Nýr seðlabankastjóri ætlaði að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2019 22:10 Í dag var tilkynnt um það að Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðisdeildar Háskóla Íslands, muni taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. Ásgeir, sem fékk aðeins að vita um ráðningu sína um hálftíma áður en hún var tilkynnt almenningi, segist vera auðmjúkur og þakklátur fyrir traustið. Ásgeir var einn fjögurra sem voru metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra og var það mat forsætisráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embættinu. Edda Andrésdóttir ræddi að þessu tilefni stuttlega við Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður um það hvort að einhverjar breytingar muni fylgja ráðningunni sagði Ásgeir að það fylgi nýjum mönnum alltaf nýjar áherslur. „Það liggur líka fyrir að það er búið að semja ný lög um Seðlabanka Íslands sem taka gildi í janúar. Þau fela í sér breytingar, meðal annars sameiningu Seðlabankans við Fjármálaeftirlitið og ýmsar aðrar breytingar.“ Það liggi þess vegna fyrir að það verði hans hlutverk að fylgja þeim breytingum eftir.Eina starfið sem gæti dregið hann út úr Háskólanum Ásgeir sagði jafnframt að hann hafi verið mjög ánægður í starfi sínu hjá Háskóla Íslands, þar sem hann hefur verið undanfarin ár: „Þetta er í rauninni eina starfið sem hefði getað dregið mig þaðan út.“En hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Ætlar maður að verða seðlabankastjóri á einhverju stigi?„Ég held að engir krakkar vilji, eða stefni á það að verða hagfræðingar, og ekki seðlabankafólk. Ég held að ég hafi ætlað að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur eða eitthvað álíka, eða háskólamaður.“ Aðspurður um stöðu íslenska hagkerfisins segir hann hana vera góða: „Okkar staða er góð, þannig lagað, en við erum að fara að sjá niðursveiflu í hagkerfinu að einhverju leyti.“ Að lokum tók Ásgeir undir þau orð Eddu að fólk gæti verið tiltölulega bjartsýnt: „Já, algjörlega. Ég er allavega sjálfur bjartsýnn í dag þegar ég tek við á þessum sólríka degi.“ Seðlabankinn Tengdar fréttir Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. 16. júní 2019 17:40 Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10 Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðlabankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna. 28. júní 2019 06:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Í dag var tilkynnt um það að Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðisdeildar Háskóla Íslands, muni taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. Ásgeir, sem fékk aðeins að vita um ráðningu sína um hálftíma áður en hún var tilkynnt almenningi, segist vera auðmjúkur og þakklátur fyrir traustið. Ásgeir var einn fjögurra sem voru metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra og var það mat forsætisráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embættinu. Edda Andrésdóttir ræddi að þessu tilefni stuttlega við Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður um það hvort að einhverjar breytingar muni fylgja ráðningunni sagði Ásgeir að það fylgi nýjum mönnum alltaf nýjar áherslur. „Það liggur líka fyrir að það er búið að semja ný lög um Seðlabanka Íslands sem taka gildi í janúar. Þau fela í sér breytingar, meðal annars sameiningu Seðlabankans við Fjármálaeftirlitið og ýmsar aðrar breytingar.“ Það liggi þess vegna fyrir að það verði hans hlutverk að fylgja þeim breytingum eftir.Eina starfið sem gæti dregið hann út úr Háskólanum Ásgeir sagði jafnframt að hann hafi verið mjög ánægður í starfi sínu hjá Háskóla Íslands, þar sem hann hefur verið undanfarin ár: „Þetta er í rauninni eina starfið sem hefði getað dregið mig þaðan út.“En hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Ætlar maður að verða seðlabankastjóri á einhverju stigi?„Ég held að engir krakkar vilji, eða stefni á það að verða hagfræðingar, og ekki seðlabankafólk. Ég held að ég hafi ætlað að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur eða eitthvað álíka, eða háskólamaður.“ Aðspurður um stöðu íslenska hagkerfisins segir hann hana vera góða: „Okkar staða er góð, þannig lagað, en við erum að fara að sjá niðursveiflu í hagkerfinu að einhverju leyti.“ Að lokum tók Ásgeir undir þau orð Eddu að fólk gæti verið tiltölulega bjartsýnt: „Já, algjörlega. Ég er allavega sjálfur bjartsýnn í dag þegar ég tek við á þessum sólríka degi.“
Seðlabankinn Tengdar fréttir Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. 16. júní 2019 17:40 Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10 Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðlabankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna. 28. júní 2019 06:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. 16. júní 2019 17:40
Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10
Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14
Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðlabankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna. 28. júní 2019 06:00