Jóhannes Karl: Við stóðumst þetta próf Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 20. júlí 2019 16:38 Jóhannes Karl hefur áður stýrt kvennaliðum Stjörnunnar, Breiðabliks og HK/Víkings en er nú tekinn við KR vísir/valli KR tryggði í dag sitt sæti í úrslitaleiknum í Mjólkurbikar kvenna. KR fengu Þór/KA í heimsókn á Meistaravellina og unnu leikinn 2-0. Jóhannes Karl Sigursteinsson stýrði liðinu í dag í fyrsta skipti en Bojana Becic sagði upp í byrjun mánaðar. Ragna Lóa Stefánsdóttir stýrði liðinu sem bráðabirgðastjóri þarna á milli og gerði glæsilega en hún reif KR upp úr botnsæti deildarinnar með tveimur sigurleikjum. „Við stóðumst þetta próf. Eins og ég sagði fyrir leik þá snýst þetta lítið um mig og meira um liðið. Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna sem liðið sýndi í dag. Það er bara stórkostlegt að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR um frammistöðu liðsins í leik dagsins. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en KR náðu síðan að skapa sér betri færi í seinni. Þessi 2 mörk kórunuðu síðan leikinn glæsilega. „Fyrri hálfleikurinn spilaðist þannig að það var kannski hátt spennustig og lítið um opin færi. En það var stöðug barátta og við fundum alveg í hálfleik að það voru þættir í leiknum þar sem við gátum gert betur. Ég er virkilega ánægður með það hvernig stelpurnar stigu upp í seinni, þetta voru virkilega góð mörk og ég er virkilega ánægður.“ „Þessi hópur er mjög reyndur og stelpurnar hafa gengið í gegnum margt. Það eru sterkir leiðtogar þarna inni. Mín tilfinning í klefanum bæði fyrir og eftir leik var að það var trú á verkefninu. Þær fundu allar í hálfleik hvaða hlutir það voru sem við þurftum að bæta.“ Betsy Hassett skoraði frábært mark þegar hún kom KR í 2-0 undir lok leiks. „Frábært mark. Hún var búin að vera í erfiðleikum með að finna svæði til að sækja í og koma inn. En hún er svona leikmaður sem þarf ekki mikið og þetta var frábær framkvæmd í markinu.” Ásdís Karen Halldórsdóttir var gríðarlega fyrir KR í dag. Hún skapaði fullt af færum og skoraði markið sem kom KR yfir í leiknum. Ásdís spilar fótbolta og stundar nám við Texas A&M háskólann í Bandaríkjunum á veturna. Ásdís fer bráðlega út og nær að öllum líkindum ekki bikarúrslitunum. Ásdís sagði þó sjálf í viðtali að hún ætlar að reyna að fá að koma heim og spila úrslitaleikinn. „Ég held að reglurnar séu yfirleitt þannig í háskólaboltanum að það er ekki leyfilegt. Það er bara eitthvað sem við verðum að skoða þegar það kemur. Það eru bara aðrir leikmenn sem þurfa að stíga upp og koma í hennar stað. Ásdís Karen er frábær leikmaður sem er búin að spila vel í þeim leikjum sem ég hef séð. Að sjálfsögðu væri draumur að hafa hana. Það verður bara að bæta það upp ef það er ekki. Það er kannski þessi liðsandi og heildinn sem skiptir máli þar. Það þarf einhver að stíga upp.” „Við treystum á að allir KRingar láti sjá sig þar. Þetta verður stór dagur. Það er langt síðan það hefur komið titill í kvennaboltanum. Allir sem vettlingi geta valdið hljóta að mæta,” sagði Jóhannes um hvernig hann vill hafa stúkunna á úrslitaleiknum en það var vel mætt í Vesturbæinn í dag og góð stemning. „Ég held að þetta séu mjög álíka lið. Selfoss eru með hörkulið af góðum spilurum þannig að ég held að bæði lið komi inn í leikinn jöfn og hungruð í bikarmeistaratitil, ” sagði Jóhannes um Selfoss sem er andstæðingur KR í bikarúrslitaleiknum. Selfoss liðið gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 í Árbænum í gær til að tryggja sína viðveru 17. ágúst á Laugardalsvellinum. Mjólkurbikarinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
KR tryggði í dag sitt sæti í úrslitaleiknum í Mjólkurbikar kvenna. KR fengu Þór/KA í heimsókn á Meistaravellina og unnu leikinn 2-0. Jóhannes Karl Sigursteinsson stýrði liðinu í dag í fyrsta skipti en Bojana Becic sagði upp í byrjun mánaðar. Ragna Lóa Stefánsdóttir stýrði liðinu sem bráðabirgðastjóri þarna á milli og gerði glæsilega en hún reif KR upp úr botnsæti deildarinnar með tveimur sigurleikjum. „Við stóðumst þetta próf. Eins og ég sagði fyrir leik þá snýst þetta lítið um mig og meira um liðið. Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna sem liðið sýndi í dag. Það er bara stórkostlegt að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR um frammistöðu liðsins í leik dagsins. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en KR náðu síðan að skapa sér betri færi í seinni. Þessi 2 mörk kórunuðu síðan leikinn glæsilega. „Fyrri hálfleikurinn spilaðist þannig að það var kannski hátt spennustig og lítið um opin færi. En það var stöðug barátta og við fundum alveg í hálfleik að það voru þættir í leiknum þar sem við gátum gert betur. Ég er virkilega ánægður með það hvernig stelpurnar stigu upp í seinni, þetta voru virkilega góð mörk og ég er virkilega ánægður.“ „Þessi hópur er mjög reyndur og stelpurnar hafa gengið í gegnum margt. Það eru sterkir leiðtogar þarna inni. Mín tilfinning í klefanum bæði fyrir og eftir leik var að það var trú á verkefninu. Þær fundu allar í hálfleik hvaða hlutir það voru sem við þurftum að bæta.“ Betsy Hassett skoraði frábært mark þegar hún kom KR í 2-0 undir lok leiks. „Frábært mark. Hún var búin að vera í erfiðleikum með að finna svæði til að sækja í og koma inn. En hún er svona leikmaður sem þarf ekki mikið og þetta var frábær framkvæmd í markinu.” Ásdís Karen Halldórsdóttir var gríðarlega fyrir KR í dag. Hún skapaði fullt af færum og skoraði markið sem kom KR yfir í leiknum. Ásdís spilar fótbolta og stundar nám við Texas A&M háskólann í Bandaríkjunum á veturna. Ásdís fer bráðlega út og nær að öllum líkindum ekki bikarúrslitunum. Ásdís sagði þó sjálf í viðtali að hún ætlar að reyna að fá að koma heim og spila úrslitaleikinn. „Ég held að reglurnar séu yfirleitt þannig í háskólaboltanum að það er ekki leyfilegt. Það er bara eitthvað sem við verðum að skoða þegar það kemur. Það eru bara aðrir leikmenn sem þurfa að stíga upp og koma í hennar stað. Ásdís Karen er frábær leikmaður sem er búin að spila vel í þeim leikjum sem ég hef séð. Að sjálfsögðu væri draumur að hafa hana. Það verður bara að bæta það upp ef það er ekki. Það er kannski þessi liðsandi og heildinn sem skiptir máli þar. Það þarf einhver að stíga upp.” „Við treystum á að allir KRingar láti sjá sig þar. Þetta verður stór dagur. Það er langt síðan það hefur komið titill í kvennaboltanum. Allir sem vettlingi geta valdið hljóta að mæta,” sagði Jóhannes um hvernig hann vill hafa stúkunna á úrslitaleiknum en það var vel mætt í Vesturbæinn í dag og góð stemning. „Ég held að þetta séu mjög álíka lið. Selfoss eru með hörkulið af góðum spilurum þannig að ég held að bæði lið komi inn í leikinn jöfn og hungruð í bikarmeistaratitil, ” sagði Jóhannes um Selfoss sem er andstæðingur KR í bikarúrslitaleiknum. Selfoss liðið gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 í Árbænum í gær til að tryggja sína viðveru 17. ágúst á Laugardalsvellinum.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann