Hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál Sighvatur Jónsson skrifar 20. júlí 2019 22:00 Skjáskot úr frétt Það er hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál, segir biskup í Jerúsalem. Hann segir skiptingu Jerúsalem-borgar lykilinn að friði milli Ísraels og Palestínu. Munib Younan er biskup í Jerúsalem og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins. Á Skálholtshátíð ræðir hann meðal annars um hlutverk kirkjunnar í opinberri umræðu. Biskupinn segir að trúin skipti máli við sáttaviðræður. „Það er hlutverk okkar að tengja stjórnmál við boðun fagnaðarerindisins. Oft og tíðum skortir stjórnmálin gildismat og mannkynið nýtur ekki góðs af stjórnmálastarfi heldur starfa stjórnmálamenn í eigin þágu. Það er ekki rétt. Ef kirkjan þegir um þessi mál skapar það hættu. Þar að auki er það hlutverk kirkjunnar að tala um jafnrétti kynjanna,“ segir Younan. Munib Younan hrósar Íslendingum fyrir góðan árangur í jafnréttismálum. Hann segir það til marks um góða stöðu mála að biskup Íslands er kona. Biskupinn hvetur til friðar milli Ísraels og Palestínu. Hann segir fæðingarborg sína Jerúsalem vera mikilvæga í því sambandi. „Það á að skipta Jerúsalem jafnt á milli þriggja trúarbragða og tveggja þjóða, þ.e.a.s gyðingdóms, kristnidóms og íslam. Palestínumanna og Ísraelsmanna. Þetta þýðir líka að við viðurkennum að Vestur-Jerúsalem skuli vera höfuðborg Ísraelsríkis en Austur-Jerúsalem með landamærunum frá 1967 skuli einnig vera höfuðborg Palestínuríkis. Fólkið okkar í Palestínu er langþreytt á striði, uppreisn, átökum og daglegum morðum. Við viljum að manneskjan fái lifað með reisn. Það er markmið okkar í kirkjunni,“ segir Younan. Ísrael Palestína Trúmál Tengdar fréttir Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12 Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Palestína hafnar áformum Bandaríkjanna vegna hliðhylli við Ísrael Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. 28. maí 2019 17:51 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Það er hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál, segir biskup í Jerúsalem. Hann segir skiptingu Jerúsalem-borgar lykilinn að friði milli Ísraels og Palestínu. Munib Younan er biskup í Jerúsalem og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins. Á Skálholtshátíð ræðir hann meðal annars um hlutverk kirkjunnar í opinberri umræðu. Biskupinn segir að trúin skipti máli við sáttaviðræður. „Það er hlutverk okkar að tengja stjórnmál við boðun fagnaðarerindisins. Oft og tíðum skortir stjórnmálin gildismat og mannkynið nýtur ekki góðs af stjórnmálastarfi heldur starfa stjórnmálamenn í eigin þágu. Það er ekki rétt. Ef kirkjan þegir um þessi mál skapar það hættu. Þar að auki er það hlutverk kirkjunnar að tala um jafnrétti kynjanna,“ segir Younan. Munib Younan hrósar Íslendingum fyrir góðan árangur í jafnréttismálum. Hann segir það til marks um góða stöðu mála að biskup Íslands er kona. Biskupinn hvetur til friðar milli Ísraels og Palestínu. Hann segir fæðingarborg sína Jerúsalem vera mikilvæga í því sambandi. „Það á að skipta Jerúsalem jafnt á milli þriggja trúarbragða og tveggja þjóða, þ.e.a.s gyðingdóms, kristnidóms og íslam. Palestínumanna og Ísraelsmanna. Þetta þýðir líka að við viðurkennum að Vestur-Jerúsalem skuli vera höfuðborg Ísraelsríkis en Austur-Jerúsalem með landamærunum frá 1967 skuli einnig vera höfuðborg Palestínuríkis. Fólkið okkar í Palestínu er langþreytt á striði, uppreisn, átökum og daglegum morðum. Við viljum að manneskjan fái lifað með reisn. Það er markmið okkar í kirkjunni,“ segir Younan.
Ísrael Palestína Trúmál Tengdar fréttir Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12 Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Palestína hafnar áformum Bandaríkjanna vegna hliðhylli við Ísrael Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. 28. maí 2019 17:51 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12
Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00
Palestína hafnar áformum Bandaríkjanna vegna hliðhylli við Ísrael Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. 28. maí 2019 17:51