollur um aðdáendur Bond myndanna í hvert sinn sem kappinn segir við barþjóninn: „Shaken, not stirred.“ Hversu margir hafa ekki hermt eftir hetjunni sinni og pantað sér þennan drykk? Og hvað með spilavítin sem persónur í kvikmyndum heimsækja iðulega, jafnvel með þeim árangri að þær vinna fúlgur. Óharðnaðar sálir geta vissulega fengið ranghugmyndir af því áhorfi og þotið í næsta spilakassa. Ef forráðamenn Netflix vilja vera sjálfum sér samkvæmir hljóta þeir að mælast til þess að ef persónur í kvikmyndum sjást í spilavítum þá tapi þær peningunum sínum og séu þannig öðrum víti til varnaðar. Áfram má halda. Við lifum á offitutímum. Í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sjást persónur, unglingar alveg sérstaklega, úða í sig hamborgurum. Þar er greinilega á ferð hylling til offitunnar? Á að láta það óátalið? Netflix hefur sannarlega að mörgu að gæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Netflix Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem æði margir leggja mikið upp úr því að setja alls kyns lög og reglur til að gera samborgara sína að betri þjóðfélagsþegnum. Forsvarsmenn hinnar gríðarlega vinsælu streymisveitu Netflix lögðu sitt lóð á vogarskálar í þessum efnum þegar þeir gerðu kunnugt að veitan myndi draga úr reykingum í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Forsvarsmennirnir segjast gera sér fulla grein fyrir því að reykingar séu af hinu vonda og geti haft slæm áhrif á áhorfendur. Þessi tilraun Netflix til að ala áhorfendur upp í góðum siðum hefur sem betur fer ekki alls staðar fallið í góðan jarðveg. Danskir framleiðendur og leikstjórar hafa til dæmis hæðst að þessu framtaki, kallað það forsjárhyggju, ritskoðun og hræsni – sem það einmitt er. Reykingar eru ekki í tísku í dag en voru það fyrir nokkrum áratugum. Erfitt er að gera kvikmynd eða sjónvarpsþátt sem gerist á þeim árum án þess að fólk, þar á meðal unglingar, sjáist reykja. Þetta voru tímar þegar þeir sem ekki reyktu voru stimplaðir sem ansi sérsinna og jafnvel andfélagslega sinnaðir. Alls staðar var reykt, meira að segja í flugvélum þar sem farþegar gátu valið um það hvort þeir vildu vera í reyklausu farrými eða farrými þar sem reykingar voru leyfðar. Margt bindindisfólk á tóbak valdi reykplássið því þar var venjulega mun skemmtilegra fólk en á reyklausa farrýminu. Það var þá. Nú er blessunarlega minna um reykingar þótt margir stundi þær enn. Kvikmyndagerðarmenn eiga að hafa listrænt frelsi til að velja hvort þeir sýni þær í myndum sínum. Ef setja á höft á reykingar í leiknu efni þá er spurning hvað glögg augu muni næst sjá sem meinsemd. Áfengi kemur samstundis upp í hugann. Í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum er fólk æði oft að fá sér í glas án þess að því verði meint af. Mjög er hætt við að áhrifagjarnir áhorfendur taki þessari drykkju sem næsta sjálfsögðum hlut og átti sig ekki á að áfengisdrykkja getur leitt einstakling í glötun. Martini-drykkja James Bond er einmitt gott dæmi um áratuga upphafningu á drykkjumenningu. Það fer sæluhrollur um aðdáendur Bond myndanna í hvert sinn sem kappinn segir við barþjóninn: „Shaken, not stirred.“ Hversu margir hafa ekki hermt eftir hetjunni sinni og pantað sér þennan drykk? Og hvað með spilavítin sem persónur í kvikmyndum heimsækja iðulega, jafnvel með þeim árangri að þær vinna fúlgur. Óharðnaðar sálir geta vissulega fengið ranghugmyndir af því áhorfi og þotið í næsta spilakassa. Ef forráðamenn Netflix vilja vera sjálfum sér samkvæmir hljóta þeir að mælast til þess að ef persónur í kvikmyndum sjást í spilavítum þá tapi þær peningunum sínum og séu þannig öðrum víti til varnaðar. Áfram má halda. Við lifum á offitutímum. Í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sjást persónur, unglingar alveg sérstaklega, úða í sig hamborgurum. Þar er greinilega á ferð hylling til offitunnar? Á að láta það óátalið? Netflix hefur sannarlega að mörgu að gæta.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar