Tim Duncan verður aðstoðarþjálfari bandaríska landsliðsins í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 16:00 Tim Duncan og Gregg Popovich. Getty/Tom Pennington Tim Duncan er mættur á ný í körfuboltann eftir nokkra ára fjarveru og hefur nú ráðið sig í tvö störf. Í báðum tilfellum mun hann aðstoða sinn gamla lærimeistara Gregg Popovich. Fyrst fréttist að Tim Duncan yrði aðstoðarþjálfari Gregg Popovich hjá bandaríska körfuboltalandsliðinu á heimsmeistaramótinu í haust en svo var það einnig tilkynnt að Duncan ætli að aðstoða Popovich hjá San Antonio Spurs á komandi NBA-tímabili. Gregg Popovich kom að sjálfsögðu með einn klassískan vinkil á þessa ráðningu. „Það er vel við hæfi eftir að ég starfaði í nítján ár sem aðstoðarmaður Tim Duncan að hann launi mér nú greiðann,“ sagði Gregg Popovich eins og sjá má hér fyrir neðan.The Spurs have hired Tim Duncan as an assistant coach, the team announced. “It is only fitting, that after I served loyally for 19 years as Tim Duncan’s assistant, that he returns the favor,” said Gregg Popovich. pic.twitter.com/DEVhxZyVn6 — SportsCenter (@SportsCenter) July 22, 2019Duncan verður aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs ásamt þeim Will Hardy, Chip Engelland og Becky Hammon. Will Hardy er einnig nýr í þessu starfi en hann hefur unnið sig upp hjá félaginu frá því að byrja sem lærlingur árið 2010. Tim Duncan er 43 ára gamall og lagði körfuboltaskóna á hilluna árið 2016. Hann spilaði allan sinn feril með San Antonio Spurs og alltaf undir stjórn Gregg Popovich. Saman unnu þeir meðal annars fimm NBA-meistaratitla. Duncan var valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í tvígang eða 2002 og 2002. Hann var tíu sinnum valinn í fyrsta úrvalslið tímabilsins og komst fimm sinnum að auki í annað og þriðja úrvalsliðið. Hann var einig átta sinnum valinn í fyrsta varnarlið ársins og sjö sinum að auki í annað varnarlið ársins. Tim Duncan spilaði alls 1392 deildarleiki með San Antonio Spurs og var með 19,0 stig, 10,8 fráköst, 3,0 stoðsendingar og 2,0 varin skot að meðaltali í þeim. Í 251 leik í úrslitakeppninni var hann með 20,6 stig, 11,4 fráköst, 3,0 stoðsendingar og 2,3 varin skot að meðaltali í leik eða hærri tölur en í deildarleikjunum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessum frábæra leikmanni takist upp sem þjálfari.Spurs announce Will Hardy and Tim Duncan as Assistant Coaches. MORE: https://t.co/96fi9sPg84pic.twitter.com/40oHXy0hDV — San Antonio Spurs (@spurs) July 22, 2019 NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Tim Duncan er mættur á ný í körfuboltann eftir nokkra ára fjarveru og hefur nú ráðið sig í tvö störf. Í báðum tilfellum mun hann aðstoða sinn gamla lærimeistara Gregg Popovich. Fyrst fréttist að Tim Duncan yrði aðstoðarþjálfari Gregg Popovich hjá bandaríska körfuboltalandsliðinu á heimsmeistaramótinu í haust en svo var það einnig tilkynnt að Duncan ætli að aðstoða Popovich hjá San Antonio Spurs á komandi NBA-tímabili. Gregg Popovich kom að sjálfsögðu með einn klassískan vinkil á þessa ráðningu. „Það er vel við hæfi eftir að ég starfaði í nítján ár sem aðstoðarmaður Tim Duncan að hann launi mér nú greiðann,“ sagði Gregg Popovich eins og sjá má hér fyrir neðan.The Spurs have hired Tim Duncan as an assistant coach, the team announced. “It is only fitting, that after I served loyally for 19 years as Tim Duncan’s assistant, that he returns the favor,” said Gregg Popovich. pic.twitter.com/DEVhxZyVn6 — SportsCenter (@SportsCenter) July 22, 2019Duncan verður aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs ásamt þeim Will Hardy, Chip Engelland og Becky Hammon. Will Hardy er einnig nýr í þessu starfi en hann hefur unnið sig upp hjá félaginu frá því að byrja sem lærlingur árið 2010. Tim Duncan er 43 ára gamall og lagði körfuboltaskóna á hilluna árið 2016. Hann spilaði allan sinn feril með San Antonio Spurs og alltaf undir stjórn Gregg Popovich. Saman unnu þeir meðal annars fimm NBA-meistaratitla. Duncan var valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í tvígang eða 2002 og 2002. Hann var tíu sinnum valinn í fyrsta úrvalslið tímabilsins og komst fimm sinnum að auki í annað og þriðja úrvalsliðið. Hann var einig átta sinnum valinn í fyrsta varnarlið ársins og sjö sinum að auki í annað varnarlið ársins. Tim Duncan spilaði alls 1392 deildarleiki með San Antonio Spurs og var með 19,0 stig, 10,8 fráköst, 3,0 stoðsendingar og 2,0 varin skot að meðaltali í þeim. Í 251 leik í úrslitakeppninni var hann með 20,6 stig, 11,4 fráköst, 3,0 stoðsendingar og 2,3 varin skot að meðaltali í leik eða hærri tölur en í deildarleikjunum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessum frábæra leikmanni takist upp sem þjálfari.Spurs announce Will Hardy and Tim Duncan as Assistant Coaches. MORE: https://t.co/96fi9sPg84pic.twitter.com/40oHXy0hDV — San Antonio Spurs (@spurs) July 22, 2019
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira